föstudagur, 20. mars 2009

Viðskiptavinir Midi,is neyddir til að prenta út auglýsingar

Ég var rétt í þessu að kaupa 9 bíómiða í Smárabíó sem kosta litlar 9450 kr. Ég keypti miðana a midi.is til að spara mér tíma og fyrirhöfn. Þegar kom að því að prenta út miðana kemur í ljós að með miðanum (sem er lítill og nettur) fylgir auglýsing í litum frá 101 Hótel sem fyllir út síðuna (pdf.skjal og því engin leið að breyta því). Ég verð að segja að mér brá við þetta. Annars vegar vegna þess að ég var um það bil að fara að prenta út níu síður af auglýsingu í lit vegna þjónustu sem ég kem líklega seint til að nýta mér og hins vegar vegna þess að þarna var komin auka tilkostnaður fyrir mitt fyrirtæki vegna auglýsingar sem smárabíó er að fá greitt fyrir að birta. Ég hringdi í Midi.is og bað um að fá miðana senda án auglýsingar og var mér þá sagt að það væri tæknilega ómögulegt. Mér var bent á að senda formlega kvörtun til fyrirtækisins.
Í stað þess að senda formlega kvörtun á midi.is sem ég veit að ekki verður unnið úr, ákvað ég að senda þessar upplýsingar á þig með von um að þú birtir þær og eitthvað verði gert í þessu.
Ég geri mér grein fyrir að í augnablikinu er ég mjög pirruð út í fyrirtækið. Mín réttlætistilfinning segir mér þó að þarna sé verið að brjóta á mér sem neytanda og verið að þvinga mig til að greiða fyrir eitthvað sem ég bað alls ekki um.
Kær kveðja, Helga Björg Axelsdóttir

8 ummæli:

  1. Einhvern tímann var hægt ad fá thetta sent sem sms skilabod (s.s. staðfestinguna).

    Er það alveg búið?

    SvaraEyða
  2. Taka skjámynd af miðanum - peista hann svo í Word

    solved

    SvaraEyða
  3. Keypti einu sinni miða gegnum midi.is. Þurfti að byrja á að prenta kvittunina út. Svo þurfti að fara í Skífuna að sækja miðann. Loks var mætt í bíóið og voru þar ca 10 - 15 manns í röð við miðalúguna. Ég gekk fram hjá röðinni að dyrunum og veifaði miðanum úr Skífunni. Nei takk, þú verður að fara í röðina og skipta þessum fyrir venjulegan bíómiða!! Hef ekki notað midi.is síðan.

    SvaraEyða
  4. Ég keypti einu sinni miða á tónleika á midi.is og greiddi þeim 600 kr. fyrir þjónustuna, 300 kr. fyrir hvorn miða. Ég fékk senda staðfestingu í tölvupósti og þar var mér sagt að fara í 12 tóna og sækja miðana. Ég keypti miðana á midi.is til þess að þurfa EKKI að fara í 12 tóna, en gott og blessað, það var ekkert við því að gera. Miðarnir enduðu því á því að kosta 600 kr. aukalega, eitthvað sem ég hefði ekki þurft að borga. Ég sendi kvörtun til midi.is, en henni var aldrei svarað.

    SvaraEyða
  5. það á að vera hægt að fá staðfestingar-rununa senda í sms já ....svo er líka bara hægt að skrifa hana niður á miða. Hef aldrei verið beðin um neitt plagg í lúgunni í bíó ef ég er með rununa (spurning hvort það séu þó verklagsreglurnar þeirra).

    SvaraEyða
  6. miðinn virkar alveg í bíó, nema maður prenti bara kvittunina en ekki miðann sjálfann, sumir ruglast á því.

    SvaraEyða
  7. getur líka bara fengið þetta sent í myndskilaboðum, kostar ekki neitt minnir mig :)

    SvaraEyða
  8. Ég hef nú reyndar notað miði.is fyrir bío og sagt bara einhvern kóða vegna þess að ég hef engan prentara.. Og það virkað?..

    SvaraEyða