mánudagur, 30. mars 2009

Rakaskemmdir

mig langar að minnast á þjónustuna hjá Símanum. Ég fór með síma sonarins í viðgerð, en hann var enn í viðgerð. Um viku síðar er hringt og sagt að það séu rakaskemmdir í símanum og að það svari ekki kostnaði að gera við hann. Ég kannaðist ekki við að neitt hefði komið fyrir símann sem hefði getað orsakað rakaskemmdir en starfsmaðurinn vildi meina að það væri nóg að vera með símann inni á baðherbergi þegar farið væri í sturtu til þess að slíkar skemmdir yrðu. Mér var sagt að viðgerðarmaðurinn hefði tekið myndir af skemmdunum og ég gæti fengið að sjá þær. Þegar ég fór í Símann Smáralind til að sækja símann og fá að sjá þessar myndir var mér sagt að ég gæti ekki fengið símann nema greiða skoðunargjald og samt var síminn í ábyrgð (og er enn), myndirnar fékk ég aftur á móti í tölvupósti. Ég get reyndar ekki sagt til um hvort það eru rakaskemmdir sem þar sjást eða hvort þessar myndir eru af síma sonar míns eða einhverjum öðrum síma. Þarna finnst mér freklega brotið á rétti neitenda, í fyrsta lagi með því að skýla sér á bakvið rakaskemmdir til þess að komast hjá því að gera við síma sem enn er í ábyrgð og hins vegar að neita að láta mig hafa hann í hendur nema borga þeim fyrir. Til hvers er þessi ábyrgð þá?
Laufey Ósk Þórðardóttir

20 ummæli:

 1. Réttur neitanda er sá sami og fyrir fyritækið sem selur eða flytur inn símann. Ef sími er í ábyrgð þá fær Síminn nýjan síma frá Tæknivörum sem er umboðsaðili Sony Ericsson á Íslandi, Tæknivörur fá nýjan síma frá framleiðanda Sony Ericsson. Svo það er engin ástæða til að ljúga um rakaskemmdir til að slepppa við "gera við" síma þar sem allir fá sitt bætt. Svo að auki er Síminn ekki með viðgerðaþjónustu né verkstæði heldur tekur að sér að senda bilaða síma til umboðsaðila sem tekur að sér að gera við eða senda út. Það er það sama hjá öllum fyritækjum sem selja gsm síma á Íslandi eins og Síminn, Voda, Nova, Elko, MAX og fleiri.

  SvaraEyða
 2. Það eru víst límmiðar á mörgum símum sem skipta litum ef raki kemst að þeim. Ef límmiðinn er búinn að breyta lit ábyrgðin fallin úr gildi svo þeir þurfa ekki að gera við símann.

  http://www.engadgetmobile.com/2006/10/18/cellphone-water-detection-sticker-haphazardly-voids-warranties/

  Svo er önnur saga að með því að segja "rakaskemmdir" (og jafnvel bleyta límmiðann) getur fyrirtækið losnað við að gera við síma, og reynt að selja þér nýjan - en íslensk fyrirtæki færu nú aldrei að beita svoleiðis lúabrögðum, eða hvað?

  SvaraEyða
 3. auðvitað eru rakaskemmdir ekki inní ábyrgð þar sem þær falla ekki undir galla. Laufey taktu nú ábyrgð á eigin mistökum og í framtíðinni ekki tala í símann þinn í rigningu!

  SvaraEyða
 4. Ég er fullviss um það að þetta rakaskemmdar þvæla er bara svo fyritækin sleppa við að bera ábyrgð.
  Ég keypti einu sinni síma hjá Vodafone og var búinn að eiga hann í tvær vikur þegar hann fór að klikka, því var hennt í andlitið á mér að hann væri með rakaskemmdur en hann hafði ALDREI nokkurn tímann farið neins staðar sem gæti orsakað slíkar skemmdir. Enda mun ég aldrei versla við Vodafone eftir þetta og hef ekki gert, sagði upp netinu og GSM.

  Vodafokk ullabjakk!

  SvaraEyða
  Svör
  1. ég er í sömu vandræðum með vodafone, 2 mánaða sími sem hefur aldrei lent í raka

   Eyða
 5. Það kom sprunga í skjá hjá mér einu sinni á síma sem var í ábyrgð, viti menn, rakaskemmdir. Þetta er bara bull til að firra sig ábyrgð... hvaðan kemur þessi raki það er ekki eins og við búum í hitabeltislandi. Greyið fólkið sem býr á Spáni símarnir þeirra eru örugglega alltaf bilaðir...

  SvaraEyða
 6. rosalega er fólk eitthvað illa gefið. þú með sprungna skjáinn ef sprungan hefði verið galli hefði verkstæðið rukkað nokia eða sony um kostnað og verkstæðið hefði grætt. ef þetta hefði ekki verið galli hefðir þú þurft að borga fyrir skjáinn. nú þegar atvinnumennirnir á verkstæðinu opna símann þinn til að skipta um skjá þá taka þeir eftir því að hann er rakaskemmdur og í staðin fyrir að rukka þig fyrir nýjan skjá á ónýtan síma þá segja þeir þér frá þessu og græða ekki neitt!!! þetta kallast oft góð þjónusta. hættu svo að láta krakkana þína leika sér að símanum þínum.

  SvaraEyða
 7. Rakaskemmdir eru leiðindamál sem veldur bæði tortryggni og leiðindum á verkstæðum. Sjálfur hef ég bókstaflega hellt vatni úr síma fyrir framan viðskiptavin sem neitaði í ásökunartón að síminn hefði nokkurntíma blotnað. Vatnið á vinnuborðinu sagði annað. Fólk er ekki að taka eftir litlum atvikum sem valda rakaskemmdum eða labbitúr í rigningu, ferð símans í smábarnsmunn eða nálægð við gufu.

  Þá getur einn sími þolað þvottavélaferð á meðan samskonar tæki eyðileggst eftir smá rölt í rigningu. Rakaskemmdir eru því líka háðar tilviljunum, eða óheppni.

  Fólk verður alveg urrandi pirrað þegar það kannast ekki við rakann en sem betur fer þá beita verkstæðin oft myndatökum og það ætti að vera þeim skylt. Rakaskemmdir leyna sér yfirleitt ekki.

  Það er hinsvegar hægt að gera margt ef síminn kemst í snertingu við raka og rétt viðbrögð skipta sköpum. Á viðgerðarsíðu Símabæjar má finna linka á slíkar aðgerðir auk leiðbeininga hvernig þolinmótt fólk getur opnað allar tegundir GSM síma.

  Kveða frá Gylfa í Símabæ

  SvaraEyða
 8. Lenti í þessu með nánst nýjan síma, frá Sony Ericsson. Var sagt að þetta gæti bara komið út frá svita.

  Nú spyr ég bara, erlendis er rakastigið oft fáránlega hátt í loftinu - eru þá allir símar bara ónýtir þar eftir að liggja á borði ?

  Sorglegt að maður borgar nú til dags 20 - 90þ fyrir símtæki sem er nánast uppá punt.

  SvaraEyða
 9. Til hvers ætti söluaðili/viðgerðaraðili að ljúga til um hvort ákveðin bilun sé ábyrgðarmál eða ekki? Þeir, rétt eins og neytendur, fá gallaðar vörur endurbættar með nýjum og því er þeim alveg sama.

  Rakaskemmdir eru ótrúlega algengar enda getur fólk verið afskaplega kærulaust.

  Jafnvel stuttur göngutúr getur skemmt símann, hvort sem það er rigning úti eða þú svitnar og síminn staðsettur í buxnavasa.

  SvaraEyða
 10. Til hvers ætti söluaðili/viðgerðaraðili að ljúga til um hvort ákveðin bilun sé ábyrgðarmál eða ekki?

  Stundum þurfa þeir að gera við hlutina í stað þess að fá nýtt dót frá framleiðanda (þetta er jú VIÐGERÐARþjónusta). Þá er þægilegt að stimpla þetta bara "ekki í ábyrgð" - og allur kostnaður er þar með kominn á kúnnann. Rakaskemmdir eru svoleiðis stimpill.

  SvaraEyða
 11. Er hægt að sjá einhverrstaðar lista yfir síma sem bila meira en aðrir og þá kannski hverskonar bilanir er um að ræða (t.d. rakaskemmdir?) Ég hef aldrei sem betur fer lent í neinum svona vandræðum en styttist í að maður þarf að endurnýja símana og þá væri ágætt að fá síma sem þolir eðlilega notkun eins og stutt spjall í rigningu eða sveitta göngutúra.

  SvaraEyða
 12. "Til hvers ætti söluaðili/viðgerðaraðili að ljúga til um hvort ákveðin bilun sé ábyrgðarmál eða ekki?

  Stundum þurfa þeir að gera við hlutina í stað þess að fá nýtt dót frá framleiðanda (þetta er jú VIÐGERÐARþjónusta). Þá er þægilegt að stimpla þetta bara "ekki í ábyrgð" - og allur kostnaður er þar með kominn á kúnnann. Rakaskemmdir eru svoleiðis stimpill"

  Það eru ekki allir sem vita það eða gera sér grein fyrir því að verkstæði "græða" meira á því að gera við tækið í ábyrgð en að láta kúnnann borga. S.s fær meira greitt frá framleiðandanum en kúnnanum.
  En ef sími er greinilega bleytuskemmdur er ekki séns að "þrýsta" honum í gegn í ábyrgð.

  SvaraEyða
 13. Einmitt!

  Verkstæðin græða meira á því að actually framkvæma viðgerðina. Flokka þá bilun sem galla og rukka þá framleiðendur/söluaðila fyrir viðgerðina heldur en tilkynna eiganda vörunnar að þetta sé ekki galli og viðkomandi kaupir sér nýja vöru. S.s. gerir ekki við!

  "Stundum þurfa þeir að gera við hlutina í stað þess að fá nýtt dót frá framleiðanda (þetta er jú VIÐGERÐARþjónusta). Þá er þægilegt að stimpla þetta bara "ekki í ábyrgð" - og allur kostnaður er þar með kominn á kúnnann. Rakaskemmdir eru svoleiðis stimpill."

  Já... en hvað græðir verkstæðið á því að setja rakaskemmdarstimpil? Þú veist að framleiðandinn greiðir verkstæðiskostnaðinn ef um galla er að ræða?

  SvaraEyða
 14. Verkstæðið græðir ekki snitti á því að greina síma rakaskemmda.
  Rakaskemmd er ekki galli og fellur því ekki undir ábyrgð.
  Og þær viðgerðir sem falla ekki undir ábyrgð fær verkstæðið ekki greitt fyrir. Virkilega einfalt mál.
  Það er í flestum tilfellum hægt að reyna að hreinsa rakaskemmda síma en oft borgar það sig ekki vegna þess að þó að sími sé hreinsaður er það engin trygging fyrir því að hann eigi ekki eftir að bila sökum þessa raka seinna meir.

  Fólk á bara að passa símana sína, þetta eru viðkvæm, flókin tæki og oft á tíðum dýr.

  SvaraEyða
 15. ég vann við að taka á móti svona símum einu sinni í viðgerð.
  það er ótrúlega mikið af raka og höggskemmdum símum hjá fólki.
  málið er að þú ert ekkert alltaf með augun á símanum þínum. Maður sér oft foreldra í kringlunni sem rétta barninu sínu símann sinn til að leika sér með. Og hvað er það sem börn gera? Smakka á hlutunum.
  Margir henda símanum sínum ofan í æfingatöskuna með íþróttafötunum sínum og handklæði. Tala í símann rigningu eða nýkomin úr sturtu.
  Fólk tengir rakaskemmdir oftast við að hafa misst símann ofan í klósettið eða hrært með honum í pottinum. Raki getur myndast við hita/kuldabreytingar. Þú gleymir símanum þínum út í bíl. Það kólnar úti og myndast saggi í símanum. Þú ert með símann á skíðum og svitnar. Því miður, eru GSM símar fjöldaframleiddar rafmagnsvörur sem þola ekki raka. Það er engan veginn hægt að þræta fyrir rakaskemmdir. Ábyrgðaraðilinn sem tekur símann þinn og skoðar, fær greitt fyrir að gera við síma sem er í ábyrgð. Að dæma síma rakaskemmdan er oftast ávísun á að þú leysir ekki út símann þinn og verkstæðið situr uppi með tapaðar vinnustundir við að greina símann þinn. Það græðir enginn á því að dæma hluti rakaskemmda. OG tala ég af reynslu.
  takk fyrir mig.

  SvaraEyða
 16. Ég lenti í nákvæmlega sömu reynslu. Keypti sony ericsson síma af símanum sem bilaði eftir 4 mánuði. Bilanagreiningin var skýr, rakaskemmdir. Síminn hafði ekki komið nálægt raka.
  Skipti engu máli hversu oft og lengi ég tuðaði við tæknivörur, niðurstaðan var endanleg af þeirra hálfu.
  Ég sleit öllum mínum viðskiptum við Símann og keypti mér nokia síma hjá vodafone fyrir 2 árum, hann hefur aldrei bilað og hefur hann verið notaður eins og hinn síminn þ.e sony ericsson.

  Við Tækjavörur mun ég aldrei framar í lífinu eiga viðskipti við. Þvílíkt drullu okurbúlla!!!!!
  Þjónustan er ekkert sérstök hjá þeim.

  Smá ábending til fólks, kurteisi kostar ekki neitt. Vinsamlegast sýnið þeim sem commenta hér eða koma með reynslusögur kurteisi og virðingu.
  Alveg ótrúlegt að lesa bullið hérna.

  Takk fyrir mig!

  SvaraEyða
 17. ,,Síminn hafði ekki komið nálægt raka.''
  Þessa fullyrðingu er ekki hægt að setja fram.
  Allir símar hafa af eitthverju leita komist í snertuingu við raka með einu eða öðrum hætti.

  Það er alltaf gaman að sjá framan í þessa gallhörðu sem höfðu haldið þessu fram, þegar þeim er svo sýnt rakann í símanum face to face.

  SvaraEyða
 18. eg hef lagað "svo kallaðar rakaskemdir" þú þarft tox skrúfjárn eirnapinna ræstikrem eða massa og hreinsa alla kopar snertifleti !!!

  SvaraEyða
 19. reyndu að gera það líka við íhluti símans. T.d. rásir sem hafa skammhleypst.

  SvaraEyða