fimmtudagur, 26. mars 2009

Ekki versla í Babysam!

Ég keypti kerrupoka hjá Baby Sam fyrir ári síðan. Var úti í frosti með pokann fyrir norðan um daginn og þá kom fram olía meðfram saumunum á pokanum. Pokinn er ljós á litinn þannig að þessir blettir eru MJÖG áberandi og svo er náttúrulega olíulykt af honum. Ég hafði samband við þá og sagði afgreiðslukonan að þetta væri olía úr saumavélinni og bauðst til að gefa mér smá afslátt og sögðu svo að þetta myndi fara í þvotti. Ég vildi nú frekar fá nýjan en sagði hún að þeir ættu þessa tegund ekki lengur til og þeir sem væru til væru ekki eins góðir og þessi. Þannig að ég auðvitað þvoði pokann og olíublettirnir versnuðu við það!!!!
Ég hafði aftur samband við verslunarstjóra Baby Sam og hann bauð mér að skila pokanum og fá endurgreitt. Ég sagði að það gagnaðist mér ekki neitt því í einhverju þyrfti barnið að sofa og vildi fá annan sambærilegan poka í staðinn (svona pokar náttúrulega búnir að margfaldast í verði síðan ég keypti hann). Verslunarstjórinn þvertók fyrir það þar sem hann sagðist bara vera með mun dýrari poka til sölu en þennan sem ég keypti (eðlilega þar sem pokinn var keyptur fyrir bankahrunið og myndi þessi sami poki vera mun dýrari í dag). Þannig að ég sit uppi með gallaða vöru sem ég fæ ekki bætt þar sem ég ætla ekki að fara að punga út haug af peningum til að fá annan kerrupoka fyrir barnið mitt. Þetta kallar maður sannarlega að gera vel við kúnnann eða hitt þó heldur!!!! Vildi að ég hefði vitað fyrr hversu þjónustulundað fyrirtæki Baby Sam er því þá væri ég ekki búin að versla við á vel yfir annað hundrað þúsund síðan guttinn fæddist fyrir ári síðan!!!
Ég hef heyrt að öllum líki rosa vel að versla við BabySam þangað til að þeir lendi í veseni eins og að þurfa að skila gallaðri vöru. Ég var að tala við Neytendasamtökin og það eiga allir rétt á að fá vöruna viðgerða eða nýja sambærilega vöru, þá er verið að tala um sambærilega í gæðum ekki verði. En það er rosalega erfitt að segja hvað er sambærilegt og sanna það. Afgreiðslukonan í BabySam sagði að minn kerrupoki væri mun betri en þeir pokar sem þeir eru með í sölu núna en verslunarstjórinn segir öfugt!!!! Og ef ekki er til neitt sambærilegt (sem mjög erfitt er að meta) þá á maður rétt á endurgreiðslu........ Konan sem ég talaði við hjá Neytendasamtökunum fannst þetta vera MJÖG lélegt hjá BabySam!!
Kv. ein ósátt við mjög lélega þjónustu......

14 ummæli:

  1. bíddu las ég ekki rétt? Verslunarstjórinn bauð þér að taka pokann til baka og endurgreiða hann að fullu? Ekki getur verslunin gert neitt við því að það hefur orðið bankahrun í millitíðinni.
    Þetta er hálf undarleg kvörtun verð ég að segja.

    SvaraEyða
  2. Það er hagur verslunarinnar að endurgreiða pokann í staðinn fyrir að láta viðkomandi hafa nýjan eða sambræilegan/betri poka. Auðvitað á fyrirtækið að láta hana hafa betri poka heldur en þann sem hún var með ef hann er ekki til eða bjóðast til að gera við vöruna.

    SvaraEyða
  3. Ef ég skil rétt þá er verslunarstjórinn búinn að segja að það sé ekki til sambærilegur poki, þó svo að afgreiðslustúlka hafi sagt það, og er þar að auki búin að bjóðast til að endurgreiða þér pokan. Mér finnst ekki að þú eigir rétt á að fá betri poka í staðinn ef ekki er til sambærilegur. Ég hefði bara sátt tekið peninginn.

    SvaraEyða
  4. Vinn sjálfur í verslun og skv. neytendalögum og áðurnefndu neytendasamtökum er verslunum það að fullu leyfilegt að rifta kaupsamningum sem gerður var ef um galla er að ræða og ekki er til sambærileg vara til að bæta fyrri vöru með.

    Verslunin sem ég vinn hjá ræddi sérstaklega við Neytandasamtökin til að ath. hvort þetta væri leyfilegt undir vissum kringumstæðum.

    SvaraEyða
  5. Allt í lagi þetta er löglegt en siðlaust.

    SvaraEyða
  6. Hvað með að hætta þessu væli og prófa penslasápuna sem Dr. Gunni er nýbúinn að mæla með?
    http://blogg.visir.is/drgunni/?p=325

    SvaraEyða
  7. Er ekki í lagi með þig vinan?

    í fyrstu málsgrein segir þú að þér hafi verið boðin "smá afsláttur". Ekki getur þú þess sem ég vænti að þú hafir þegið hann - þ.e fengið hluta kaupverðsins endurgreiddan sem miskabætur fyrir gallan á vörunni!

    Þess utan segir þú að þú hafir keypt þennan poka fyrir ÁRI SÍÐAN - geri ráð fyrir að barnið þitt sé búið að kúra vært í ömurlega olíublauta og illa lyktandi pokanum í HEILT ÁR áður en þú heimtar -- já, mercedes poka fyrir skódann sem þú keyptir - af því að báðir eru seldir í sama umboðinu!

    Mér þykir þetta innlegg þitt vera eitt það eigingjarnasta, frekasta og óforskammaðasta sem ég hef séð frá nokkurri manneskju sem ber ábyrgð foreldris!

    Skammastu þín!

    SvaraEyða
  8. Sammála síðasta ræðumanni.. En það eru einmitt svona færslur sem gera okursíðuna svo hlægilega ;)

    SvaraEyða
  9. Það er greinilegt að annað hvort eigandi eða starfsmaður babysam hefur svarað hér á undan.
    Fynst ykkur eðlilegt að láta barnið ykkar ligja í olíu baði eða fnik. ég er ekki fróður maður en ég veit þó eitt að vélar olía er krabameinsvaldandi.
    Það er ekk af ástæðulausu að það er sagt að maður skuli nota þar til gerða vetlinga. En ég veit ekki hverskonar olíu er notað á saumavélar erlendis í asíu eða indlandi þar sem afköstin skipta mestu máli ekki heilsa starfsmanna mé barna.
    Fyrir utam það þá getur vel verið að konan hafi keypt Porsche fyrir ári síðan og nú bjóða þeir henni Trabant.
    Það sem ég hefði gert ef ég hefði átt versluna þá hefði ég skipt pokanum þeigjandi og hljóðar laust út fyrir annan jafngóðan eða betri.
    Því einn ánægður kúni segir kanski 2 til 4 frá sem seigja svo öðrum en ef þú er fúll þá seigir þú öllum heiminum frá því og fyrirtækið fær hnikk á sig fyrir vikið.
    Svo að lokum ég efast að konan hefði keyft pokan, ef sölumaðurin hefði sagt fyrir ári síðan að hann væri löðrandi í olíu.

    SvaraEyða
  10. Er það bara ég, eða er frekja og tilætlunarsemi í kúnnum búin að margfaldast undanfarna mánuði??? Vissulega eru mörg dæmi um okur og lélega þjónustu, en sumir virðast vera að týna til ótrúlegustu hluti sem innlegg í annars þarfa umræðu (eins og td þessi grátbroslega færsla).

    SvaraEyða
  11. Þessi kona er nú bara kúkú sko

    SvaraEyða
  12. Góðan daginn aftur.

    Þú sem segir mig "greinilega" starfsmann eða eiganda viðkomandi verslunar þá hefur þú rangt fyrir þér algerlega.

    Lestu bara upphaflega innleggið eins og ef þú hefur vott að skilningi á riðuðu máli þá finnur þú eflaust nákvæmlega sömu niðurstöðu og ég.

    Hvar má sjá niðurstöður um tengsl saumaolíu og krabbameins (bara forvitni)

    Ég er ekki í vafa að svona framkoma viðkomandi viðskiptavinar er engum nema honum sjálfum til vansa. Amk þá mun ég mæla eindregið með viðskiptum við babysam og lofa viðskiptahætti fyrirtækisins eftir að hafa lesið um "ömurlegu" þjónustuna (og versla þar sjálfur þegar/ef ég eignast börn).

    Annars ber að þakka Dr. Gunna fyrir framlag til hagsbóta fyrir okkur neytendur :) TAKK

    SvaraEyða
  13. Long-term exposure (365 days or longer) of the skin to used mineral-based crankcase oil causes skin cancer in mice. PAHs in the oil have been identified as the cancer-causing agents because some PAHs are known to cause cancer and because the carcinogenicity of various batches of the used oil increased with increasing amounts of PAHs in the oil. The Department of Health and Human Services (DHHS), the International Agency for Research on Cancer (IARC), and the EPA have not classified used mineral-based crankcase oil with regard to its carcinogenicity in people.

    Information excerpted from

    Toxicological Profile for Used Mineral-Based Crankcase Oil 1996 Update
    Agency for Toxic Substances and Disease Registry
    United States Public Health Service

    SvaraEyða
  14. Hér er grein um Skaðsemi lang tíma snertingu af olíu. Og mér fynst fáránlegt að fólk skuli altaf þurfa að níðast á þein sem minna meiga sín.
    Ég veit að vísu ekki um hag þessarar konu. Hvort hún er einstæð eða kanski er hún lálauna maneskja og kanski notaði hún skýrnar peningana sem hún fékk frá vinum og vanda mönnum til að kaupa góðan svefn poka fyrir barnið sitt. svo kemur fólk og rakkar hana niður þið ættuð að skammast ykkar.
    Fynst ykkur ekki fáránlegt að fyrirtæki, text altaf að fara fram hjá lögunum þegar þeim hentar og fara illa með kúnan.
    Ég veit ekki betur en jú að það voru fyrirtækin sem setu þjóðina í gjaldþrot sökum þess að þeim tókst að fara fram hjá lögunum.
    Og eitt að lokum ef Babysam hefði verið verslun í Bandaríkjunum þá hefði hún hiklaust bætt vöruna og beðist afsökunar. Annars hefði fyrirtækið verið lögsótt og orðið gjaldþrota eftir það. Þar eru að vísu öfganir í kolvitlausa átt. Mér fyndist að Við Íslendingar ætum að standa saman núna og hlúa bæði af litlum sem stórum einstaklingum, og fara milli veigin. Því ef babysam hefði bætt pokan með öðrum betri þá hefðu þeir rukkað byrgjan um þetta tjón.Byrgin mundi síðan rukka framleiðandan af þessu svo þetta hefði ekki þurt að kosta þá neitt = 0.kr.

    Og p.s. og það sem ég átti við með olíuna er sú að það hefur ekki verið mjög holt fyrir barnið að anda þessu inn alla daga.
    en sennilegar er þetta jurta olía og hún er ekki eins skaðleg.
    Kær kveðja viðar

    SvaraEyða