þriðjudagur, 17. mars 2009

Vá mér brá!!

Ég varð að láta vita af þessu, þó svo að þetta er svolítið sérhæft dæmi.
Hringdi í N1 og spurðist fyrir um kerti í Mözdu 626 2000 árgerð. Maðurinn í símanum fletti þessu upp (út frá bílnúmeri) hjá sér og fann það út að þetta færu nokkuð sérstök kerti sem þyrfti í bílinn og kostaði stykkið 4996 krónur stykkið. Semsagt 19984 kr. fyrir þessi 4 sem ég þarf.
En þar sem það er kreppa og almenn skynsemi að hringja á fleiri staði og kanna önnur verð, hringi ég í Stillingu. Þar flettir sölumaður upp sama bílnúmeri og finnur hjá sér sömu gerð af kertu (geri ég ráð fyrir vegna þess hversu "sérstök" þau eru) og ÞAU VORU Á 849 KRÓNUR STYKKIÐ!!!!! Ég missti mig í símanum og sprakk úr hlátri og gólaði á hann að N1 væru að selja þetta á 4996 stykkið...var hann að grínast í mér!? hann skoðaði þetta nánar (og þá sá ég eftir að hafa spurt hvort hann væri að grínast..enda ágætis tala miðað við fyrri "ræðumenn") En svo var ekki. þetta var ekki djók. Það munar 16588 krónum á kaupunum á kertunum.
Fokk..
Kv. IG

1 ummæli:

  1. Svipað var með bremsuklossa sem ég keypti í Oktavíuna mína um daginn. Byrjaði á N1, þar sem þeir kostuðu um 20.000 en endaði í Stillingu á eitthvað um 5.000.-
    Ekki spurning að Stilling kann að stilla sig í verðlagningu.
    Kv. HÁ

    SvaraEyða