laugardagur, 14. mars 2009

AB varahlutir ekki okur

Langar að mæla með AB-varahlutum. Þurfti að versla nokkra varahluti í bílinn minn. Á innkaupalistanum voru bremsudiskar að aftan (beggja vegna) og klossar. Spindilkúlur beggja vegna að framan og tvær númersljósaperur. Verðkönnun mín leiddi í ljós að þetta væri pakki uppá 45-50þús krónur (Hringdi á 2 staði). Þá datt mér í hug að prufa að hringja í AB-varahluti og viti menn, þar kostaði þessi pakki 25þús krónur. Svo mæti ég á staðinn og þá kemur í ljós að sem handhafi dælulykils frá Atlantsolíu fæ ég auka 12% afslátt. Pakkinn endaði því í c.a 22þús krónum sem ég var hreint ekki ósáttur við.
Mæli eindregið með AB-varahlutum, þeir segjast vera "ódýrastir" og samkvæmt þessu eru það engin ósannindi.
Haukur H. Þ.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli