Verð bara að segja frá ferð minni á Ruby Tuesday í skipholti í dag. Ég og kærastinn minn fórum út að borða á Ruby Tuesday. Ég pantaði mér Fajitas með kjúklingi. Þegar maturinn kom á borðið leit þetta mjög vel út. Fajitas kökurnar voru rúllaðiar inn í smjörpappír. Þegar ég rúllaði út kökunum kom í ljós að þær voru myglaðar! myglaðar! oj barasta. Við kölluðum á þjóninn sem kom nú eftir svolítin tíma. Ég sýndi honum kökurnar og sagði honum að þetta væri myglað! "já, ég kem með nýjar" sagði hann mjög snaggaralega eins og ekkert væri eðlilegra, kom með nýjar kökur og sagði eitt lítið "afsakið" og fór í burtu. Ég var hálf hneyksluð yfir því hvað honum fannst þetta lítið mál. Hinar kökurnar voru reyndar ekki myglaðar og ég borðaði hluta af matnum. Þegar við vorum að fara bjóst ég nú við að við myndum nú vera beðin almenninlega afsökunnar og amk fá afslátt (finnst reyndar að ég ætti ekki að þurfa að borga fyrir matinn). En nei, við borguðum yfir sjö þúsund krónur og engin frekari afsökunarbeiðni. Ég var bara orðlaus og sagði ekki neitt, sé eftir því núna.
Manni finnst að maður ætti að geta treyst því að geta fengið nokkurn vegin fengið ferskan og óskemmdan mat á veitingastöðum.Ég fer allavegana ekki aftur á Ruby Tuesday.
Bjarnheiður
Systir mín fékk einu sinni myglaðan hamborgara á Ruby Tuesday..jú, kjötið var súrt og greinilega skemmt. Ég veit ekki hvernig þeir leystu það gagnvart henni. Ég hef sjálfur farið þarna og verið heppinn:-)
SvaraEyðakræst, ALDREI myndi ég fara á stað þar sem ég veit að ekki er hugsað um að bjóða nýjan mat! OJ. Og vitleysa hjá þeim að biðja þig ekki margfalt afsökunar, svona missa þeir jú viðskipti!
SvaraEyðaÉg fékk einu sinni skúffuköku sem var hvít og loðin innan í hjá björnsbakarí á Fálkagötu, síðan þá hef ég tekið eftir því að í mörgum bakaríum er selt 2-3-4 daga bakkelsi og enginn látinn vita eða gefinn afsláttur!
Fór á Ruben Tuesday uppa höfða a manudag , fekk mér beikonborgara tilboð, biðin var mjög löng, svo þegar loksins maturinn kom var borgarinn brenndur öðrum megin og ósteiktur hinum megin.
SvaraEyðaVar orðlaus og bjost ekki við þessu, orðsporið fer lika ekki vel af minum munni her eftir.
Eg se eftir þvi að hafa ekki kvartað enda svona framkoma er fyir neðan allar hellur.
Þið eruð bara lélegir neytendur. Ég var nú stattur á ruby tuesday um daginn, fékk mér borgar sem að ég bað um medium rare, semsé frekar bleikan í miðjunni. ég fékk borgarann seinastur og þá vell done. ég bendi þjónustustúlku á þetta og hún tekur borgarann aftur. kemur stuttu seinna með borgarann rétt eldaðan. Var ég samt fyrir miklum vonbrigðum með borgarann, bragðlaus og vondur eiginlega, át rétt helminginn. nú þegar að þjónustustúlkan spyr mig hvernig að hann hafi bragðast seigji ég bara sannleikann hann hafi verið frekar vondur. að sjálfsögðu þurfti ég ekki að borga fyrir borgarann. þetta er bara spurning um ákveðni ekki vera að muldra og nöldra í hálfu hljóði, það er eiginlega bara dónalegra enn að vera bara harður/hörð án þess að vera dónaleg.
SvaraEyðaÉg hef tvisvar farið á Ruby Tuesday og maturinn og þjónustan var svo hræðileg í bæði skiptin að ég myndi ekki fara þarna þó ég fengi ókeypis mat.
SvaraEyðaMæli með Fridays, svipaður matseðill, mikið betri matur og ef ég hef lent í einhverju þá er margbeðist afsökunar og manni bætt það upp.
Ég veit að þetta mun koma hálf kjánlalega út en þegar ég les þetta þá finnst mér afar leitt að heyra þetta þar sem ég vinn á Ruby Tuesday og hef gert það seinustu tvö ár.
SvaraEyðaÉg bið hér innilegrar afsökunar á öllu þessu og er þetta afar sjaldgjæft að svona hlutir gerist. Ég persónulega veit að við bjóðum upp á mjög góð gæði og gott hráefni. Þetta með tortilla kökurnar hefur aldrei gerst áður og skil ekki hvernig það getur hafa komið fyrir þar sem þetta er mjög vinsælt hjá okkur og kökurnar verða þannig sjaldan gamlar.
Ég veit að ég legg mig alltaf 100% fram við þjónustu þegar ég er að vinna og finnst starfið mjög gefandi. Ég vil kvetja ykkur að koma aftur og leyfa okkur að fá annað tækifæri. Endilega kvartiði og segið okkur það sem ykkur finnst. Þá getum við bætt okkur og gert ykkur að reglulegum viðskiptavinum.
Vona að þið farið að láta sjá ykkur,
starfsstúlka Ruby