föstudagur, 20. mars 2009

Gjafakort Kringlunnar

Vil koma á framfæri óánægju mína með gjafakort Kringlunnar.
Gjafakortin eru í formi debetkorts og gilda í allar búðir Kringlunnar. Stóri ókosturinn við þessi kort er sá að ekki er hægt að greiða upp í vörur ef innistæða kortsins er ekki næg fyrir viðkomandi innkaupum. Sem dæmi má nefna ef þú ætlar að kaupa þér skyrtu fyrir 5000 kr en átti bara 4500 kr inn á kortinu þá geturu ekki greitt með kortinu heldur verður að gjöra svo vel að finna þér skyrtu fyrir 4500 kr. Efast ég um að allir sem hafi átt gjafakort hafi náð að versla í Kringlunni fyrir nákvæmlega þá upphæð sem inn á kortinu er. Án efa liggja því víða margar ónotaðar krónur á þessum kortum sem Kringlan er að fá í vasann.
Einnig ef þú átt tvö eða fleiri gjafakort og vilt fá að sameina þau kostar það heilar 500 kr. per kort.
Með betri kveðjum,
Vala

12 ummæli:

  1. Ertu viss um að þetta sé svona?
    Ég fékk allavega inneign frá smáralind í jólagjöf og ég gat samnýtt kortin og borgað uppí ef vantaði .
    Minnir að það hafi líka gengið upp hjá manninum mínum í kringlunni .
    Þetta á að virka eins og debet kort tekur bara af kortinu vissa upphæð og borgar svp restina með peningum til dæmis.

    SvaraEyða
  2. bíddu, hverskonar vitleysa er þetta eiginlega ????
    Af hverju er ekki hægt að nota þetta eins og maður notar venjuleg debetkort í innkaupaferðum ?

    SvaraEyða
  3. Þetta er ekki rétt.
    Inneign á gjafakorti jafngildir pening og viðkomandi á að geta greitt með því inn á vöru.
    Viðkomandi verslun veit greinilega ekki betur!!

    SvaraEyða
  4. Sammála þeim sem eru búin að skrifa athugasemdir hérna. Ég gat notað gjafakort kringlunar upp í vöru í janúar sl.

    SvaraEyða
  5. Ég hef aldrei átt í vandræðum með það.. ég notaði gjafakort kringlunnar fyrir viku síðan og eina sem að ég þurfti gera að var að vita nákvæma stöðu á kortinu svo að afgreiðsludaman/strákurinn gæti slegið upphæðina á kortinu inn... mjög einfalt

    SvaraEyða
  6. Þetta er bull, hef oft notað hluta af gjafakorti og restina með pening

    SvaraEyða
  7. Já ég hef m.a.s. verslað í búð í kringlunni...vissi ekki alveg inneignina og afgr.maðurinn tékkaði á netinu hvað ég átti nákvæmlega inni á kortinu

    SvaraEyða
  8. Ég var að nota gjafakort úr Kringlunni sem ég fékk í jólagjöf upp í vöru í síðustu viku og það var ekkert mál.

    SvaraEyða
  9. Skrifast örugglega á óreyndan afgreiðslumann. Ég átti svona kort fyrir jólin, kláraði það í Hagkaupum þótt ekki væri nóg á því fyrir öllu sem ég var að kaupa, borgaði svo bara restina með kreditkortinu :)

    SvaraEyða
  10. Ég hef starfað í kringlunni í tvö og hálft ár núna og jú, þú getur notað gjafakort kringlunnar uppí hvaða vöru sem er. Ef þú átt tíkall á kortinu getur þú sett hann uppí það sem þú ert að kaupa og borgað restina með pening eða öðru korti.

    SvaraEyða
  11. Ég lenti í engum vandræðum með að nota innistæðuna á kortinu í Kringlunni og borgaði það sem upp á vantaði. Þessi hefur bara lent á slökum starfsmanni.

    SvaraEyða
  12. Virkar ekki í kassakerfinu sem ég vinn við verður fyrst að renna debet eða pening í gegn og svo kortinu þá virkar það annars tekur það alla upphæðina sem þetta kostar því þetta er visa kort samkvæmt valitor.

    SvaraEyða