Eftir að hafa heyrt auglýsingar Símans um sex vini óháð kerfi skráði ég mig á heimasíðu Símans og óskaði eftir símhringingu varðandi slíkt tilboð.
Daginn eftir hringdi í mig sölumaður frá Símanum sem spurði mig hvort ég hefði ekki óskað eftir tilboði. Ég spurði hann hvort þetta væri rétt með að þeir væru að bjóða upp á sex vini óháð kerfi.
Hann sagði svo vera, að þar væri mánaðagjaldið 1.990 kr. og þá sagðist ég vera tilbúinn að skrá mig í þá þjónustu. Nokkrum dögum seinna fékk ég nýtt kort frá Símanum og var þar með laus undan okri Vodafone.
Því kom mér mjög á óvart að lesa í DV að þessi leið, sex vinir óháð kerfi væri þannig að aðeins væru innifaldar 1.000 mínútur á mánuði + 500 SMS. Ég skoðaði heimasíðu Símans nánar og komst að því að það væri rétt.
Þarna tel ég að um mjög villandi auglýsingu sé að ræða sem og söluaðferðir sem eru Símanum til vansa. Fyrirtækið getur snúið útúr þessu á hvern hátt sem það vill en ef það vill vinna sér inn traust viðskiptavina ætti það frekar að birta gegnsæja verðskrá á vefnum sínum heldur en að blekkja fólk undir frasanum "aðgerðaráætlun fyrir heimilin".
Daði
Nú syng ég þennan söng enn og aftur. Hvar eru Neytendasamtökin,Neytendastofa og Póst og Fjarskiptastofnun? Ég sendi Neytendasamtökunum bréf og svo fór það til Neytendastofu og svo Póst og Fjarskiptastofnun því enginn vildi kannast við að hækkanir og viðskiptahættir hjá Símanum heyrði undir þá. Nú er mánuður síðan og ekkert heyrist frá þessum aðilum hvorki til mín né í fjölmiðlum. Á ég virkilega að þurfa að mæta með kröfuspjöld fyrir utan þessar stofnanir til þess að þær fari að sinna sínu starfi? Og hvað ætli margir viðskiptavinir Símans eigi heimtingu á því að fá stofnkostnað sinn hjá þeim endurgreiddan vegna vanefnda á samningi þeirra megin? Bíddu er ekki rétt að flugfélögunum var skikkað að auglýsa fullt verð með sköttum og gjöldum og einnig að það kæmi fram strax á fyrsta stigi bókunar á heimasíðu þeirra. Á ekki hið sama að gilda um Símann á ekki að koma fram fullt verð og skilmálar þ.e. Mánaðargjaldið og kvótinn. Ætti ekki auglýsingin að hljóma svona Frítt í 6 gsm númer óháð kerfi gegn 1990 kr mánaðargjaldi ?
SvaraEyðaef þú ferð á síðuna hjá Símanum þá geturðu alveg lesið þig til um þessi tilboð.. öll verð eru tekin fram og þessar 1000 mínútur og 500 sms koma vel fram.
SvaraEyðaJá en í auglýsingunum er ekki tekið fram þetta mánaðargjald sem gerir þetta mjög óspennandi nema þú sért stórnotandi og er líka mjög villandi og gefur upp ranga mynd af tilboðinu. Það er t.d. mjög villandi að flugfélögin séu hætt að auglýsa verð báðar leiðir heldur einungis aðra leið án þess að það sé sérstaklega tekið fram í auglýsingum þeirra.
SvaraEyðaÉg er hjá Nova og er með stórnotendapakka.
SvaraEyðaÞar borga ég 5900kr á mán fyrir 1000min og 500sms í hvern sem er í hvaða kerfi sem er.
Það dugar mér fínt, fer aldrei yfir þessa upphæð, áður þegar ég var hjá símanum með sambærilega notkun var ég að borga 10-12.000 kr á mánuði.
Mæli með Nova.
Mæli líka með NOVA. Símreikningur heimilisins lækkaði um helming eftir að við fluttum okkur.
SvaraEyðaEf ég skil þetta rétt, þá er fyrsti mælandi að kvarta yfir að fyrir 1990kr er frítt að hringja í vini hjá Símanum, en "Nafnlaus" segir, ég borga 5900,kr hjá Nova fyrir jafnmargar mónútur. Ég sé ekki sparnaðinn þar á ferð.. frekar tek ég þá pakkan hjá Símanum.
SvaraEyðaNema í Nova eru það 1000min og 500sms í hvern sem er í hvaða kerfi sem er. En einungis í þessa 6 vini sem þú skráir hjá símanum. Og tel ég það vera tvennt ólíkt og sjálfur hringi ég í mikið af mismunandi fólki og gegnast því símavinir takmarkað.
SvaraEyðaSímreikningurinn minn lækkaði alveg fáránlega eftir að ég fór í nova, sérstaklega þar sem svo margir vinir mínir fóru þangað og það er alltaf frítt nova í nova
SvaraEyðaÞað er hægt að finna sömu sögu varðandi okur og lélega þjónustu hjá hverju einasta fjarskiptafyrirtæki á Íslandi
SvaraEyðahttp://okursidan.blogspot.com/2012/02/dagnet-vodafone-hkkar.html
http://okursidan.blogspot.com/2010/04/vodafone-i-feitum-bitum-um-paskana.html
http://okursidan.blogspot.com/2012/02/vegna-reikninga-fra-tal-fyrir-oveitta.html
http://okursidan.blogspot.com/2009/03/tal-og-vanskilaskrain.html
http://okursidan.blogspot.com/2012/01/siminn-hkkar-ver-myndlykils.html
http://okursidan.blogspot.com/2011/11/siminn-okrar-rafhlou.html
Þó að fólk færi sig milli fyrirtækja þá er grasið ekkert endilega grænna hinu megin. Þetta virðist bara vera bundið heppni liggur við.