Ég var að hlusta á Útvarp sögu um daginn og heyrði líka svona glimrandi frásögn af efninu Metasys, sem eru ætlað til þess að hjálpa fólki að komast í kjörþyngd, fá meiri orku og fl.
Þetta efni er til víða og viðist því vera nokkuð vinsælt. Ég ákvað því að gera verðkönnun á nokkrum stöðum og útkoman varð þessi:
Metasys (120 hylki) verð:
Lyfja: 5586 kr.
Lyfjaver: 5140 kr.
Krónan (Bíldshöfða): 4998 kr.
Hagkaup (Garðabæ): 4827 kr.
Lyf og heilsa: 4730 kr.
Krónan (Hvaleyrarbraut) : 4549 kr.
Fjarðarkaup: 4498 kr.
Eins og sjá má er umtalsverður verðmunur á hæsta og lægsta verði eða 1088 kr.
En athyglisverðast finnst mér að það sé 449 kr verðmunur á milli Krónubúðanna???
Ég smellti mér beinustu leið í Fjarðarkaup í Hafnarfirði og verslaði mitt Metasys þar. :o)
Kær kveðja, Hugrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli