laugardagur, 14. mars 2009

Bætur fyrir ógeðisdrykk

Mig langaði bara að benda ykkur vinsamlegast á grein í blogginu mínu sem ég skrifaði í dag…..mér blöskraði svo mikið við þetta að ég átti ekki til orð…

Sendi bara greinina í heilu lagi og link á bloggið mitt…..veit ekki hvort þið viljið nota þetta en ég er nokkuð sannfærð um að ef ég hefði lent í þessu annarsstaðar í heiminum þá hefði ég fengið betri skaðabætur en hér.

http://123.is/kollster

Vífilfell - OJ bara
Hér í vinnunni minni er ótrúlega fín aðstaða inn á eldhúsi. Við getum keypt ýmsar drykkjarvörur og hafraklatta með því ef manni langar í smá sætindi.
Ég lenti hinsvegar í því ótrúlega ógeðfelda atriði í vikunni að fá skemmda vöru.
Ég sat og borðaði með bestu lyst samloku með henni Ösp minni......með því þambaði ég í mig lítilli flösku af EPLA TRÓPÍ . Þegar ég var búin að svolgra þessu í mig þá varð mér það á að líta ofaní flöskuhálsinn...og þar tók á móti mér þessi líka ófagri MYGLUBLETTUR. Mér varð að sjálfsögðu óglatt þar sem ég var búin að tæma innihald flöskunnar oní mig í sakleysi mínu.
Nú jæja...ég sest við skrifborðið mitt og ákveð að skrifa mail til Vífilfells þar sem flaskan var í kæli og ekki runninn út svo mér fannst ekki við Te og Kaffi að sakast (þeir selja okkur vörurnar í gegnum Vífilfell)
Ég skrifaði mjög almennilegt póst en tók það auðvita skýrt fram að mér þætti þetta fremur ógeðslegt og yrði mjög glöð ef hægt væri að gera eitthvað í þessu fyrir mig.

Svarið sem ég fékk var mjög ómerkilegt.

það var nákvæmlega svona...

Sæl Kolbrún
Þakka þér fyrir að hafa samband við okkur.
Því miður getur svona komið fyrir (eins og þetta væri eðlilegasti hlutur í heimi og væri alltaf að gerast!) - þegar kælivörur eru annars vegar.
Þetta gerist yfirleitt í flutningum með vöruna.
Annað hvort ef varan fellur í hitastigi eða ef það kemst súrefni í flöskuna. (mér er alveg sama hvernig þetta gerist..ég vil bara fá þetta bætt)
Getur þú sent mér tölurnar sem eru á flöskuhálsinum ( fyrir gæðaeftirlitið) og kennitölu + bankaupplýsingar.
Við greiðum 400 kr.(sem sagt þeir greiða mér flöskuna sem ég drakk í mig tilbaka + auka heilar 180 krónur) í bætur inn á reikninginn þinn.
Mér þykir þetta mjög leitt - mjög ógeðfellt að lenda í svona
Kær kveðja og bestu þakkir
Þuríður

Hvað finnst þér ? er þetta þjónusta ?
Mér finnst það allavega engan vegin, ég hefði nú alveg tekið meira en 180 krónur fyrir að drekka þetta EF ég hefði vitað að ég væri að drekka í gegnum mygluklessu !
Héðan í frá kaupi ég mér frekar Pepsi en Kók og svo framvegis. Ég neita að skipta við fyrirtæki sem gerir ekki betur við kúnnan sinn en þetta....í dag er kreppa og fyrirtæki ættu að mínu viti að gera betur við kúnnan sinn til að missa hann ekki einhvert annað, hefði haldið að engin mætti við því að hafa reiðan kúnna út í bæ sem segir vinum sínum frá og þeir segja sínum vinum og þeir skrifa á Facebook og svo framvegis.
Kollsterinn..ekki sátt við BÆTURNAR sínar.

5 ummæli:

  1. En ertu ekki að fá flöskuna rúmlega bætta ? Finnst nú svarið frá Vífilfelli vera á réttu nótunum.

    SvaraEyða
  2. Við hverju býstu? Ætlastu til að þeir bæti þér upp í einhverju svakalegu? Ég hef þrisvar lent í að kaupa gallaða vöru hjá þeim og alltaf fengið vöruna endurgreidda inná reikninginn minn plús smávegis kostnað.
    Svo tek ég undir með síðasta ræðumanni, ég myndi bara sætta mig við þetta.

    P.S Vífilfell framleiðir líka kók þannig að ef þú ætlar að hundsa fyrirtækið þá myndi ég fara í pepsið :)

    SvaraEyða
  3. Sammála hinum tveimur.

    Hef nokkrum sinnum fengið skemmda matvöru og hef í öllum tilfellum verið afskaplega sáttur við að fá bætt með nýrru vöru (sem þú ert að fá og gott betur).

    Held að þetta sé bara ósköp fair viðskiptahættir og ekkert við þessu að kvarta... jú, leiðinlegt þegar þetta gerist en svona getur gerst.

    SvaraEyða
  4. Fyrir ekki svo löngu keypti ég appelsínu Trópí í flösku, þegar heim var komið tók ég eftir fljótandi myglu efst í flöskunni. Vífilfell bætti það með kippu af 2 lítra kóki.

    SvaraEyða
  5. Eru ekki flestir hættir að hlusta hvort eð er á vælandi fólk á Facebook og Barnalandi....?

    SvaraEyða