mánudagur, 30. mars 2009

Blu-ray spilarar í Sony center

Ég fór í Sony Center í Kringlunni í gær til að spyrjast fyrir um Blu-Ray (High definition DVD) spilara. Sá spilari (týpa BDP-S550) sem ég hafði mestan augastað á var ekki til hjá þeim en afgreiðslumaðurinn sagði að það væri mögleiki að panta hann inn. Ég spurði hvað hann mundi koma til með að kosta og þá var svarið: 149.900 kr. Á heimasíðu Sony Centers (www.sonycenter.is) eru engar verð- eða vöruupplýsingar en í staðinn er maður fluttur yfir á alþjóðlega Sony síðu, www.sony.co.uk. Þar eru upplýsingar um spilarann og verð skráð: 319 pund. Á núverandi gengi (28.03.09) svarar það til ca. 54.550 kr. Það væri fróðlegt að vita hvernig þessar viðbótar nærri 100.000 kr. sem Sony Center leggur á spilarann eru tilkomnar??? Ítreka einnig að þetta verð, 319 pund, er fengið á síðu sem þeir sjálfir vísa á!
Kv. Axel Ólafur Smith

5 ummæli:

  1. Eyjólfur Jóhannsson , Vörustjóri Sony hjá Sense ehf, eiganda Sony Center svarar;

    Þarna hefur Axel fengið rangar upplýsingar frá starfsmanni í Sony Center, sem ég harma og biðst velvirðingar á.

    Staðreyndin er sú að BDP-S550 hefur aldrei verið fluttur inn af okkur en líklegt er að starfsmaður Sony Center hafi miðað við verð á eldri týpu sem var umtalsvert hærra en á viðkomandi spilara. (BDP-S500)

    Ef við reiknum verð á BDP-S550 hingað kominn myndi verðið vera um 95.000.- kr.
    Ef við tökum það verð sem boðið er á Sonystyle bætum við það 7.5% tolli og 25% vörugjaldi sem
    Blu-Ray spilarar bera á íslandi er verðið komið í u.þ.b. 73.500.-

    Ef við tökum síðan með í reikningin muninn á VSK í Bretlandi og Islandi (17% - 24.5%) er verðið orðið u.þ.b. 80.000.-
    Munurinn sem eftir er skrifast væntanlega á að innkaupsverð söluaðila er væntanlega lægra í Bretlandi vegna meiri innkaupa og síðan hærri flutningsgjöld (ath. öll aðflutningsgjöld reiknast ofan á flutningsgjöld) auk þess sem við tökum 2ja ára ábyrgð á móti 1 árs ábyrgð í Bretlandi

    Við innflutning á Sony reynum við að tryggja að við getum boðið neytendum þetta frábæra vörumerki
    á sanngjörnu verði og leggjum okkur fram um að veita afburða þjónustu.
    Ég vona að þessi útlistun skýri að mestu þann mun sem Axel sýnir fram á í póstinum sínum

    Kveðja
    Eyjólfur Jóhannsson
    Vörustjóri Sony Neytendabúnaðar

    SvaraEyða
  2. væri ekki bara mun sniðugara að kaupa sér Sony Playstation 3, á um 70.000 og fá svo miklu meira en bara Blu-Ray spilara?

    SvaraEyða
  3. Ég þakka góð svör frá Eyjólfi og mun snúa mér í Sony Center aftur fljótlega til að fá nánari upplýsingar.

    Kveðja, Axel Ólafur Smith

    SvaraEyða
  4. While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
    EX : View Source.
    http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
    Written it very smart!
    I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
    (sr for my bad english ^_^)

    email: ya76oo@ya76oo.com
    thanks.

    SvaraEyða
  5. auk þess er blu ray spilari go hd dvd spilari ekki það sama þannig að ekki blanda því saman

    SvaraEyða