þriðjudagur, 17. mars 2009

ÓB? Nei, Olís!

Í Borgarnesi eru þrjár bensínstöðvar, N1, Shell og ÓB, eða það sýnist manni þegar maður ekur í gegn og við blasa þrjú stór ljósaskilti þar sem kemur skýrt fram hvert lítraverðið er. En þeir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir hjá ÓB því að á sama plani eru fleiri dælur og ef maður er rosalega vakandi þá ætti maður að fatta að þar er Olís á ferð. Hjá þeim er hærra verð en hjá ÓB og maður getur jú fengið þjónustu og greitt inni en hvergi merkja þeir lítraverðið heldur vakir ÓB merkið fyrir utan planið þeirra af því að það er jú ein ÓB-dæla inn á planinu. Ég gekk í þessa gildru og las lítraverðið á ÓB skiltinu renndi inn á planið og dældi á bílinn. Svo verður mér litið á lítraverðið á dælunni og sé að það er allt annað en á stóra ljósaskiltinu og hef orð á þessu þegar ég fer inn til að borga og konan segir, hin rólegasta, nei það er verðið hjá ÓB. Bíddu er þetta ekki ÓB? Nei, nei þetta er Olís.
Er þetta eðlilegt?
Er ekki einhver krafa um að verð sé greinilegt?
Kveðja,
Vonsvikinn norðlendingur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli