föstudagur, 20. mars 2009

Guðrún blæs út um okurástandið í yndislega landinu

Góðan daginn, ég er nánast orðin orlaus á þessu okurástandi á þessu
líka yndislega landi.
Heildsölurnar og búðirnar eru að kafna úr græðgi og mér finnst alveg
vera komin tími til að það verði sett þak á álagningu. Og stofnuð
verði enn ein nefndin til að fylgjast með.
Ég veit að það er frjáls álagning sem er jú kannski alveg í lagi ef að
fólk misnotar hana ekki og fer upp í og yfir 700% álagningu.
Ikea var að gorta sig á að halda verðinu hér á landi óbreyttu í haust
og fengu plús fyrir það, svo neyddust þeir til að hækka allt sem jú
maður skilur alveg vegna gengisbullsins, en boy o boy af hverju eru
þeir ekki byrjaðir að lækka vörurnar núna, þessi búð er orðin alveg
gubb dýr og við ættum að sniðganga hana þangað til að þeir sjái sóma
sinn í að byrja að lækka. Maður gat farið og keypt nokkra smáhluti til
að lífga upp á heimilið fyrir lítinn pening, en í dag kostar það
hálfann handlegginn og nokkra putta. Þetta er bara Ikea ekki ILVA eða
Húsgagnahöllin.
Svo er það Cosmo, sem heldur áfram að hækka vörur hjá sér þrátt fyrir
gengislækkunina. Ég sá kjól þarna í lok febrúar sem kostaði 16.900 og
svo kom ný sending í byrjun mars og sami kjóll hafði hækkaði um 2.000
þetta er ekki eðlilegt.....mikill vill alltaf meira og
verslunareigendur eru hreinlega að kafna úr græðgi. Ég vill beda öllum
þeim sem eru að versla við Cosmo að kynna sér vöruúrvalið hjá Kiss
( sem er nú ekki þekkt fyrir að vera ódýr) og svo eins í Kóda í
Keflavík því það getur munað allt að 100%, 200%, 300% og meira af sömu
vörum á milli þessara verslana samt eru þessar búðir með góða
álagningu á vörunum. Við verðum að vera vakandi og sniðganga þessar
búðir sem eru í bullinu og ætla að halda áfram í því. Við erum búin að
láta bjóða okkur upp á svínslega álagningu í nokkuð mörg ár en nú er
nóg komið. Fólk ættu að hópa sig saman og skella sér til Keflavíkur
eða upp á Skafa því það er engin smá munur á verðlaginu á nákvæmlega
sömu vörunum og hérna í bænum. Það má gera sér glaðan dag og fara í
verslunarferð til nærliggjandi kaupstaða ;)
Þegar að góðærið var þá var bara allt keypt fyrir uppsett verð þó svo
að það væri komið upp úr öllu góðu hófi, hva það var góðæri þetta var
hugsunarhátturinn og kannski ekki skrítið að ástandið sé svona í dag ;)
Þessi gengishækkun á alveg pottþétt ekki eftir að skila sér til baka
nema að hluta til frekar en hérna um árið þegar að dollarinn fór upp í
110 kr og allt hækkaði en það lækkaði bara hluti af vörunum aftur.
Nema að við neytendurnir verðum vakandi og hættum að láta bjóða okkur
upp á svona græðgisbull. Þetta er eins og með Olíufélögin þau hækka
allt um leið og gengið hækkar en svo bara tekur það heila eilíf að
lækka það aftur þegar að allt fer niður og þá bara segja þeir að þeir
hafi ekki hækkað álagniguna svo lengi að það sé ástæðan bull og
helv...vitleysa.
Ég fór með syni mínum í Smash um daginn og honum langar svo í Carhartt
buxur sem kosta í dag 17.900. þær kostuðu 12.900.- ( sem mér finnst nú
bara vera alveg nóg ) fyrir hrun svo hækkuðu þær upp í byrjun upp í
13.900 og svo í haust skutust þær upp í 17.900. Drengurinn vildi
hermannalit sem var ekki til í hans stærð e það voru til aðrir litir í
hans stærð sá sem okkur afgreiddi sagði að það væri von á nýrri
sendingu eftir 2 vikur og ég ok glæsilegt. En svo bætti hann við og
sagði að maður veit aldrei þær gætu nú alveg hækkað eitthvað og ég
bara af hverju ætti það að gerast og hann yppti bara öxlum. Ég sagði
honum að það væri ekki skiljanlegt ef að þær myndu hækka þar sem
danska krónan hefði nú lækkað töluvert, svo kom annar sem var að
afgreiða þarna líka og ég spurði hann getur verið að buxurnar hækki
þegar að þær koma næst og hann nei það eru svona 99.9% að það gerist
ekki. Og þá saðgi ég þær ættu í rauninni að lækka miðað við að gengið
er nú búið að vera á niðurleið en auðvitað myndu þau ekki lækka vöruna
aftur, þar sem þetta er hátískuvara og krakkarnir vilja þetta og
versla og auðvitað nýta þau sér það. Ég sá í sömu búð Vans skó sem
kostuðu 12.900 og ég sagði ertu ekki að djóka í mér með verðið á
þessum og hann alveg nei. Ég bara missti andlitið því ég fór til USA í
haust og þá var gengið á dollaranum 130 já 130 og ég verslaði 4 pör af
Vans skóm á 10.400 halló þetta er ekki alveg í lagi. Það er ein sem ég
þekki sem er með búð í Kringlunni og hún á ekki til orð yfir þessu
liði sem er ennþá að selja á okurgengi þrátt fyrir nýjar sendingar á
lægra gengi, hún sagði mér einmitt að þegar að allt fór upp þá hefðu
búðirnar bara hækkað alla línuna þrátt fyrir að eiga á lager gamlar
vörur á lágu gengi, þetta er náttúrulega bara ógeð að þetta skuli
viðgangast.
Ein saga úr Ísbúðinni í Kringlunni, ég ætlaði að bjóða syni mínum upp
á bragðaref og hann spurði hvað kostar lítill bragðarefur og þá sagði
stúlkan hann er á tilboði núna á 790 kr ef þetta er ekki okur þá veit
ég ekki hvað. Sonur minn hvíslaði að mér mamma eigum við ekki að kaupa
þetta í annari ísbúð því honum blöskraði verðið.
Svo fórum við í Vesturbæjarísbúðina þar sem risa bragðarefur kostar
það sama og sá minnsti í Kringlunni 790 kr og þá er ég að tala um risa
risa.
Verum vakandi og dugleg að skrifa hérna inn og deila því þegar að við
verðum uppvís af svona okurbulli og eins þegar að búðir eru að gera
góða hluti eins og að lækka vöruverð. Þá getum við sniðgengið þær
búðir sem ætla að halda sig í bullinu og valið að versla í hinum sem
eru að gera góða hluti.
Svo ég haldi nú áfram þá var sonur minn að koma frá Englandi og þið
vitið nú að gengið er hátt þar í landi. Hann keypti sér G-star Raw
buxur sem kostuðu þar tæplega 14.000 sömu buxur kosta rúmlega 24.000
hérna heima, hvernig er hægt að útskýra þennan verðmun. Hann fór í
Karen Millen og var að ath með kápu sem ég var að spá í ok hún kostar
rúmlega 47.000 hérna heima en nota bene 32.000 þarna úti og þetta er
ekki heildsala heldur smásala. Það er eins og ég segi ég veit ekki
hvernig þessir eigendur hafa samvisku í að taka okkur samlanda sína í
ósmurt r********.
Ég gæti haldið endalaust áfram.......en stoppa nú ;)
Kveðja,
Guðrún

4 ummæli:

  1. Ikea segjast byrjaðir að lækka verðin, sbr.
    http://blogg.visir.is/drgunni/?p=322

    SvaraEyða
  2. Ég hætti að lesa eftir þriðju línu.
    Hér veður þú úr einu yfir í annað án þess að koma með bil eða línur á milli. Smá ábending.
    Þegar þú ert búinn að fjalla um ákveðið viðfangsefni

    Þá gerir þú bil

    og byrjar á því nýja,
    þúskrifarekkialltíbelgogbiðuþannigaðmjögerfittséaðlesaþað.
    Þú skrifar ekki allt í belg og biðu þannig að mjög erfitt sé að lesa það.

    Kv.
    Anonymous

    SvaraEyða
  3. á ég að hringja í vælubílinn fyrir Anonymous hérna að ofan

    SvaraEyða
  4. Tek undir með fyrri nafnlausum. Textaveggur sem ég nenni engan veginn að brjótast í gegnum.

    SvaraEyða