laugardagur, 21. mars 2009

Sparaði 30.000 með að versla ekki við Heklu

Ég þurfti að fara með bílinn minn (Skoda Oktavia 2005) í bremsuviðgerð. og fór í Heklu umboðið í Reykjanesbæ. þar átti viðgerðin að kosta 57.000.- með varahlutum. Klossarnir áttu að kossta 16.000. og 20.000 setin að framan og aftan. Þar sem mér blöskraðið uppsett verð þá hringdi ég í nokkrar varahlutaverslanir og endaði á því að fá klossa frá N1 á 7.900 og frá Max 1 á 5.300 þeir hjá Max1 settu klossana í fyrir 13.500. Endaði því viðgerðin í u.þ.b 27.000 kr. Ég sparaði því 30.000.- á því að hringja 5 símtöl og versla ekki við Heklu.
Kveðja
Hilmar Örn

2 ummæli:

  1. já en þess má til gamans geta þú ert ekki með orginal bremsuklossa heldur no name bremsuklossa frá N1

    SvaraEyða
  2. en kommon Hekla er eitt mesta okurglæpa fyrirtæki á landinu,
    svo er n1 oftast með góð vörumerki, að vísu er n1 ekkert voðalega ódýrt, ég færi frekar í AB varahluti eða poulsen í skeyfunni það er oftast besta verðið þar. svo er t,d bílkó í kópavogi, þar er hægt að fá leigt eða var allavega hægt að legja aðstöðu fyrir lítið og gera þetta sjálfur. það er mjög létt verk að skifta um bremsuklossa.

    SvaraEyða