laugardagur, 14. mars 2009

Nethraðalýgin

Langar endilega að benda á eitt í sambandi við nettengingar. Í dag
gefst kostur á að borga mismunandi verð fyrir mismunandi tengingar.
Hraðasta tengingin er 12 mb og var ég með það á þar sem ég bjó áður,
þegar ég mældi hraðann þá held ég að ég hafi mest náð 1 mb tengingu.
Þegar ég hringdi í vodafone var mér sagt að línurnar væru lélegar,
gamalt hús o.fl. Mér var hins vegar ekki bent á neitt af þessu þegar
ég uppfærði úr 5 mb tengingu í 12 mb og borgaði sem sagt nokkur
þúsund á mánuði fyrir tengingu sem gagnaðast mér ekkert.

Heima hjá foreldrum mínum var netið alltaf mjög hægt og þau uppfærðu
í 12 mb tengingu og borga held ég 8 þús á mánuði. Þegar ég mældi
hraðann er hraðinn 200 kb og þegar ég hringdi fékk ég fyrirlesturinnn
um gömul hús, sem þau höfðu ekki fengið þegar þau uppfærðu í 12 mb
tengingu. 1 mb tenging hefði gagnast þeim nákvæmlega jafn vel en þau
eru búin að vera borga auka 5 þús kall á mánuði í ár í nákvæmlega
ekki neitt.

Ætti það ekki vera krafa seljanda að ganga úr skugga um að "varan"
berist honum? Er réttlætanlegt að selja fólki e-ð sem það getur ekki
nýtt sér þegar mjög einfalt er að ganga úr skugga um hvort að það sé
hægt eða ekki.

Ætla að reyna að rífast við Vodafone og fá þetta endurgreitt, er nú
ekki sérlega bjartsýn.

Mbk,
Kristín

3 ummæli:

  1. þér er aldrei sagt að þú fáir 12mb það er alltaf tekið fram allt að 12mb!

    SvaraEyða
  2. Það er ekki bara það. Þegar hraðapróf eru tekin er aldrei gert ráð fyrir því að tölvan sem þau eru tekin á sé flöskuhálsinn? Hefur téð hraðapróf verið tekið í meira en einni tölvu?

    SvaraEyða
  3. Hef verið með sama vandamálið hjá símanum, dreifð á línunni (hvað sem það er), biluð smásía og einhverjar fleiri afsakanir fékk meira að segja símvirkja frítt frá þeim !, með nýjan router (beini) en allt það sama.
    Þar til að ég fór að tala við nágranna mína og þá kom í ljós að vandamálið er hjá símanum þas. of margir á sömu línu.
    Flutti mig yfir til Tal og strax var svakalegur munur á hraða og ódýrara !!!

    Kv Halli

    SvaraEyða