Verð að deila með ykkur góðu sparnaðarráði.
Þannig er að dýnurnar okkar, sem eru um 10 ára gamlar, voru farnar að gefa sig ( eðlilega).
Þetta eru dýnur frá Ragnari Björnssyni, Hafnarfirði, svo ég fór inná heimasíðu þeirra til að kynna mér verð á nýjum dýnum.
Þar rak ég augun í það að RB rúm er eina þjónustufyrirtækið á sínu sviði sem býður endurhönnun á springdýnum eftir áralanga notkun.
Ég hringdi til að panta tíma fyrir dýnurnar mína, ...mætti síðan með þrjár dýnur kl. 8:00 að morgni og náði í þær aftur sama dag rétt fyrir lokun.
Þá var búið að stífa þær allar upp og skipta um áklæði á tveimur þeirra, … voru því eins og nýjar.
Það kostar 8.900,- að stífa upp hverja dýnu og nýtt áklæði kostaði sama, eða 8.900,-
Ég var farin að sjá fyrir mér mikil útgjöld í nýjum dýnum, þar sem góður nætursvefn og hvíld skiptir jú miklu máli.
Vildi því benda á þessa þjónustu hjá Ragnari Björnssyni, ef það hefur ekki verið gert áður.
kveðja,
Ágústa
þESSA ÞJÓNUSTU ER LÍKA HÆGT AÐ FÁ HJÁ RÚMGOTT Í KÓPAVOGI
SvaraEyðaKV BJARNI