miðvikudagur, 11. mars 2009

Ókeypis rennilásaviðgerð

Verð að senda þér þessar línur. Þar sem ég hef gaman af að fylgjast með þeim upplýsingum sem þú birtir þá verð ég að deila eftirfarandi sögu.
Ég setti leðurstígvél í viðgerð hjá skósmiðnum í Kringlunni. Rennilásinn var bilaður á öðru stígvélinu.
Þeir gáfu sér reyndar 4-5 daga sem mér fannst frekar langt. Þegar ég kom að sækja stígvélið þá höfðu þeir náð að gera við rennilásinn (þurftu ekki að setja nýjan lás eins og ég bjóst við) og ég borgaði ekki krónu fyrir viðgerðina.
Kristjana

3 ummæli:

  1. Þetta eru algerir snillingar þarna hjá skóaranum í kringlunni (enda oft mikið að gera hjá þeim sem útskýrir biðtímann) Þeir eru sanngjarnir í verðlagningu og eins og þú lýsir, leita þeir ódýrari leiða fyrir kúnnann sinn. Ég hef notast við þeirra þjónustu í þrjú ár núna, oft fengið svona "fría reddingu" og ætla mér ekki að leita annað í bráð eftir viðgerð á skóm. (þeir hafa líka lagað fyrir mig tvær eða þrjár handtöskur fyrir slikk)

    SvaraEyða
  2. Ég mun svo sannarlega notfæra mér þeirra þjónustu næst þegar ég þarf á að halda. Þetta kallar maður sanngirni. Ég vona að þessu fyrirtæki gangi sem allra best.

    SvaraEyða
  3. Ég mun svo sannarlega notfæra mér þjónustu hjá þeim, næst þegar ég þarf að slíkri að halda. Ég vona að þetta fyrirtæki blómstri.

    SvaraEyða