Ég fór inn í Snæland vídeo á Reykjavíkurveginum áðan og keypti handa mér og stráknum mínum sinn hvorn shake (lítill 320 kr og miðlungistór 440 kr) og tek eftir því við gerð mjólkurhristinganna að í þá fór: ísblanda, bragðefni og VATN!! Fyrir langa löngu vann ég þarna sjálf og vissi að notuð var sérstök shakeblanda sem var þynnri en ísblandan en spurði ósköp sakleysislega hvort ég hefði virkilega séð rétt að ég væri að borga fyrir vatnsþynntan ís og fékk svarið Já, í staðinn fyrir g-mjólk. Af því að þarna eru kæliskápar undir öllu auk þess sem þarna eru kæliskápar fyrir gos og aðrar kælivörur þá er nægt rými fyrir mjólk sem helst köld og fersk og hægt er að þynna shake út með því. En að þynna ísblöndu með vatni og kalla shake finnst mér hálfþunnur þrettándi enda var vatnsbragð af minni mjólkur/vatnshristingnum.
Kveðja,
Soffía
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
miðvikudagur, 4. mars 2009
Vatnsþynntur Snælands shake
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli