þriðjudagur, 31. mars 2009

Ha, okur í 10/11...?!

Ekki veit ég hvort það taki því að tala um okur í 10/11 verslunum en um daginn var mér þó nóg boðið. Reyndar á þetta sér smá forsögu því í desember átti ég leið í 10/11 til að kaupa mér kveikjara, þeir höfðu þangað til verið á verðbilinu 80 - 150kr en þetta kvöld var mér seldur kveikjari á 279 krónur. Mér fannst það heldur dýrt en hló þó að þessu og ákvað að ekki skyldi ég kaupa aftur kveikjara hjá þeim. Svo lenti ég í því um daginn að ég gleymdi kveikjaranum mínum og sárvantaði eld. Ég var rétt hjá 10/11 verslun en minnugur kveikjaraokursins þá ákvað ég að gerast hagssýnn og kaupa mér eldspítustokk. Þangað til fyrir um ári kostaði einn svona stokkur 10 kall en þá hækkaði hann á flestum stöðum upp í 15 krónur. En mig rak í rogastans þegar ég kíkti á strimilinn, eldspítustokkurinn kostaði 69 krónur. Það má líkja þessu við að ef mjólkurlítrinn hafi kostað 100 kall fyrir ári þá kostaði hann 690 krónur í dag eða að hægt væri að tala jafnlengi í gsm frelsi fyrir 6900 krónur í dag og fyrir 1000 krónur fyrir ári. Ef verslanir hegðuðu sér almennt svona og hækkuðu allar vörur um þessa prósentu, þá væri nú gaman að lifa, maður myndi sleppa við að fara í búðina og éta gras.
Friðrik Atlason

1 ummæli:

  1. While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
    EX : View Source.
    http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
    Written it very smart!
    I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
    (sr for my bad english ^_^)

    email: ya76oo@ya76oo.com
    thanks.

    SvaraEyða