Fyrir einu og hálfu ári síðan keypti ég tölvu í Tölvuvirkni sem ég hef átt í nokkrum vandræðum með frá fyrsta degi. Ég hef farið með tölvuna 2x til þeirra en sama vandamálið er enn til staðar. Tölvan er enn í ábyrgð en þar sem að hún er vinnutækið mitt þá má ég ekki missa hana nema í stutta stund í senn. Því ákvað ég að hringja í Tölvuvirkni í vikunni að leita upplýsinga til tæknimanna, í þeirri von að þeir gætu gefið mér upplýsingar um hvernig ég ætti að straujað tölvuna. Mér var tjáð að þær upplýsingar sem ég leitaðist eftir yrðu aðeins uppgefnar, gegn þóknun, ef ég kæmi á staðinn með tölvuna. Löglegt en siðlaust? Og til að toppa þjónustuna, þá skellti starfsmaðurinn á mig þegar ég lýsti undrun minni á því að rukkað yrði fyrir slíkar upplýsingar (enda tölvan í ábyrgð).
Sigríður
endilega kíktu á nördinn , tekur ekkert fyrir að skoða og svarar einfödlum fyrirspurnum í síma
SvaraEyðasennilega eina tölvuverkstæði á íslandi sem tekur ekki skoðunargjald
www.nordinn.is
Ég er ekki að skylja hvers vegna þetta ætti að vera siðlaust enda fylgir ekki kennsla á tölvuna með í kaupunum.
SvaraEyðaÞað er ekki undarlegt að þeir vilju fá tölvuna til sín enda er ekki gott að bera neina ábyrgð á því sem fólk gerir í gegnum síma jafnvel þó að það sé gert eftir leiðbeiningum frá tæknimanni.
Ennfremur verður að hafa skilning á því að þessir menn hafa þetta að atvinnu og mér er til efs að margir slíkir séu tilbúnir að eyða löngum tíma í símanum að gefa ókeypis ráðgjöf.
Mín reynsla af þessu er að það er ekki skellt á fólk fyrr en í fulla hnefana og mig grunar að þú sért ekki að segja alla söguna, kannski að það væri þess virði að líta í leiðarvísinn sem fylgdi tölvuni og sjá hvernig farið er að því að strauja hana áður en farið er á netið og fólk úti í bæ vænt um óheiðarleg vinnubrögð.
Vona að þetta hjálpi.
ef tölvan þín eða stýrikerfið í henni bila þá er lausnina við því alltaf að finna á google.com, skrifið einfaldlega á ensku vandamálið! strákarnir á verkstæðunum nota google óspart þannig að sparið ykkur 7000kr á klst og virkjið heilann í ykkur í smá stund.
SvaraEyðakv. starfsmaður verkstæðis
Alveg ótrúlegt að þeim sem skrifaði þetta finnist að hann/hún eigi heimtingu á því að sér sé umsvifalaust sagt til hvernig á að gera þetta í gegnum síma og alveg endurgjalds laust í þokkabót.
SvaraEyðaVil ég benda þeim er reit þessa "kvörtun" að reyna slíkt hið sama við bílaumboðin.
Ég er hinsvegar alveg orðlaus yfir dæmalausri frekju þess er er þetta skrifaði.
Ég er svo aldeilis hlessa á heimtufrekjunni og yfirgangnum í fólki nú til dags. Ég hef unnið á 3 vel reknum tölvuverkstæðum síðastliðin 11 ár og það hefur aldrei, ég endurtek ALDREI gefið ásættanlega útkomu að gefa einhverjum sem er gjörsamlegur óviti á tölvur leiðbeiningar í gegnum síma í hluti eins og að setja upp stýrikerfi frá grunni. Í fyrsta lagi eru óteljandi hlutir sem gætu farið úrskeiðis (man eftir einu tilfelli þar sem kúnni low-level forsneið "vitlausann" harðann disk í uppsetningu (bless fjölskyldumyndir) sem kostaði 2 tíma í símanum, 3 tíma vinnu í gagnabjörgun og hellings skammir og hótanir á verkstæðið fyrir að hafa "látið" hann gera þetta til að hafa af honum pening!!! Fólk er bara ekki í lagi í dag þegar það kemur að viðmóti gagnavart starfsmönnum flestra þjónustudeilda í hvaða stétt sem er.
SvaraEyðaEf þú hefur ekki kunnáttuna sjálf/ur þá er bara að afla sér upplýsinga um hlutinn sjálf/ur á netinu og FRÆÐA sig um hlutinn eða þá að borga menntuðum vönum mönnum til að gera hlutinn fyrir þig.
Það er ekki eins og þú getir hringt á bifreiðaverkstæði og heimtað það að fá leiðbeiningar í síma hvernig þú eigir að setja nýjann vatnskassa í bílinn þinn af því þú keyptir hann þar fyrir ári síðan......
Hugsa fyrst og opna svo kjaftinn
heyr heyr ég hef unnið í mörg í þjónustu og sölu á tækjum og tölvum og sumt fólk er ekki alveg eins og fólk er flest eins og að heimta afsökunarbeiðni eða massívan afslátt útaf einhverju svo alveg fáránlegum hlut sem að komið hefur fyrir tölvuna sem að það keypti eða mat sem að var vondur eða gsm síma sem að er rakaskemmdur því að krakkinn þeirra fekk að leika sér með símann og sleikkti hann
SvaraEyðaþað er ekki hægt að hafa stýrikerfi í ábyrgð því að notandinn getur alltaf fockað í því og skemmt eitthvað og ef að þér vanntar upplýsingar pleas justfuckinggoogleit.com kv jón
Þótt ég vinni hjá óbeinum samkeppnisaðila Tölvuvirknis þá verð ég að segja að þetta eru alveg ótrúlega eðlilegir viðskiptahættir og hvorki ólöglegir né siðlausir.
SvaraEyðaVoða litlar upplýsingar eru að finna í kvörtuninni þinni en þér að segja þá er ekkert í lögum um neytendakaup sem skylda seljendur raftækja til að veita ókeypis ráðgjöf í gegnum síma.
manneskjan á líka bara að hætta að bæta við smiley körlum, skoða lélegar síður, uppfæra vírusvörnina hjá sér o.s.f.v. Ég tel mig nú vita að það sé ekki ábyrgð á stýrikerfi. Enda veit ég ekki hversu oft ég aðstoðað tölvuheft fólk í að hreinsa til á tölvunni eftir að hafa verið að niðurhala ýmsum gögnum hingað og þangað um heiminn. Og ég get allavega sagt ykkur að ég myndi aldrei aðstoða manneskju í GEGNUM SÍMA að strauja tölvu. hvað þá ef að ég væri á einhvern hátt ábyrgur fyrir því að manneskjan skilur hvað ég er að lýsa og klúðri ekki málunum. Ég er nú vanalega Gallharður "neytandi" og læt ekki yfir mig vaða, enn þetta lýsir bara fáfræði manneskjunar um tölvur
SvaraEyðaÉg hef oft átt viðskipti við Tölvuvirkni og hef ekkert nema gott af þeim að segja, ég geri mér oft sérferð þangað til að styrkja frekar "litla manninn" en stóru verslanirnar sem eru oft með mjög lélega þjónustu. Elko er líka með eðal góða þjónustu. BT og Svar eru aftur á móti fyrirtæki sem ég mæli alls ekki með, hef ekkert nema slæmt um þau fyrirtæki að segja.
SvaraEyðaÉg starfa sem kerfisstjóri og á því í mjög miklum samskiptum við hin ýmsu fyrirtæki.
Það mætti halda að starfsmenn frá Tölvuvirkni hafi skrifað í umvörpum...! Mér finnst alveg sjálfsagt að fá að vita hvernig á að setja upp tölvu í gegnum síma. Það fékk ég allavegana frá yndislega kurteisum starfsmanni í Tölvulistanum fyrir nokkru. Þetta voru bara 1-2 takkar sem þurfti að ýta á (windowskerfið var innbyggt inní harða diskinn) og svo next,next og svo púff allt komið í lag. Þó kona hringi/skrifi um tölvur þarf það ekki endilega að þýða að hún viti ekkert um tölvur, margar vita mjög mikið..Ég held að Tölvuvirkni tapi big time á að afgreiða kúnnan sinn á þennan hátt, þetta spyrst út (það er ókurteisi að skella á, munið "viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér", einmitt þessi frasi gleymist ansi oft)..
SvaraEyðaÉg er að spá í og leita mér að ferðatölvu og rakst á þessa umfjöllun þótt gömul sé.
SvaraEyðaÉg verð að segja, nei... þá á ekki að setja upp stýrikerfi í gegnum síma! Einmitt út af þessu next next next sem allt getur farið til fjandans.
Stundum er það ábyrgðarleysi að viðskiptavinur hafi alltaf rétt fyrir sér og að setja upp stýrikerfi er ekkert flókið ef maður kann eitthvað fyrir sér. Það er ljóst að síðasti ræðumaður hefur enga tölvulæsni þegar hann/hún skrifaði síðustu færslu.