föstudagur, 13. mars 2009

Fáránleg hækkun

Ég fór í Hagkaup Garðabæ á þriðjudag að leita af stígvélum nr 35. Sá Víking Stígvél á tæplega 5000kr fannst það soldið dýrt og kíkti í kringluna en fann engin stígvél svipað há þar. Fór í Hagkaup Garðabæ aftur í morgun að kaupa á stígvélin á dótturina og þegar ég fór að borga kom í ljós að þau voru komin í 6899kr. Ég reif nýja miðann af og á gamla miðanum var búið að tússa yfir verðið. Spurning hvort þessi hækkun eigi að koma á móti vsk dögunum sem eru núna í Hagkaup ? Það borgar sig greinilega að vera á varðbergi þegar sumar vörur lækka því þá virðast aðrar hækka.

Kveðja Ragnar Þórðarson.

1 ummæli:

  1. Mæli með að kaupa Víking stigvél í Fjarðakaup...miklu betra verð og sömu stigvélin...

    Kv.París

    SvaraEyða