fimmtudagur, 19. mars 2009

Byko vs. Toom í Þýskalandi

Ég keypti mér Kaldewei bað í BYKO um daginn og kostaði það kr 36.990 en grenjaði út 15% afslátt en það var eins og ég hafi verið að biðja sölumanninn um fjölskylduna hans. (Húsasmiðjan var með sama bað á rúmar 40.000 kr.
Ég er núna staddur í Þýskalandi og datt inn í búð sem heitir TOOM og skoðaði mig þar um. það eina sem gerðist við það er að ég rauk út í geðveiku skapi.
Eftir að hafa séð margt á minna en helming af verðinu heima sjá ég helvítis baðkarið eins og ég keypti af BYKO á 108.99 Evrur en samt 5 centimetrum breiðara nákvæmlega sama tegund. Sem gera um 16.500 ISK.
Það er alveg á hreinu að þessar drullu búðir þarna heima sem þykjast vera að gefa okkur vörurnar eru að nýta sér ástandið á Íslandi og krónunni og hækka vörurnar alltof mikið þeir eru að seilast oní vasana hjá fólki sem er að koma til að kaupa eitt og eitt bað eða vask og blöndunartæki eða eina túbu af kítti til að mæta samdrættinum hjá stóru verktökunum. Þetta er viðbjóður.
Árið 2004 keypti ég svona bað á 9.900 kr þannig að ég mundi halda að ef gengið hækkar um helming væri eðlilegt að baðið kostaði kanski rúm 20.000.
Þarf að fara að fletta ofan af þessu þarna heima. Ég get bent í mýmörg dæmi en kanski gefst ekki tími til þess.
Kv,
Þorgils

1 ummæli:

  1. byko er örugglega með myndarlega álagningu á þessum böðum en þau eru samt nokkuð þung og það kostar slatta að flytja svona bað inn

    SvaraEyða