fimmtudagur, 31. desember 2009

Okur í 10-11 og Pétursbúð

Okkur sárvantaði hrísgrjón og við búum mitt á milli 10-11 og Pétursbúðar. Við förum alltaf útí Pétursbúð eftir að hafa farið í 10-11 um daginn og ætlað að kaupa hvítlauk. Þeir áttu bara hvítlauk í neti 4 saman. Og fyrir 4 hvítlauka ætluðu starfsmenn 10-11 að rukka okkur um 529kr!!! Þvílíkt okur. Þannig að nú ákváðum við að fara í Pétursbúð til að kaupa hrísgrjón. Fyrir valinu var það sem ódýrast var miðað við magn og það var Tilda Basmati hrísgjrón í pokum. Það kostaði 859kr!! Ég hélt að hrísgrjón væru nú ekki svona dýr en það er víst. Held að við munum gera allt til að þurfa ekki að versla við þessar búið í framtíðinni.
-Nýlendugötubúar

mánudagur, 28. desember 2009

Okurverð í Sambíóunum

Ég fór í bíó um daginn og í hléinu ætlaði ég að kaupa kók í sjálfsalanum. Ég var með 250 kr. í vasanum og hélt að það myndi duga en það reyndist ekki rétt. Í Sambíóunum í Álfabakka kostar kók í dós 290 kr. (0,33 l) og kók í plasti 340 kr. (0,5 l). Það finnst mér vera okur!!!
Kveðja, Erna.

Penninn smyr vel á skissubækurnar

Ég nota mikið bækur frá Moleskin, þeir framleiða frábærar og vandaðar
skissubækur og dagbækur. Ég hef mikið til keypt þær erlendis á flakki
mínu. Ég ætlaði að kaupa mér nýja dagbók fyrir næsta ár og brá mér í
Pennann og þar kostaði þessi dagbók sem kostar á heimasíðu Moleskin
19.95 $ (2.550,20 ISK) einar 8000 ISK. Svo virðist vera sem búið sé
að smyrja duglega ofan á allar vörurnar frá Moleskin sem Penninn
selur. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt! Það er mun ódýrara
að kaupa þær beint af netinu.

http://www.moleskineus.com/moleskine-daily-planner-large-black-softcover.html

Í fyrra rétt fyrir áramótin (eftir kreppu) borgaði ég um 5000 ISK
fyrir samskonar dagbók sem var þó í hörðu bandi hjá Pennanum, þetta er
dularfull verðmyndun vægast sagt !!!!!!!!!

Svo hef ég líka tekið eftir því í Pennanum að það er allt að 100%
verðmunur á teikniblokkum þar og í Evrópu. Þetta er fyrir og eftir
kreppu. Það er eins og þeir leyfi sér að smyrja allverulega ofan á,
því landinn veit ekki hvað hvað svona hlutir kosta og hefur engan
samanburð. Ég hef stundum brugðið á það ráð að byrgja mig uppaf
teikniblokkum þegar ég er á flakki. Það væri samt best ef hægt væri
að kaupa hlutina á sanngjörnu verði í sínu eigin landi.

Ég hef rætt við starfsfólk Pennans í Myndlistardeildinni og þau
segjast hafa hvatt verslunarstjórana til þess að lækka álagninguna á
myndlistarvörunum, því þau vita uppá sig skömmina en það er víst fyrir
daufum eyrum.

Það væri gaman að vita hvaða skýringar Penninn gefur þér og best væri
ef þau sæju að sér og lækkuðu verðin.

Bestu kveðjur,
Bjargey

Dýrt billjard

Langar að koma á framfæri:
Löbbuðum á Bar 46 á Hverfisgötu til að spila billjard eins og oft áður.
Við spiluðum í rúman klukkutíma og máttum borga 4500 fyrir það. Lenti í
rifrildi við barþjóninn um að við værum búin að vera miklu lengur. Við vorum
að vinna og við vitum hvenær við hættum að vinna, eigum meira að segja sönnun,
við vistuðum vinnu í tölvunni. Komum oft þarna við eftir vinnu en förum aldrei
þangað aftur, höfum ekki borgað svona mikið hingað til.
kv, Móa

Hrifin af Buy.is

Ég uppgötvaði síðuna buy.is á Þorláksmessu þegar ég var að leita að jólagjöf. Ég fann þar akkúrat réttu gjöfina nema samkvæmt síðunni var hún uppseld, ég sendi póst til að tékka hvort það væri möguleiki á að það væri komin ný sending en ætti eftir að uppfæra. Starfsmaðurinn sendi póst strax til baka og sagðist ekki fá nýja sendingu fyrr en eftir jól en þar sem ég væri svo jákvæð og glöð að hann skyldi selja mér aðra dýrari vöru á sama verði.Ég held þetta sé besti díll sem ég hef nokkurn tíman fengið og mæli tvímælalaust með að fólk tékki á þessari síðu. Það munar talvert miklu á verði !
Ég var svo kát með þetta og spurði hvort hann væri jólasveinninn og færði honum After Eight konfektkassa ;-)
Linda

Trustpilot

Vildi benda á þessa heimasíðu hérna sem mér finnst vera að gera góða hluti.

www.trustpilot.com

Virkar sem smásjá á alla kosti og galla þess að versla á netinu. En gefur neytendanum sem vill hætta sér í þá gaddavíragirtu-gjá sem verslun á internetinu er, smá hringabrynju til að þola þyrnanna.
Mæli með að þú bætir við Firefox-viðbótinni, þá geturðu vafrað googlið og séð varnarorð við válegum vefkaupmönnum nær samstundis...
Kv. Listaperrinn

miðvikudagur, 23. desember 2009

Ekkert merkt í Office1

Fór inn í Office1 verslun í Skeifunni og ætlaði að kaupa einhver spil fyrir
krakka eftir að hafa skoðað í hillurnar og séð að hlutirnir voru ekki
verðmerktir eða að verðmerkingarnar áttu við eitthvað allt annað en var í
hillunum ákvað ég að láta vera að versla í svona búð sem kann greinilega ekki
undirstöðuatriði viðskipta.
Þurfa menn ekki að kunna neitt til að reka búðir nú til dags?
Gunnar

A4 alveg út á túni

Keypti Tiny leslampa til að festa á bók í Bóksölu stúdenta á 1.090 kall á Þorláksmessu. Eins gott að ég keypti ekki samskonar leslampa daginn áður í A4 á Smáratorg. Þar var sami lampinn á 2.740 kall! Ekki nema 1.650 kr munur!
Lárus

þriðjudagur, 22. desember 2009

Kennaratyggjóokur

Mér ofbauð í gær en mig vantaði nauðsynlega hvítt kennaratyggjó og fór í office one en þar var það ekki til. Fann það síðan í Pennanum/Eymundsson í Smáralind þar sem pakkinn kostaði 575 kr. sem mér fannst ótrúlega dýrt, en keypti það samt.
fór svo að versla í bónus og þar var pakkinn (ekki sama tegund en hvítt samt og jafn mikið magn) á kr. 99-
Hvað er í gangi?
kveðja
GBL

mánudagur, 21. desember 2009

Ísinn í Kringlunni dýr

Ég fór í Kringluna í gær og ákvað að splæsa ís á dótturina og mig. Við fengum okkur eina kúlu hvort. Reikningurinn fyrir þetta smotterí var 820 krónur! Þegar ég spurði hvort þetta gæti verið rétt var mér sagt að víst væri verðið 420 krónur fyrir eina kúlu af ís. Er þetta ekki tært okur?
Bestu kveðjur,
Halldór

Hlölli hækkar

Nú eru Hlöllabátar alveg búnir að missa sig. Einn Hlölli á 1.200 kr takk fyrir. Ekkert gos, engar franskar, bara brauð, ræma af kjöti, grænmeti og sósa 1.200 kr! Maður fer ekki þangað til að fá sér kvöldsnarl aftur.
Kv. Kári

Nettó ætti að breyta nafni búðar sinnar í "Allt í plati"

Nettó ætti að breyta nafni búðar sinnar í "Allt í plati". Það gefur betri mynd
af þeim. Fyrir jólinn dreifa þeir bækling um verð sem er sagður gilda frá 17-
20 desember en þegar ég ætlaði síðan að versla hjá þeim í dag 20 desember var
ekkert að marka hjá þeim og ég gekk út í fússi og mun aldrei stíga inn fyrir
dyr hjá þeim aftur. Það á að loka svona svikabúllum.
Allir sem lesa þetta og hafa verslað hjá þeim í dag skoðið strimlana hjá ykkur
og látið ekki bjóða ykkur svona rugl.
Gunnar

föstudagur, 18. desember 2009

Ekki sátt við okurvexti Kredia

Mér var brugðið illilega þegar ég áttaði mig á að atvinnulaus 18 ára unglingur á heimili mínu hafði látið „glepjast“ af auglýsingu frá fyrirtækinu Kredia um „smálán“ – einungis með því að senda inn eitt SMS !
Eftir að hafa skoðað málið og velt fyrir mér „okurvöxtum“ –tók ég þetta saman --
en fyrir nokkrum árum á Íslandi fékk fólk fangelsisdóm fyrir slíka starfssemi!



Er þetta nú í lagi ? – vil ég vísa til innheimtulaga nr. 96/2008 og reglugerðar nr. 37/2009 (sjá hér aðeins neðar)

Það er ljóst að ég sem foreldri þessa atvinnulausa ungmennis mun ekki sætta mig slíkar okurlánastarfssemi og því sendi ég þessar upplýsingar eins víða og mér er unnt – því brennt barn forðast eldinn... og ef einhver getur látið þessa ömurlegu reynslu á mínu heimili vera sér víti til varnaðar --- er það gott mál!

Ég sendi Kredia póst varðandi þetta mál og vísuðu þeir til þess að þeir færu að fullu að íslenskum lögum!

4. gr. reglugerðar nr. 37/2009
Hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, m.a. innheimtuþóknun, sem viðskiptaráðherra ákveður í reglugerð þessari, tekur mið af þeim kostnaði sem kröfuhafi verður
fyrir vegna innheimtunnar og nauðsynlegur og hóflegur getur talist, sbr. 12. gr. innheimtulaga. Heimilt er að innheimta viðbót vegna umdeildra peningakrafna þar sem þörf hefur verið á sérfræðilegri ráðgjöf, sbr. sömu grein laganna.

6.gr reglugerðarinnar tekur síðan á hámarksfjárhæðum v. höfuðstóla: og er þetta langt umfram það!

Bestu kveðjur,
Inga Jóna Óskarsdóttir
Viðurkenndur bókari

Dýrt á bensínstöðvum

Selecta, sem er viðhengi Skeljungs, er óttaleg okurbúlla. Ég kom þar við til þess að kaupa batterí (2 í pakka, stærð D) og kostaði einn pakki frá Duracell heilar 900 kr. Nei takk, sagði ég og dreif mig í Bónus. Þar fékk ég pakkann á 495 kr!
Við eigum að láta okkur nægja að kaupa bensín og þess háttar á bensínstöðvum, matvöru og fleira fáum við mun ódýrara annars staðar.
Takk fyrir góða og nytsama síðu.
Kveðja,
Sunna

fimmtudagur, 17. desember 2009

Jólagjafir Neytendasamtakanna

Neytendasamtökin mæla með nokkrum jólagjöfum á heimasíðu sinni.

http://ns.is/ns/frettir/?cat_id=6413&ew_0_a_id=355281

Borga fyrir að afbóka sig

Icelandair. þetta er svo mikil peningasuga að ég hef mig ekki í að skrifa þennan 10 bls pistill sem þarf til að útskýra hvað ég er búin að lenda í. En það allra nýjasta er að ég þarf að borga breytingargjald fyrir að afbóka miða! Er það eðlilegt?
Kv. Sigrún

Samkaup í Garðinum dýr

Eg er nýfluttur í Garðinn á Reykjanesi og einn dagin fór eg að líta í kringum mig og athuga með verslun í plásinu. Fann þá Samkaup og labbaði þar inn í mesta sakleysi, náði mer í vörukörfu og byrjaði að velja mer vörur. Svo var mér allt í einu litið á verð á einni lítilli túnfiskdós sema kostar svona sirka 125 kr í Bónus, en 370 kr TAKK FYRIR KÆRLEGA þarna - eða eins og sumir segja JÁ SÆLL! Ég fór óðum að tína úr körfuni og keypti bara það bráðnauðsinlega og eg læt ekki sjá mig í þessari OKUR VERSLUN MEIR.

Hylki ódýrari í Elko

Ég fór í dag að kaupa litahylki í prentarann minn. Í Eymundsson kostar hylkið 2990 kr. sem mér fannst dálítið mikið, svo ég hringdi í Elko og bað um verð í sömu hylki, þeir hafa nákvæmlega sömu hylki á 1800 kr. Ég þarf að kaupa 5 hylki í prentarann hjá mér, svo ég sparaði umtalsvert á því að skreppa aukarúnt í Elko. Prentarinn hjá mér er Canon pixma mp630.
kveðja,
Gestur

þriðjudagur, 15. desember 2009

Sushismiðjan - óskýrt tilboð

Ég er mikill sushiaðdáandi og þar sem sushi er almennt dýrt þá nýti ég mér tilboð óspart. Ætlaði að nýta mér 2 fyrir 1 miða úr gestgjafanum á Sushismiðjuna (þar sem 10 bita bakki kostar 2590kall btw )
50% afsláttur gerir verðið sem sagt sanngjarnt. Á miðanum stendur: gildir mánudaga til fimmtudaga og opið til 22. Þegar ég spyr fyrir fram um miðann til að vera viss segir hann, "nei, gildir ekki á kvöldin"
Helvíti slappt að setja svona takmarkanir sem eru ekki miðanum. Ég gekk auðvitað raklaust út og fékk mér meira, miklu betra og ódýrara sushi á Sushibarnum, Laugavegi. (12 bitar 1750)
Mér finnst þetta okur og léleg þjónusta. Vonandi fer þetta inná okursíðuna þar sem það á heima.
Svona sem ekki okur get ég mælt með Græna risanum í Ögurhvarfi, ódýrt og hollt líkt og Saffran en stærri skammtar fannst mér.
Steinar

mánudagur, 14. desember 2009

Varar við fúski

Vil benda fólki á að vara sig á bílaverkstæðum! Eftir hrunið hafa sprottið upp
mörg ný verkstæði, mörg þeirra rekin af fólki sem eru ekki einu sinni með
réttindi og jafnvel starfa svart.
Ég fór með bilinn i skoðun og fékk endurskoðun vegna ójafna hemla að framan,
litils gat á pústi og var mér sagt að skipta þyrfti um spindilkúlu öðrum meginn
að framan.
Ég sá auglýst nýtt verkstæði sem auglýsir sig rosa ódýrt og heitir Bilaði
bílinn. Ég brunaði til þeirra og var mér lofaður svakalegur afsláttur á þessu
"verkstæði" sem rekið er í kjallara með einni bílalyftu. Ég trúði öllu sem
eigandinn, eini starfsmaðurinn sagði mér og fór með bilinn til hans daginn
eftir!
Hann gerði við bremsurnar, sagði klossana vera mjög góða en lagaði samt það sem
olli þvi að þeir voru ójafnir, skipti um spindilkúlu öðru meginn og lagaði
litla gatið í pústinum. Þetta tók hann 9kls að gera, tek það fram að hann var
allann daginn aðeins að vinna i minum bil, og ég var rukkuð um 58.000kr
Mér fannst þetta frekar dýrt, sérstaklega þar sem ég átti að fá svaka afslátt,
en ég kyngdi þvi og fór með bilinn aftur i skoðun.
Ég fékk annan endurskoðunarmiða og var mér sagt að bremsurnar voru hræðilegar
að framan og voru enn 45% ójafnar! Ég brunaði á verkstæðið og hann sagði mér
"jahh..við getum fiktað okkur áfram i þessu."
Ég borgaði s.s ca 60þús krónur fyrir að laga litið gat í pústi og skipta um
eina spindilkúlu !
Síðar fann ég almennilegan mann sem kikti á þetta fyrir mig og sagði hann mér
að klossarnir sem áttu að vera svo góðir væru ónýttir og bremsudælan handónyt!
Maður spyr sig, hvernig getur bifvélavirki sem vann í þessum bremsum i 9kls
ekki hafa tekið eftir því??
Ég vil vara fólk að þessu þar sem margir fúskarar eru á ferð og nýta sér
saklaust fólk sem veit ekki betur!
S.

föstudagur, 11. desember 2009

Gamestöðin dýr

Langaði að benda á alveg óheyrilegt okur á tölvuleikjum í Gamestöðinni í Kringlunni. Var þar í dag að skoða mig um og fannst úrvalið frekar dýrt. Tek sem dæmi God Of War fyrir PS2 kostar NOTAÐUR 4990kr , hægt er að kaupa þennan leik glænýjan í Elko á 2990. 2000kr aukalega fyrir að kaupa leikinn notaðan í staðinn fyrir nýjan er einhver speki sem ég er ekki að skilja.
Nú getur verið að mig sé að misminna en mig minnir endilega eins og Gamestöðin hafi verið að auglýsa ódýr verð, væri gaman að sjá hvar þau verð eru.
Kv. Sigurður Karl

Slappt tilboð hjá N1

N1 býður myndavél á Safnkortatilboði á 17.990.00 + 1000 safnkorts punkta, mig vantar myndavél, ég fór að athuga hvernig verð þetta væri.
Í Elko er þessi sama myndavél til á kr. 17.995.00 5 kall dýrari. Þetta kalla ég vörusvik því að vélin er sögð kosta 24.990 hjá N1.
Jóhann

Prentvörur - góðir

Vil láta vita af frábærri þjónustu hjá Prentvörum. Ég keypti blek í prentarann minn þar á afar hagstæðu verði sem reyndist svo ekki virka sem skyldi, e-ð með prentarann minn að gera. Þeir buðu mér strax fulla endurgreiðslu eða nýtt blekhylki í prentarann á nokkurra vandkvæða. Frábært viðmót og góð þjónusta.
kv. hb

Sara hækkar v/ gengisins

Smá ath frá mér, gengið er nokkuð stöðugt þessa dagana (sem betur fer)
Í dag fór ég í Söru í Smáralind.... hækkun hjá þeim um 12% frá því á þriðjudaginn...
Á þriðjudaginn fór í í Söru og sá trefil voða fínana og lét taka hann frá kostaði 3.990,- fannst hann að vísu dálítið dýr....
Í dag fimmtudag fór dóttir mín og keypti trefilinn og borgaði 4.500,-. ég sendi hana til baka og sagði að hann ætti að kosta 3.990,-
Þær í Söru könnuðust við þetta, það passar hann kostaði 3.990,- á þriðjudaginn en kostar núna 4.500,-
ástæða.
Vörur eru greiddar eftir á og v/ hækkunar á gengi ???? (veit ekki til þess að mikil hækkun hafi verið þessa dagana )
urðum þær að hækka verðið.... Vá.....já um 12%..
Bestu kveðjur. Ásta

Gunnar hækkar um 45%!

Ég keypti nærbol hjá Cintamani sem heitir "Gunnar" þ. 30.07.09 og er ull. Fannst hún reyndar frekar dýr þá, kostaði 8.990. En var að velta fyrir mér að
kaupa aðra núna sem jólagjöf. Og viti menn, nú kostar hún 12.990 og hefur því hækkað um 45%! Gengi krónunar hefur ekkert breyst síðan í haust og alveg
örugglega ekki kaupið... Er þetta hægt?
kveðja,
Jón Þ

Umboðið þrefalt dýrari

Mig vantaði bremslukossa og diska í Subaru impreza 98. Hringdi á nokkra staði til að tékka á verðum:
Bremsuklossar Bremsudiskar
Ingvar Helgason: 24890 18629 kr/stk
N1: 9116 10676 kr/stk
Stilling: 7900 6900 kr/stk
Varahlutir.is 7372 ekki til
Bílapartar og Þjónusta 4000 kr/stk (lítið notaðir)

Ég verslaði klossana hjá varahlutum.is og diska hjá Bílapörtum og þjónustu, en er ekki eitthvað að þegar umboðið Ingvar Helgason er um þrefallt dýrari en aðrir??
Kv. Andri

Vigtin í Krónunni

Mér er mikið niðri fyrir þegar ég lýsi ferð minni í Krónuna í gær.
Þannig var að ég var að versla grænmeti og ávexti ásamt öðru.
Þegar ég kem út í bíl tek ég eftir því að ég borgaði rúmar 600 kr. fyrir eina papriku og hafði hún verið vigtuð 1,34 kg (já fyrir eina papriku) ég fer inn í búðina og segi þetta ekki passa og hún er vigtuð aftur og rétt er að hún er 210 grömm.
Ekki nóg með það heldur fer ég í þungum þönkum heim og ákveð að vigta allt sem ég hafði keypt:
Bananar Krónu vigt = 2,5 kg ....mín vigt 1,3 kg
Epli Krónu vigt = 2,2 kg ....mín vigt 1,1 kg
Melóna Krónu vigt = 2,0 kg .. mín vigt 1,1 kg
Magngó krónu vigt = 425g ....mín vigt 424g.

Auðvitað fór ég aftur í Krónuna og fékk endurgreitt samtals 1800 kr (með papriku-endurgreiðslunni). Þetta er hrikalegt. En segir okkur að vigtin er rétt því mangóið var rétt vigtað. Eru þetta mannleg mistök? Nei ég kalla þetta einbeittann brotavilja.
Kveðja,
Gyða S. Karlsdóttir

miðvikudagur, 9. desember 2009

Dýr dráttur

Cialis er töflur fyrir karla sem ná honum ekki upp lengur. Þetta er sannkallað hjálpræði fyrir mörg hjón. Hlutur trygginga er núll krónur. Ég fékk alveg sjokk þegar ég keypti síðasta skammt, átta töflur á 19.346 kr. Þetta var í Lyf og heilsu í Hamraborg. Ég hef riðið frítt alla æfi en nú er drátturinn kominn í 2.500 kall! Veit einhver hvar töflurnar fást ódýrar?
Gulli gamli

Okur í Byggt og Búið

Keypti mér Pizzuofn fyrir stuttu á 24.990 í Byggt og Búið og í gær sá ég sama ofn auglýstan hjá Elko á 16.995. Ég hringdi í Byggt og Búið og spurði þá hvernig gæti staðið á þessum mikla mun. Þar tjáðu þeir mér að þeir keyptu þetta svona dýrt af Bræðrunum Ormsson, sami ofn kostar líka 24.990 hjá Ormsson. Það er alveg ótrúlegt hvað sumar verslanir leyfa sér í dag.
Óska nafnleyndar

Tandoori

Ég má til með að vekja athygli á nýopnuðum veitingastað með indversku ívafi: Tandoori, sem er til húsa í Skeifunni 11.
Þar er lögð áhersla á náttúrulegar eldunaraðferðir, framandi keim, einfaldleika, gæði og fagmennsku, ódýran og góðan mat. Karrý, kókos, chili, engifer, garam masala, jógúrt, grænmeti og ávextir er áberandi á matseðli Tandoori en majonessósur, mettuð fita, MSG og sykur eru víðsfjarri. Saltnotkun er í lágmarki, enda hollustan í fyrirrúmi.
Nánari upplýsingar á http://www.tandoori.is/
Margrét

þriðjudagur, 8. desember 2009

Okursíðan á Eyjunni

Eyjan hefur tekið saman og greint upplýsingar sem hér hafa birst. Niðurstaðan er eiginlega oftast sú að þau fyrirtæki sem hafa stærstu markaðshlutdeild fá mestar umkvartanir! Hér eru samantektirnar:

Símafyrirtæki

Olíufélög

Matvörubúðir

Apótek

Bókaverslanir

Samantekt

Flestum færslunum fylgja svo kommentahalar, oft um það að ég (Dr. Gunni) sé ekki marktækur af því ég lagðist flatur í auglýsingaherferð IE. Það má þó benda á að öll okurdæmin sem birtast á þessari síðu eru frá fólki út í bæ og ég er bara í hlutverki copy/paste-ara. Ég birti yfirleitt allt sem mér berst nema það sé einhver óskiljanleg steypa. Það er hins vegar alveg álitamál hvort þessi síða hafi einhverju breytt til eða frá og kannski er neytendavitund alveg jafn slöpp og hún var áður en þessi síða fór í loftið.

mánudagur, 7. desember 2009

Nintendo DS lite

Svona leikjatölva á Íslandi kostar 29.900kr.
Ef að fólk kaupir þetta á ebay má sjá að tölvan, 9 notaðir leikir og sendingarkostnaður miðað við gengi 5.des.09 gerir samtals 23.184kr.
Tollur á íslandi er reyndar 5680 svo samtals er þetta 28.864 en leikirnir eru mjög dýrir svo þú ert alltaf að græða.
Var að kaupa svona vél á 69 pund og þarf ekki að kaupa leiki næsta árið ;)
Kristjana

Viðgerðarvesen

Datt í hug að senda línu með smá pælingu. Þannig er mál að ég keypti
Phillips heimabíó seint á síðasta ári í Elko. Dvd spilarinn sem fylgdi
virkaði vel þangað til einn daginn fór hann að sýna allt í bleiku. Þannig
gekk þetta öðru hverju, bleik mynd en þess á milli var allt í lagi. Einn
daginn fór það svo alveg og ég hætti að fá nokkra mynd. Prófaði allt sem
mér datt í hug, skipti á milli HDMI tengja í sjónvarpinu og notaði meira
að segja mismunandi snúrur. Allt kom fyrir ekki, alveg sama hvað ég gerði
það kom bara ekki mynd.
Ég ákvað því að fara í Elko enda tækið enn í ábyrgð og fá það lagað. Ég
lýsti biluninni vel fyrir þeim sem tók niður lýsingu. Gat þess meðal
annars að ég væri með tengda ps3 tölvu við sjónvarpið og ef ég færði snúru
úr tölvunni yfir í spilarann kæmi engin mynd en ef ég setti hana aftur í
tölvuna þá væri allt OK. Því hlyti þetta að vera dvd spilarinn.
10 dögum seinna fæ ég hringingu. Spilarinn er kominn aftur og Öreind,
fyrirtækið sem sér um allar viðgerðir segir að það sé í fínu lagi með
allt. Engin bilun. Ég rukkaður um 3550 krónur fyrir viðvikið. Með tækinu
fylgdi frá þeim orðsending um að trúlega væri þetta stillingaatriði sem ég
væri að klúðra, ég breytti engum stillingum, einn daginn hætti tækið bara
að virka. Ég kem allavega heim og set í samband nákvæmlega eins og það var
10 dögum fyrr og hvað helduru, allt virkar!
Mín pæling er sú. Öreind segir að ekkert sé að og nær sér í 3550 krónur í
skoðunargjald. 3550 krónur rukkast fyrir 30 mínútna vinnu, gjaldskrá tekur
fram að möguleiki sé á 15 mínútum og rukkast fyrir þær einhverjar tæpar
2000 krónur. Ef tækið var í lagi þá tók ekki nema 2 mínútur að stinga því
í samband og sjá það. 15 mín því eðlilegri tími. En síðar, hugsanlega um
mánaðarmót þá senda þeir reikninga fyrir viðgerðum til Elkó og fá greitt
fyrir stykkið sem þeir skipta um ásamt vinnutíma starfsmanns. Þetta er
allavega mjög skrítið, ég fór með tæki sem virkaði ekki en fæ það til baka
í góðu lagi, þarf engu að síður að greiða þar sem það var jú í lagi –
segja þeir.
Vona að þú sjáir þér fært að birta þetta, væri gaman að fá viðbrögð og sjá
hvort fleiri hafi lent í svipuðu. Annars hrósa ég þér fyrir að halda úti
þessari síðu, áhugaverð lesning í hvert skipti.
Bestu kveðjur,
E.K.

föstudagur, 4. desember 2009

Verðsamanburður á jólahlaðborðum - og verðbreytingar frá í fyrra

Athyglisverð samantekt á heimasíðu Jens Guð:

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/986816/

Linsuvökvi í Lyfju

I am not good to write in Iceland, sorry.
The price of cleaning water for lenses. Last year, it was sold in Lyfja for circa 900 kr the big bottle, with a cleaning box. Now this is over 2000 and they sell the cleaning box, which was a “gift” before next to it, for 130 isk. Circa 120% increase in the price! And they are probably breaking the law by separating the box for the cleaning water and selling it.
Virgile

Pizza Hut okur!

Ég er enn í áfalli eftir heimsókn á Pizza Hut í gærkveldi í Smáranum, hefði þurft áfallahjálp þegar kom að því borga reikninginn. Við vorum þrjú og keyptum eina stóra pizzu sem gefin er upp fyrir þrjá (svipuð að stærð og miðst. hjá Dominos). Þar sem barn var í hópnum og vildi pepperoni á sína pizzu þá skiptum við henni 1/2 með pepperoni og hinn 1/2 rjómaostapizza samkvæmt matseðli, brauðstangir fylltar 1 skammt, hvítlauksbrauð lítill (2 sneiða smurðar með hvítlaukssmjöri og hitað)
og 1 kanna af Pepsi. Reikn. var svona Sundurliðað

Margarita pizza stór 0,5 3.490kr. = 1.745.-
pepperoni stórt 0,5 580kr. = 290.-
Rjómaostapizza 0,5 5.580kr = 2.790.-
Brauðstangir fylltar l.690kr = 1.690.-
Hvítlauksbrauð lítill 680kr = 680.-
Pepsi kanna 990kr = 990.-

SAMTALS KR. 8.185 kr.

Ég þarf ekki að taka það fram að á þennan stað fer ég og mitt fólk ALDREI aftur. Ég ætla að taka það fram að auðvita átti ég að lesa betur yfir matseðilin en hann er ekki með verðum fyrir aftan hverja tegund heldur eru verðin fyrir ofan og mér fannst hann ekki þannig úr garði gerður að auðvelda neytenda að átta sig á hvað verðið var fyrir hverja tegund fyrir sig.
Með kveðju,
Stella Halldórsdóttir

Subway vont / Kjöthöllin góð

Í fyrsta lagi langar mig að lýsa óánægju yfir hækkun á bát mánaðarins á Subway. Á einu ári hefur Subway hækkað bát mánaðarins frá 299 kr. upp í 375 kr. Að sjálfsögðu spilar gengið þar inní en ég tel það varla tilboð að fá 9 kr í afslátt af stórum bát. Auk þess er þetta samloka og ég tel það ansi dýrt að greiða 750 fyrir samloku- á tilboði!
Einnig langaði mig þó að lýsa yfir ánægju minni á þrautseigu fyrirtæki. Eitt af þeim fáu sem eru eftir. Ég hef oft verslað þar í matinn, alltaf á jólunum til dæmis og er alltaf jafn ánægður. Þetta fyrirtæki heitir Kjöthöllin og hef ég einnig ávallt fengið þar frábæra þjónustu og gott verð.
Með kveðju og þökk,
Stefán

Samanburður á vöruverði hér og í Bandaríkjunum

Ég var að frétta af Okursíðunni og er með mál sem ég vildi gjarna koma á framfæri. Í gær sendi konan mig til að kaupa farða í Hagkaup í Hotagörðum. Kauptu áfyllingu sagði hún og rétti mér dollu sem merkt var HR. Áfyllingu, sagði ég. Er dollan tekin og gumsinu sprautað í hana? Kauptu bara áfyllingu endurtók hún. Ég sá mitt óvænna og stakk dollunni í vasann. Þegar í Hagkaup var komið tók brosandi starfsmaður á móti erindi mínu, leit á botn dollunnar og fór svo að leita að því sem ég átti að fá. Því miður sagði hún eftir að hafa rótað í skúffu, engin áfylling til. Skítt með það sagði ég, dollan án innihalds getur varla kostað mikið. Hvað kostar hún annars? Rúmlega tvö þúsund sagði starfsmaðurinn. Ha, sagði ég, kostar dollan rúmlega tvö þúsund. Hvað kostar hún þá með innihaldinu. Sjö þúsund og átta hundruð. Ég leit á dolluna og reyndi að gera mér grein fyrir hvað innihaldið væri þungt. Varla nema örfá grömm. Mér ofbauð og ég ákvað að reyna að kynna mér hvað svona vara kostar út úr búð í Bandríkjunum. Ég gef mér það að þar sé þessi vara framleidd. Veit einhver hvort einhver leið er til að gera samanburð á vöruverði hér og í Bandaríkunum?
Oddur

Svaka hækkun í Eymundsson

Mér langar að spyrja hvort þetta sé hægt ? Ég keypti 500 umslög í seinustu viku (25. nóv.2009) á 4.998 í Eymundsson, svo þurfti ég að kaupa aftur í gær 500 umslög (1. des.2009) og þá var sama eining komin í 6.490! Hækkun um 30%!
Svavar M. Sigurjónsson

Góð Lásaþjónusta

Mig langaði bara að segja frá frábærri þjónustu hjá Lásaþjónustunni sem ég fékk í dag. :)
Mér tókst að brjóta bíllykilinn minn, þann eina sem ég átti og fann ekki brotið. Ég hringdi því í umboðið og spurði þá út í þetta og fékk það svar að það þyrfti að panta nýjan tölvukubb í lykilinn að utan. Þetta myndi kosta að lágmarki 15.000 krónur (bíllinn er varla þess virði, hehe). Ég ákvað að prófa að hringja í Lásaþjónustuna, Grensásvegi og hann segir mér að drífa mig til þeirra og þeir reddi þessu með því að taka gamla tölvukubbinn úr brotna lyklinum og færa hann í nýjan lykil.
Ég held ég hafi beðið í mesta lagi 5 mínútur eftir að hann hringdi í umboðið, fékk nr. á lyklinum, færði tölvukubbinn og bjó til nýjan lykil.
Allt þetta kostaði aðeins 5000 kr, 1/3 af umboðsverðinu. Þar að auki var maðurinn einstaklega kurteis og liðlegur. :)
Með bestu kveðju,
Andrea

Verðhækkanir á 1944 réttum SS o fl.

Vildi benda á að nú virðast innlendir framleiðendur keppast við að hækka verð á
vörum sínum áður en hækkun virðisaukaskatts skellur á.
Ég tók eftir að SS grjónagrautur, úr 1944 línunni, var að hækka úr 310 í 360 pakkinn
eða um tæp 17%. Síðan hækkar virðisaukaskatturinn efalaust um áramótin á flestum
vörum þannig að um gríðarlegar hækkanir verður að ræða þegar upp verður staðið.
Það heyrist lítið sem ekkert frá Samkeppnisstofnum um þessa holskeflu hækkana sem virðist vera að eiga sér stað. En svo munu allir bölva og skella skuldinni á ríkistjórnina fyrir að skattahækkanir/breytingar.
Neytendur vaknið! Við getum og eigum að láta óánægju okkar í ljós. Þá spyrja flestir. Hvernig? Við getum ekkert gert! Við eru svo vön að láta allt yfir okkur ganga og aðhöfumst aldrei neitt, því að breyta út af vananum núna?
Fylgjumst með vöruverði og breytingum á því. Þegar að við sjáum að verð eru að hækka þá getum við, og eigum, að bregðast við eins og aðrir velvakandi vitibornir neytendur í nágrannalöndum okkar gera. Þeir efna til mótmæla sem oftast eru fólgin í því einu og jafnframt því áhrifaríkasta sem er að HÆTTA að kaupa tiltekna vöru og þannig þrýsta á framleiðendur jafnt sem innflytjendur á að halda slíku aðgerðum í lágmarki og innan skynsamlegra/nauðsynlegra marka.
kveðja,
Steinar

miðvikudagur, 2. desember 2009

Holskefla hækkana framundan

Vildi benda á að nú virðast innlendir framleiðendur keppast við að hækka verð á
vörum sínum áður en hækkun virðisaukaskatts skellur á.
Ég tók eftir að SS grjónagrautur, úr 1944 línunni, var að hækka úr 310 í 360 pakkinn
eða um tæp 17%. Síðan hækkar virðisaukaskatturinn efalaust um áramótin á flestum
vörum þannig að um gríðarlegar hækkanir verður að ræða þegar upp verður staðið.
Það heyrist lítið sem ekkert frá Samkeppnisstofnum um þessa holskeflu hækkana sem virðist vera að eiga sér stað. En svo munu allir bölva og skella skuldinni á ríkistjórnina fyrir að skattahækkanir/breytingar. Neytendur vaknið! Við getum og eigum að láta óánægju okkar í ljós.
Þá spyrja flestir. Hvernig? Við getum ekkert gert! Við eru svo vön
að láta allt yfir okkur ganga og aðhöfumst aldrei neitt, því að breyta út af vananum núna?
Fylgjumst með vöruverði og breytingum á því. Þegar að við sjáum að verð eru að hækka þá getum við, og eigum, að bregðast við eins og aðrir velvakandi vitibornir neytendur í nágrannalöndum okkar gera. Þeir efna til mótmæla sem oftast eru fólgin í því einu og jafnframt því áhrifaríkasta sem er að HÆTTA að kaupa tiltekna vöru og þannig þrýsta á framleiðendur jafnt sem innflytjendur á að halda slíku aðgerðum í lágmarki og innan skynsamlegra/nauðsynlegra marka.
kveðja,
Steinar

Danskir drykkir á LSH

Mig langaði að vekja athygli á og vonandi vekja fólk til umhugsunar á því hvernig standi á því að það er einungis boðið upp á danska framleiðslu á drykkjarsöfum á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. Mikið er talað um að styrkja íslenskt og spara gjaldeyri en þarna er LSH að eyða einhverjum X milljónum á ári í að flytja inn Rynkeby safana til að hafa á deildum og í matarteríum, bæði handa sjúklingum og starfsmönnum.
Ég get nú ekki ímyndað mér að það sé dýrara að panta Trópí, Flórídana eða aðra „íslenska“ framleiðslu og þar með styrkja íslenskan iðnað.
Vildi endilega koma þessu á framfæri!
Gleðileg jól,
Matta

Kolvitlaust verð í Hagkaupum

Var í Hagkaup í gær, 2. des
Þar var MasterMind spil verðmerkt á 2.999
Á kassanum kostaði það 5.799
Ég fékk þetta leiðrétt, þ.e. endurgreitt kr. 2.800
Það tók reyndar allt sinn tíma
Kveðja,
Guðrún Lár

Hakk og hamborgarar í hverfisverslun

Ég var staddur í ónafngreindri hverfisverslun um daginn og vanntaði nautakjöt. Ég sá að eina nautahakkið í búðinni var merkt SS og New Yorker. Ég greip nautahakkið en sá svo að sami aðili framleiðir tilbúna hamborgara. Ég ákvað að skoða kílóverð á þessum tveim vörum, nautahakk: ca. 1500kr/kg - tilbúnir hamborgarar: 540kr/kg..... Getur þetta verið? Nei það stóðst ekki! Innihaldslýsing á hamborgurunum sagði 2x 125gr hamborgarar = 250gr af kjöti. Samkvæmt því ætti bakkinn af tilbúnum hamborgurum frá SS að kosta 135kr en hann kostaði 540kr. ??? Þá sá ég að þyngd pakkningarinnar var skráð 1000gr en ekki 250gr og þar af leiðandi einingaverð pakkningarinnar 540kr.
Er þetta í lagi???
Takk.
Hissa neytandi.

Heldur áfram að versla við Rimaapótek

Fékk auglýsingamiða inn um lúuna heima hjá mér um daginn, bý í Grafarvogi, auglýsing frá Apótekaranum, Bíldshöfða, þar stóð stórum stöfum "Lyf á lægra verði".
Ég ákvað að láta reyna á þetta og keypti mér kremið Pevisone, 30. gr. og kostaði það 2770 kr. - hringdi í Rimaapótek og þeir selja það á 2236 kr.
Ég held áfram að versla við Rimaapótek.
Anna A

þriðjudagur, 1. desember 2009

Buy punktur is

Vildi bara benda á, svona fyrir jólinn, á netverslunina www.buy.is

Verðdæmi:

Sony WX1 myndavél
Elko: 79.995
Buy.is 59.990

iMac 27"

Apple.is 399.990
Buy.is 369.990

Kv. Jónas