föstudagur, 20. mars 2009

Tal og vanskilaskráin

Eftir að hafa fengið enn einn okurreikninginn frá Símanum ákvað ég að færa mig yfir til Tals. Ég skráði nafn og símanúmer á síðuna hjá þeim og fékk sölusímtal næsta dag. Þegar strákurinn í símanum hafði þulið upp hversu mikið allt heila klabbið kostaði var ég ekki lengi að samþykkja, enda mun betri skilmálar en hjá Símanum - hélt ég.
Í dag, þegar átti að fara að sækja nýjan beini til Tals, var mér svo tjáð að þar sem ég væri á vanskilaskrá þyrfti ég að reiða fram 40.000 krónur í tryggingagjald. Afsakið, þarna átti að sjálfsögðu að standa fjörutíuþúsundfokkingkrónur!
Hefði ekki verið hægt að minnast á þetta smáatriði áður en ég tók strætó niður á Suðurlandsbraut til að ná í stykkið?
Þegar ég svo hringdi og kvartaði voru svörin ósköp ámátleg: "æ, hann hefur bara gleymt að minnast á þetta"!
Í skilmálum Tals kemur reyndar fram að þeir áskilji sér rétt til að einnheimta tryggingagjald - en fjörutíuþúsundkall? Ég gekk auðvitað beinustu leið út og neyðist líklega til að láta Símann ræna mig áfram, því ekki er hægt að vera alveg síma- og netlaus.
Tinna G. Gígja

3 ummæli:

  1. Ja besta leiðin er náttúrulega að lenda ekki á vanskilaskrá. Alveg haugur af fólki á vanskilaskrá sem vildi fá að leigja íbúðina mína fyrir um 3 árum þar af ein manneskja sem skuldaði 100 þúsund krónur bara í GSM hvaða rugl er þetta.

    SvaraEyða
  2. hvaða rugl er þetta þú getur keypt þennan beini á sirka 12þ kr í tölvulistanum held ég

    SvaraEyða
  3. Ég hefði kannske átt að taka það fram að það er ekki eins og ég skuldi Símanum neitt, hvað þá Tali - ég lenti hinsvegar í árangurslausu fjárnámi (og auðvitað var það mér sjálfri að kenna) fyrir þremur árum síðan.

    Mér finnst bara fáránlegt að það skuli endalaust vera hægt að níðast á manni fyrir einhver mistök í fortíðinni. Og eins og var bent á hér fyrir ofan er ekki eins og þessi beinir sé 40.000 króna virði.

    SvaraEyða