miðvikudagur, 18. mars 2009

Heimsmet í OKRI

Í gær þurfti ég að útvega kunningja mínum gasolíusíu í 18 manna litla IVECO rútu. Núverandi umboðsaðili fyrir IVECO er Bifreiðar og landbúnaðarvélar og var því farið þangað til að kaupa síuan. Hún var til og kostaði litlar IKR. 24.500 pr. stk. Tutttugu og fjögurþúsund og fimmhundruð 00/100-. Mér blöskraði verði og hætti við að kaupa síuna. Vélaver var með umboðið fyrir þessa bíla þar til í haust og er því með varahluti líka. Þar kostar sama sía orginal frá IVECO IKR. 3. 400. Þrjúþúsund og fjögurhundruð 00/100 - munurinn er um 720% sjöhundruð og tuttugu % hærri. Einnig er hægt að fá universal síur hjá N1 á um IKR. 3.200
Kveðja,
Tryggvi Árnason

1 ummæli:

  1. Því stærri sem fyrirtækin eru því skítugri viðskiptahættir.

    SvaraEyða