Það er mikið og verðskuldað æpt og grátið út af verðlagningu á matvörum og þess háttar sem telst til nauðsynjavöru. Það er því kannski ástæða fyrir því að sumt sem ekki telst til nauðsynja sigli lygnan sjó eða sé jafnvel í kafi þegar þess háttar umræðu ber á góma.
Eitt slíkt eru DVD myndir, textaðar og ótextaðar. Textun er að sjálfsögðu kostnaður sem leggst á verð DVD myndar. Það eru samt margir sem kjósa að horfa frekar á ótextaðar myndir.
En hvers vegna í andsk. eru þær þá jafnDÝRAR og textaðar? Þær ættu að sjálfsögðu að vera töluvert ódýrari. Þetta finnst mér bæði vera okur og þjófnaður og fróðlegt er að vita hvernig framleiðendur fara að því að réttlæta þetta fyrirkomulag.
Með kveðju,
Guðmundur Benediktsson
Akranesi
Gætirðu komið með dæmi, Guðmundur?
SvaraEyðaÞví alltaf þegar ég fer að versla DVD eru ótextuðu myndirnar á mun lægra verði.