þriðjudagur, 24. mars 2009

Til hvers að flytja inn mold?

Ég kom inní Húsasmiðjuna Borgarnesi um helgina. Þar er verið að selja
innflutta mold til umpottunar stofublóma. Mér finnst það alveg fáránlegt vegna
þess að við höfum framleiðanda á Flúðum Flúðamold held ég að það heiti. Í annan
stað þá höfum við að mínu mati eitthvað annað við galdeyririnn okkar að gera
þessa daganna. Smithætta?
Moldi

3 ummæli:

  1. Það súrasta er að sumt fólk er bara svo tómt í hausnum að það fattar ekki hvað þetta er sjúkt og bara kaupir það sem er beint fyrir framan nefið á þeim án þess að hugsa :(

    SvaraEyða
  2. Verð að láta í mér heira um Íslenska mold og í stuttu máli. Íslensk mold hefur verið handónít til margra ára alveg síðan Garðamold var seld húsamiðjunni fyrir mörgum árum. Þar til nú nýverið að ég heirði um flúðamold og líst bara vel á hana og mun ummpotta í vor með henni. Ég vona svo innilega að hún reinist betur en það sem hefur verið boðið uppá undanfarinn ár því Íslenskt er einfaldlega láng láng best ef vel er að staðið.

    SvaraEyða
  3. Það sem einfaldlega er allrabest er að gera er endurvinnsla á grænmetis- og ávaxtaafskurði og úr verður hin besta mold svo ekki þarf að kaupa hana út úr búð. Safnhaugagerð af einföldustu gerð er að grafa holu í garðinn og henda afgöngum í. Plastílát út á svölum ef maður á ekki garð.

    SvaraEyða