föstudagur, 13. mars 2009

Ódýrara í sænskum apótekum

Mig langar að kvarta yfir ógeðslegu okri lyfjabúðanna, ég var í Svíþjóð um daginn og keypti mér exemkrem, Mildison, það var helmingi ódýrara þar sem og allt annað í apótekinu! Hvernig stendur á þessu ? Ég er ekki bara að tala um lyf heldur nánast allar vörur lyfjabúða. Ég keypti eitt lítið bólukrem fyrir dóttur mína í Lyf og Heilsu, Duac, 25 gramma túpa, jú rúmar 4.000 krónur ! Hreinsað bensín ca. 100 millilítrar kostaði yfir 400 krónur. Þetta er hrikalegt okur!
Ein sem óskar nafnleyndar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli