Mig vantaði FireWire snúru og ákvað því að gera smá verðkönnun.
Ég byrjaði á heimasíðu Elko þar sem ég bý rétt hjá þeim.
Snúran góða kostar þar frá 1.995-3.495 en hjá Computer.is (Tæknibær) kostar sambærileg snúra 900 kr.
Elko er náttúrulega með verðvernd og lofar því að endurgreiða muninn og 10% í viðbót þannig að á endanum ætti snúran að vera ódýrari í Elko, spurning hversu margir nýta sér þessa verðvernd.
Kv.
Nökkvi S
Ég vil benda á Íhluti, tel að þeir séu oftast ódýrastir þegar kaplar eru annars vegar.
SvaraEyðaJá Íhlutir eru með oftast lægsta verðið og frá bæra þjónustu enda gott að styrkja "kaupmanninn á horninu" þessa dagana.
SvaraEyðakæmi mér ekki á óvart að Elko myndu neyta að greiða verðvendina því þetta er líklega ekki snúra frá sama framleiðanda en ég veit svo sem ekkert um það
SvaraEyðaKaupi mína kapla hjá Örtækni, styrki gott málefni. Færð kannski ekki kapal á 900, ódýrasti er á 1200.
SvaraEyða"Verðvernd" er tæki verslana til að bjóða BARA þeim kúnnum sem hafa vit á því að gera samanburð, betra verð. Allir hinir fá að borga "frjálsa álagningu".
SvaraEyðaEf maður gengur út frá því að um sé að ræða sömu gerð af snúru, hvað ætli ELKO sé þá búið að selja mörgum 900 kr. snúru á 1.995-3.495 kr.?
Ég mæli með að fólk versli við ódýrasta aðilann hverju sinni, nema það sé þeim mun hagkvæmara að versla við álagningarverslanir og fá "verðverndina".
Tja ef þú kaupir philips sjónvarp og finnur sony sjónvarp ódýrara annarstaðar en hjá elko, viltu þá fá borgaðan mismuninn? :)
SvaraEyðaFirewire snúra er ekki sama og firewire snúra, fullt af vörumerkjum og mismunandi gæði.