miðvikudagur, 18. mars 2009

Sparað í Ósal

Ég verða að segja þér frá því að mig vantaði kapal í jeppakerru. Svo ég lagði leið mína í gamla Bílanaust eða sem heitir víst N1 í dag og kíkti þar á kapal. 1 metri af þessum kapli, 7 víra kapli, kostaði þar 950 krónur. Mig vantaði 5m af þessum kapli og mundi þá verðið vera 4750 krónur. Mér fannst þetta nokkuð dýrt svo ég lagði leið mína ca 100 metra leið i verslun sem heitir Ósal og er á Vagnhöfðanum. Þar kostaði kapallinn 1 metri 458 krónur eða þessir 5 metrar alls 2290 krónur. 100 metra leið sparaði ég 2710 krónur eða um 5 mínútna vegalengd. Það er nokkuð gott tímakaup.
Kveðja,
Georg Kulp

Engin ummæli:

Skrifa ummæli