mánudagur, 16. mars 2009

Að hafa augun hjá sér í Bónus


Vildi benda þér á svolítið misræmi hjá Bónus, Korputorgi þann 10. mars s.l. Þar voru þrjár mismunandi Filippo Berio (FB) extra virgin ólífuolíur til í 2 mismunandi stærðum á þremur mismunadi verðum. Önnur 750ml flaskan var merkt "50% more, same price" eða 50% meira fyrir sama verð. Það þarf greinilega að hafa augun hjá sér og athuga hvað er ódýrast. Ef þetta væri rétt þá ætti 750ml flaskan með 50% meira að kosta 528 krónur þar sem það virðist vera að bjóða 50% meira magn heldur en það sem er í 500ml flöskunni á sama verði og 500ml flaskan er (Þó hún sé vissulega ódýrari per líter en sambærileg 750ml flaska). Sú er þó ekki raunin eins og sjá má eftirfarandi töflu:

Hvað Magn (ml) Verð á flösku
Verð per líter
FB 500ml extra virgin 500 528 1056
FB 750ml extra virgin 750 859 1145
FB 750ml extra virgin 50% meira sama verð 750 598 797

Ég vil einnig vekja athygli á því að 500ml flaskan er ódýrari en venjulega 750ml flaskan (Munar 8,4% per líter). Svipað á við um FB ólivuolíu, minni flaskan er ódýrari en stærri flaskan, en ég hef því miður ekki verðin á þeim.
Með kveðju,
Þórir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli