Posted To: Vodafone
Subject: Reikningur á rangan mann
Sendandi Jónas Þór Oddsson
Sæl,
ég er að fá reikning uppá 47.000kr, en ég er ekki í viðskiptum við ykkur, þar að auki bý erlendis. Vinsamlegast leiðréttið þetta eins og fljótt og unnt er.
Kveðja
Jónas Þór Oddsson
Sæll Jónas
Þessi reikningur er fyrir númerið 8206315 og hefur þetta númer sem hefur verið skráð á þig síðan 19 febrúar 2008. Ég sé ekki ástæðu til þess að leiðrétta þennan reikning.
Kveðja Gunnar
Þjónustufulltrúi Vodafone
Sæll Gunnar,
Þetta er snilldar svar hjá þér og lýsandi fyrir það þjónustustig sem er veitt hjá Vodafone.
Hér eru mistök gerð að hálfu Vodafone, en þú lítur á það sem hlutverk viðskiptarvinar finna út hvað fór úrskeiðis hjá Vodafone.
Gott að ég náði tala við hana Töru í gær. Þrátt fyrir að hún hafi verið svolítið sein í gang þá fór hún í málið. Hún fann útúr því hvað fór úrskeiðis hjá Vodafone og leiðrétti mistökin, sem ég er mjög þakklátur fyrir.
Einnig finnst mér það mjög ógnvekjandi að svona mistök skuli gerast hjá ykkur, að hægt sé að skrá símanúmer og reikninga á 3ja aðila án hans vitundar.
Og Gunnar ég held að þú ættir að lesa starfsheitið þitt áður en þú svarar fyrirspurnum.
Kveðja,
Jónas Þór Oddsson
Ég hef lent í svipuðu með Vodafone. Dópisti sem leigði í blokkinni minni fór í verslun Vodafone og keypti heimasíma og net á mína kennitölu. Þannig söfnuðust upp skuldir á mína kennitölu sem ég átti ekkert í, við fyrirtæki sem ég hef aldrei átt í viðskiptum við. Einhver þjónustufulltrúinn hafðið ekki rænu á því að spyrja um skilríki þegar að viðskiptin voru stofnuð þannig að þetta flaug í gegn.
SvaraEyðaÞað tók mig marga mánuði að fá Vodafone til að fella þetta niður, ég þurfti alltaf að vera að tyggja sömu rulluna ofan í starfsfólkið sem virtist aldrei skrá neitt af því sem ég sagði í kerfin sín þannig að alltaf var ég á byrjunarreit og alltaf að fá skemmtileg innheimtubréf í póstkassann minn og símhringingar frá innheimtufyrirtæki.
Frábært alveg hreint.
Það er gaman að lesa þessa frásögn þína Jónas, ég hef einmitt lent í svipuðum samskiptum við Vodafone. Ég tók Vondafón kortið úr símanum mínum í júní á síðasta ári, en fram í september var ég að fá allkonar rukkanir á númerið þrátt fyrir að simkortið væri uppí hillu. Ég gerði athugasemd við þetta og kallaði þá þjófa. En allt kom fyrir ekki, þrisvar reyndi ég að láta loka númerinu, en áfram héldu þeir að rukka mig. Loks var númerinu lokað í febrúar síðastliðinn og mér voru endurgreiddar 1.200 krónur af næstum því 20 þúsund sem búið var að taka út af kortinu mínu.
SvaraEyðaÉg sendi bæði e-mail og hringdi í 1414, en mér fannst eins og starfsfólkið hefði engan áhuga á því sem ég hafði að segja. Það var ekki hægt að koma þeim í skilning um vandamálin - eða þau gátu ekki skilið þau.
...og jú... einhver Gunnar skrifaði undir fyrstu skeytin... svörin voru ekki greindarleg....
já blessaða vodafone virðist rukka alveg villt og galið kolvitlaust, við bjuggum í útlöndum og fengum samt alltaf öðru hvoru 500 kall, 120 kall, 5200 kall rukkanir frá Vodafone... Alltaf hringja-láta vita- og alltaf svarið að þetta væri nú eitthvað skrýtið, þessi reikningur hefði átt að fara á Jón Jónson úti í bæ en ekki okkur... alveg stórfurðulegt!
SvaraEyðaVodafone virðist ekki skrá samskipti við viðskiptavini niður. Tók mig margar tilraunir að biðja um að fá yfirlit sem ég var rukkuð fyrir, en það kom aldrei, hringdi marg oft. Loksins kom í ljós að þau voru að senda það á heimilisfang í öðru bæjarfélagi og í hverfi sem ég hef aldrei komið í. Eru samt með rétt heimilisfang skráð fyrir reikninginn.
SvaraEyðaÉg er enn að fá yfirlitið sent á rangt heimilisfang, þrátt fyrir ég hafi marg hringt og beðið bara um að hætta að fá yfirlit þar sem það gagnist mér ekki að fá það sent út í rassgat ( búin að gefast upp á að leiðrétta heimilisfangið).
snilldar fyrirtæki alveg hreint. Þeir tóku upp á því einn daginn að búa bara til reikning á mig upp á 90 þús. Svo var þessi 90 þús kall skuldfærður á visa kortið hjá mér. Tók langan tíma að fá þá til að fella þennan reikning niður. Viti menn næsta mánuð léku þér sama leik, höfðu upphæðina aðeins lægri í það skiptið.
SvaraEyðaEr farin að halda að vodafone stundi það að búa til platreikninga til að ná sér í aukapening. Ekki allir sem skoða visayfirlitið sitt vel.