miðvikudagur, 18. mars 2009

Stóra Coca-Cola hneykslið

Ég held að ég hafi komist að svolitlu um matvörubúðina Krónuna, það virðast vera samhæfðar aðgerðir hjá kassafólki þar að þegar maður kemur með kippu af kóka kóla á kassa þá stimpla þau inn 6x 2L (þ.e 1 flaska 6 sinnum) í staðinn fyrir að stimpla bara strikamerkið á kippunni. Þegar 1 flaska er stimpluð 6x þá kosta þessar sex flöskur 1158kr umþb en ef kippu strikamerkið er stimplað er verðið 1099kr.
Ég hef oft velt þessu fyrir mér þegar ég sé kassafólkið stimpla inn sex flöskur í staðinn fyrir eina kippu en aldrei náð að skoða verðmuninn
á skjánum fyrr en eftirfarandi átti sér stað.
Ég var um daginn að kaupa mér kók. Smellti kippunni á kassann og fylgdist með verðskjánum. Stúlkan stimplaði fyrst strikamerkið á kippunni
og ég greip verðið á skjánum 1099, augnabliki síðar kallar kassadaman á næsta kassa sem var greinilega yfir til stelpunnar að stimpla 1 flösku 6x sem hún og gerði- ég sá verðið -1158, þegar ég mótmælti þessu og bað stúlkuna að stimpla strikamerkið góða
sagði hún bara þvert nei-ég ákvað að snúa mér að hinni eldri dömunni og spyrja hana hverju þetta sætti- hún sagði þetta vera merkt svona í hillu,
Ég tók hana á orðinu og fór og gáði-enginn merking fyrir kippurnar-ég fór til baka og sagði henni það- hún varð snúðug greyið og hafði fá svör.
Í því kom annar starfsmaður og spurði hvað gengi á, sem ég og sagði honum- hann lét þá yngri stimpla strikamerkið og svo flöskuna 6x
skoðaði verðmuninn og sagði að auðvitað ætti ég að borga lægri upphæðina-málið dautt- ég fékk 59 kr mínar :)
Mér finnst samt grunsamlegt að þessi ágæti starfsmaður hafi þurft að sjá verðmuninn svona stimplaðann í kassann til að átta sig, hvað þá kassastelpurnar.
Svo fór ég í dag og keypti mér aftur kippu í annari krónubúð- í þetta skiptið sleppti ég að setja kippuna uppá kassan heldur tíndi
vörurnar upp-tók strikamerkið af kippunni og rétti henni á meðan ég keyrði hana framhjá í kerrunni- Fannst ég sjá smá stút á vörunum en ekkert var sagt.
Hvort einhver fótur er fyrir þessu eða hvort ég er bara ímyndunarveikur veit ég ekki allveg en það er jú víst að safnast þegar saman kemur.
Ívar Larsen,
Múgur og margmenni/fáfræðingur-PhD.

4 ummæli:

  1. Einu sinni vann ég í Hagkaup og þar var okkur bannað að skanna inn verðmiðann á kippunni. Endaði með að Hagkaup lét óvirkja það strikamerki svo kippann færi upp á borð og skönnuð 6 x 1 flaska.

    SvaraEyða
  2. Enda er það nauðsynlegt öryggisatrið að kippan fari upp á borðið, sama hvort merkið á miðanum virkar eða þarf að skanna 6x1 flösku ..

    SvaraEyða
  3. Hvers vegna í ósköðunum er það "nauðsynlegt öryggisatriði" að kippa af flöskum fari uppá borð??? Ég hef nú bara mjög oft látið starfsmann fá miðan með strikamerkinu og keyrt kipppuna í gegn í kerrunni. Það hefur nú aldrei skapast neitt "óöryggi" vegna þess.

    SvaraEyða
  4. Það er öryggisatriði vegna þess að óprúttnir aðilar eiga til að fela vörur undir kippum í kerrunum hjá sér. Ef þú færð að rétta bara miðann en skilja kippuna eftir í kerrunni er afgreiðslumanneskjan ekki að vinna vinnuna sína.

    SvaraEyða