Sýnir færslur með efnisorðinu ekki okur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu ekki okur. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 29. september 2011

Garðsapótek oftast ódýrast

Garðsapótek við Sogaveg var oftast með lægsta verðið á lausasölulyfjum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í apótekum landsins mánudaginn 26. september. Árbæjarapótek Hraunbæ var hins vegar oftast með hæsta verðið í könnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ.

Þar kemur fram að verðmunur á lausasölulyfjum hafi verið frá 23% upp í 93%, en í flestum tilvikum var munur á hæsta og lægsta verði 30 til 60%.

Kannað var verð á 36 algengum lausasölulyfjum, sem eru seld án lyfseðils. Farið var í apótek víðsvegar á landinu en Ólafsvíkurapótek neitaði þátttöku í könnuninni. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Garðsapóteki Sogavegi eða í 20 tilvikum af 36. Hæsta verðið var oftast hjá Árbæjarapóteki Hraunbæ sem reyndist dýrast í 20 tilvikum af 36.

Mesti verðmunurinn í könnuninni að þessu sinni var á verkjalyfinu Panodil (500 mg. 30 stk.) var það dýrast á 654 kr. hjá Austurbæjarapóteki Ögurhvarfi og ódýrast á 339 kr. hjá Apótekinu á Akureyri, sem er 315 kr. verðmunur eða 93%. Forðatöflurnar Duroferon (100 mg. 100 stk.) voru dýrastar á 931 kr. hjá Lyf og heilsu Reykjanesbæ en ódýrastar á 490 kr. hjá Garðsapóteki Sogavegi sem er 90% verðmunur. Rennie töflur fyrir bakflæði (96 stk. í pakka) voru dýrastar á 2.332 kr. hjá Lyf og heilsu en ódýrastar á 1.289 kr. hjá Garðsapóteki sem er 81% verðmunur.

Af öðrum algengum lausasölulyfjum má nefna að nikótínlyfið Nicorette fruitmint í 210 stk. pakkningu var dýrast á 5.415 kr. hjá Lyf og heilsu Reykjanesbæ og ódýrast á 4.390 kr. hjá Lyfjaborg Borgartúni sem er 1.025 kr. verðmunur eða 23%. Frunsukremið Vectavir var dýrast á 1.802 kr. hjá Árbæjarapóteki Hraunbæ og ódýrast á 1.240 kr. hjá Garðsapóteki Sogavegi sem var 45% verðmunur.

Birtist fyrst í DV.

þriðjudagur, 27. september 2011

Vibram Fivefingers íþróttaskór



Mig langar að benda fólki á að á Ebay er hægt að gera góð kaup í Vibram Fivefingers skónum, hægt að fá þá á sirka 70 dollara (ekkert flutningsgjald). Ég pantaði um daginn, fékk þá á tveim vikum og heildarverðið með tollum og vsk-i kringum 12 þúsund krónur. Borgað með PayPal. Verslunin var sögð staðsett í Hong Kong, en varan kom frá Kína.

Uppgefið verð í Ölpunum (alparnir.is) daginn sem ég pantaði var í kringum 29 þ. kr.

Þetta verð er reyndar einkennilega lágt, sýndist það vera u.þ.b 40 – 60 dollurum lægra en ef pantað er frá verslunum í Bandaríkjunum ... um að gera að nota þetta.

Kveðja, Hlaupari

miðvikudagur, 14. september 2011

Geðveikar appelsínur í Kosti



Kostur er uppáhaldsbúðin mín. Ekki af því það sé ódýrasta búðin heldur af því úrvalið er svo æðislegt (ég biðst afsökunar, en kjafturinn á mér er Kani). Sullenberger og félagar eru farnir að flytja inn grænmeti og ávexti beint frá háklassa díler í New York. Þetta er gargandi ferskt og meiriháttar og oftast í mikilli andstöðu við það þreytta stöff sem annars er oft í boði hérna. Mér finnst skárra að borga fyrir hágæða grænmeti og ávexti, en að kaupa ódýrt og enda með að henda.

Nú er í gangi geðveikur díll á appelsínum í Kosti, 1.8 kílóa poki á 298 kr. Þetta eru líka æðislegar appelsínur – Booth Ranches premium oranges frá Kaliforníu. Ótrúlega ferskar og djúsí. Ég kreisti úr tveim og er kominn með eitt glas af besta appelsínusafa sem ég hef smakkað.

Þetta var ekki til um daginn svo ég keypti appelsínur í Bónus í staðinn. Skar eina í sundur og byrjaði að kreista en það kom bara ekki neitt! Segir ýmislegt um ferskleikann.

Jæja, má ekki vera að þessu - þarf að fara að kreista!
Dr. Gunni

miðvikudagur, 10. ágúst 2011

Flott þjónusta hjá Bilaða bílnum

Gamall VW Polo sem við hjónin eigum ofhitnaði í góða veðrinu og eftir smá forkönnun kom í ljós að hringrás í gegnum vatnskassann var lítil sem engin og að viftan fór ekki í gang, s.s. líklega vatnsdæla eða vatnslás (sagði tengdapabbi allavega ;-)

Ég hringdi í ótal verkstæði sem voru öll bókuð og eiginlega flestir dónalegir í símann, var jafnvel boðinn tími eftir 18 daga á einu verkstæðinu með hranalegum orðum "við rukkum tímann ef þú kemur ekki" eins og ég væri að gera símaat.

Einhverstaðar poppaði upp númerið hjá þessum --> Bílaþjónustan Bilaði Bíllinn, Skógarhlíð 10. Ég prófaði að hringja þar sem þeir eru í nágrenni við mig í 105.

Þeir sögðust fara í þetta í hjáverkum, það lægi nokkuð fyrir hvað væri að og þeir væru busy í öðru.

Þá hringja þeir í mig um 20:30 að kvöldi sama dags og segja mér að skipt hafi verið um vatnslás en nú sé bíllinn búinn að vera í gangi í X tíma og viftan fari ekki af stað þó bíllin hitni. Ef þetta sé skynjari þá muni þetta taka allt að tvo daga (í hjáverkum) og mundi kosta <25þ.

Fyrir hádegi daginn eftir er hringt aftur og þá var búið að prófa viftuna, komast að því að hún var OK og finna hvar sambandsleysið var og laga það.

Fyrir þetta borgaði ég 18þ. með nótu og sundurliðun á vinnu og varahlutum (ekkert rugl hjá þessum strákum).

Þetta er í fyrsta sinn sem ég get sagt að ég hafi treyst vinnubrögðum verkstæðis 100%.

Þeir ræddu í upphafi hvað planið væri að gera og áætluðu verðið lauslega, hringdu reglulega og uppfærðu stöðuna, voru svo nokkuð ódýrari en áætlað var og allt að tveim dögum á undan áætlum m.v. svörtustu spá.

Æðisleg þjónusta, það var ekki verið að lofa upp í ermina á sér og allt stóðst sem þeir sögðu.

Bkv.
Kjartan Kjartansson

ps - Ef fólk hefur reynslu af öðrum góðum verkstæðum má það endilega deila henni í kommentakerfinu.
Umsjónarmaður

miðvikudagur, 22. júní 2011

Þriðjudagstilboð og ís

Þriðjudagstilboðin hjá bíóunum er gott mál. Kostaði 750 kall á mann inn á allar myndir í Háskólabíó í gær, en ekki 1200 kall eins og vanalega. 900 kall í plús á par er fínt. Fór á Bridesmaids sem er hverjar krónu virði, bæði á tilboði og ekki.

Sniðugt væri ef ísbúðir framlengdu þriðjudagstilboðið og lækkuðu verð á þriðjudögum. Þá gæti gróðinn í bíó nýst beint í ís, svo þriðjudagskvöld yrðu pakki, bíó og ís. Hugmynd?

Dr. Gunni

sunnudagur, 15. maí 2011

Ódýrt niðurhal á erlendri músík

Ég rakst fyrir tilviljun á þessa netsíðu http://www.mp3vips.com/, en þarna er boðið mun ódýrara download á erlendri músík en almennt gerist. Til samanburðar við Amazon er u.þ.b. 5-6 faldur verðmunur t.d. plata með Sting - The dream of the blue turtles kostar 9$ á Amazon en 1,5$ á mp3vips. Helsti gallinn er sá að vöruframboðið er ekki til jafns á við stóru vefina.
Þekkið þið einhverja aðra svona vefi sem eru jafn ökonomískir?
Með kveðju,
Hergeir Einarsson

þriðjudagur, 15. febrúar 2011

Ódýrt gos í Á stöðinni

Ég fer nú ekki oft í Hafnafjörðinn en það gerði ég um daginn, kom við í
sjoppu/bensínstöð sem heitir Á stöðinni og fékk þar hálfan líter af Egils
Kristal á 149kr. Var við öllu viðbúinn og bjóst við að þurfa borga um 300kr
eins og flestum sjoppum. Þeir eiga hrós skilið!
Þórunn

sunnudagur, 30. janúar 2011

Ódýrustu sígaretturnar í bænum?

Í Smáralindinni, í ganginum við kassana í Hagkaup, er nú komin tóbaksbúðin Júbí. Þar eru seldar rafsígarettur, vatnspípur og allskonar framandi tóbak til að setja í þær. Í óspurðum fréttum tjáði starfsmaðurinn mér svo að þarna fengjust ódýrustu sígaretturnar í bænum: 810 kall pakkinn af Marlboro, Camel o.s.frv., og eitthvað ódýrara af Gold coast og slíku. Getur einhver toppað þetta?
Dr. Gunni

laugardagur, 22. janúar 2011

Ódýr rör

Nú er mikið auglýst allskonar ávextir og safar til að búa til (skyr)boost heima hjá sér í blandara. Eiginlega er nauðsynlegt að sjúga boostið upp með röri. Bestu kaupin eru hjá Tiger: þar fást 100 rör í poka á 200 kall. Þetta eru svört rör og alveg passlega breið til að sjúga upp heimalagað skyrboost. Til samanburðar eru 36 breið rör í pakka hjá Megastore á 298 kr.
Dr. Gunni

Ódýrt gos á Reykhólum

Ég sé mig eiginlega tilneydda að hafa samband við þig. Málið er að ég vinn á Reykhólum í Reykhólasveit og hef verslað við verslun hér á staðnum sem ber nafnið Hólakaup. Þegar ég fer í Hólakaup þá versla ég mér stundum Pepsi eða Appelsín. Fyrst þegar ég verslaði mér þessa gosdrykki í Hólakaupum þá tók ég eftir verðinu á 1/2 líter Pepsi og Appelsíni ... aðeins 119 kr. flaskan í dag ( var 129 kr í haust ).. Ég spurði verslunarstjórann og eiganda Hólakaups hverju þetta sætti, svona verð sæi ég aldrei í Rvík eða á höfuðborgasvæðinu. Eyfi svaraði, en svo er verslunareigandinn nefndur hér á staðnum ... ,, til hvers að hafa hærra verð þegar mér nægir að hafa þetta verð og tapa ekki á því?
Hvernig stendur á þessum mikla verðmun í Reykjavík og hér á Reyhólum ? Mér ofbýður þessi verðmunur, það er ekki að byrja neitt núna þetta ódýra verð á gosi hérna, ég kom hingað í fyrsta sinn í júlí í fyrra og þá var þetta verð eða 129 kr. sem er 100 kr. minna en á samskonar gosi í bænum.
Með bestu kveðju,
Guðbjörg Elín

þriðjudagur, 7. desember 2010

Ódýrasti jólakjóllinn og okrið hjá sumum!

Ég keypti mér jólakjólinn nú um síðustu helgi og langar að deila því með ykkur.

Ég byrjaði á því að fara á Laugaveginn af því þar er svo mikið af íslenskri hönnun. Eftir að hafa heimsótt nokkrar verslanir þar gat ég nú bara eiginlega ekki meira því mig var farið að svíða svo í augun undan verðmiðunum! Ég veit að maður á að reyna að styðja íslenskt en guð minn góður!! Einföld blússa á nærri fimmtíu þúsund kall! og kjólar sem kosta morð... get ekki ímyndað mér að það séu margir aðrir en útlendingar sem hafi efni á íslenskri tísku þessa dagana.

Ég ákvað því að kíkja í Kringluna og leita að einhverju sem veskið mitt þolir. Eftir að hafa heimsótt nokkrar búðir kíkti ég inn í nýja búð sem heitir Emami. og viti menn.. flottur jólakjóll á viðráðanlegu verði. Ég skoðaði einn silkikjól sem var á tilboði á 25 þúsundkall, það var hægt að breyta honum alveg endalaust. Ferlega sniðugt. Ég keypti hann samt ekki því ég fann annan sem ég féll alveg kylliflöt fyrir, rosalega flottur jólakjóll í svörtu silki og ég borgaði 26.900 kr fyrir hann (hann var ekki á tilboði). Það var líka hægt að breyta honum þannig að ég get verið í hinum á aðfangadag, breytt honum svo bara fyrir áramótin og notað hann svo enn og aftur í fermingunum án þess að nokkur fatti neitt! Þetta er sko jóladíll ársins.. að kaupa kjól sem hægt er að nota aftur og aftur.

En það sem kom mér mest á óvart að þegar ég var á kassanum þá sagði stelpan mér að Emami væri íslensk hönnun!! Hvernig geta þeir verið með eðlileg verð í búðinni sinni á meðan búðirnar sem ég heimsótti á Laugaveginum eru gjörsamlega í ruglinu með sín verð?!

Niðurstaðan: ódýrasti jólakjóllinn er sennilega í Emami búðinni í Kringlunni. Allavegana ef þú vilt kaupa íslenska hönnun.

Kveðja,
Guðrún

þriðjudagur, 16. nóvember 2010

Ódýr ferskur fiskur í Bónus

Ég var að skoða verðkönnunina sem þú gerðir á fiski í fiskbúðunum og tveimur verslunum.
Málið er að fyrirtækið mitt framleiðir ferskan fisk fyrir Bónus og finnst mér við því miður alltaf lenda útundan í verðkönnunum.
Við höfum lagt okkur fram um að framleiða ódýran og góðan fisk.
Verð á Ýsuflökum er td út úr Bónus á 998 kr kg en mjög algengt verð út úr fiskbúð er á bilinu 1700-1990 kr kg (roð og beinlaust).
Fiskibollurnar okkar kosta út úr Bónus 699 -10% afsláttur við kassa(sama verð frá árinu 1999)en algengt verð út úr fiskbúð er 1100-1500 kr kg.
Ýsuréttirnir okkar kosta 998 kr kg út úr Bónus en algengt verð út úr fiskbúð er 1200-1700 kr kg.
Þannig að fólk getur sparað mikla peninga með því að versla fiskinn sinn í Bónus.
Mig langaði bara vekja athygli þína á þessu og lofa okkur kannski að vera með næst.
Með kveðju,
Finnur Frímann
eigandi Fiskbúðarinnar okkar.

sunnudagur, 31. október 2010

Ekki okur - ódýr föt á börnin í kreppunni

Barnafatabúðin Blómabörn opnaði þann 14. mars á síðasta ári, að Bæjarhrauni 10, en er nú flutt í glæsilegt húsnæði að Bæjarhrauni 2, spölkorn frá gamla staðnum. Það hefur verið nóg að gera og jákvæð viðbrögð frá byrjun, ekki síst vegna kreppunnar.
Einnig er opið suma Laugardaga en það er nánar auglýst á Facebook undir nafninu Blómabörn Barnafataverslun.
Arnbjörg kaupir notuð barnaföt af fólki á kílóverði og hafa viðtökur verið mjög miklar og góðar.
Nú er hægt að kaupa ódýr og falleg föt á börnin fyrir jólin.

Opnunartími:
MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA FRÁ 12-17 EN FÖSTUDAGA FRÁ 12-15.

Blómabörn er með landsbyggðarþjónustu.

Verslunin er á Facebook undir nafninu Blómabörn Barnafataverslun.

Nánari upplýsingar í síma 6161412.

Þriðjudagstilboð hjá Skalla upp í Árbæ

Vildi segja frá tilboði:

1 liter af ís (hvitur-venjulegur) + köld sósa + ein ný mynd og + ein gömul mynd = 890 kr. Þetta er þriðjudagstilboð hjá Skalla upp í Árbæ.
kv.
Linda Björk

mánudagur, 20. september 2010

Ekki okur - Buy.is

Ég er búin að vera að skoða myndavélar og var t.d að skoða Canon EOS 500D og fannst svimandi verðmunur á þessari vél.

Buy.is: 119.990
Elko: 144.995
Nýherji: 154.900

Flass fyrir vélina, Speedlite 430 Ex II:
Buy.is: 45.990
Elko: 50.397
Nýherji:56.900

Myndavél + flass:
Buy.is: 165.980
Elko: 195.392 (munar 30.402 miðað við Buy.is)
Nýherji: 211.800 (munar 46.810 miðaið við Buy.is)

Mér er alveg sama þó ég þurfi að bíða lengur eftir þessu á Buy.is en að kaupa þetta annars staðar.

Linda Rós

þriðjudagur, 24. ágúst 2010

Ánægður með Nings

Ég gerði mér ferð á Nings um daginn, eftir að hafa lesið misjafna gagnrýni
um staðinn á okursíðunni þinni. Ég ákvað að fara á Suðurlandsbrautina.
Pantaði ég mér nautakjöt með grænmeti og hnetusósu, man ekki númer
réttsins. Svo fékk ég mér eggjanúðlur. Verð ég að segja að ég varð ekki
fyrir vonbrigðum og bæði maturinn og þjónustan sem ég fékk á staðnum fór
langt fram úr væntingum mínum. Broshýrar og kurteisar afgreiðslustelpur,
frábær matur og gott andrúmsloft, er hægt að biðja um meira? Mæli með
Nings fyrir alla.
NAFNLEYSINGI

fimmtudagur, 12. ágúst 2010

Ódýrir smokkar - öruggt og hraðvirkt frá Amazon

Hjá Amazon má ná stykkinu af Durex smokkum niður í 32 krónur.
Pantaði 2 x 100 stk til að ná sendingarkostnaðinum niður þar sem ég var ekki að
panta neitt annað með.
Það tók innan við 5 sólarhringa að fá þetta sent á næsta pósthús.

Sjá nánar á http://www.amazon.com/gp/product/B000BH26LI/

Vegna eldri færslur um smokka á Okur-blogginu vil ég taka eftirfarandi fram:
- Hjá Skeljungi/Select er Atlasinn ekki lengur til.
- Hjá Megastore voru þeir uppseldir og afgreiðslumaður vissi ekki um framhaldið.
- Hjá vefverslunum sem kalla sig íslenskar sé ég enga leið til að ná þessu niður
fyrir 32 kr stykkið.

Svo er verið að rukka um 150 kr fyrir þetta hérna heima í smásölu, stk. Það er okur!
Að lækka vsk úr 25% í 7% dugar ekki til að einu sinni nálgast verðið frá Amazon.
Svo eru þægindin við að versla við Amazon óumdeild og Durex er vandað merki.

Nafnlaus smokkakaupandi

laugardagur, 7. ágúst 2010

Hofland-setrið í Hveragerði fær góða dóma!

Við vorum á ferð fjölskyldan núna í vikunni fyrir austan í bústað og ákváðum að skreppa í smá ferð og gefa eldamennskunni frí eitt kvöld og var ákveðið að fara með familíuna út að borða. En allavega þá enduðum við í Hveragerði og í rauninni duttum þar niður á stað sem heitir Hofland-setrið. Get sagt að við fórum ekki illa svikin út úr þeim viðskiptum. Pöntuðum eina 16" pizzu með 4 áleggstegundum (ekki matseðilspizza) fyrir manninn minn og elsta son sem þeir skiptu á milli sín, yngri sonurinn var með 12" hvítlaukspizzu og ég var með borgara með öllu, frönskum og tilheyrandi. 3 stórar gos og svali fyrir guttann. Alls var þetta 5.590 kr. Fín þjónusta, kósí staður og hreinlegur og við vorum í alla staði alveg stóránægð og tókum með okkur restina heim í boxi sem náðist ekki að klára á staðnum og var það étið upp til agna líka... þannig að við fórum ánægð frá þessu. Sjaldan sem maður er sáttur við verð og gæði.
Kærar kveðjur,
Lilja Líndal Sigurðardóttir.

miðvikudagur, 4. ágúst 2010

Ódýr og góður orkudrykkur

Ég fæ mér orkudrykki endrum og eins. Prófaði í gær X Ray Energy drink, sem mun víst keppa stíft við Red Bull í mörgum löndum. Hann smakkast álíka og blár Magic, ég myndi bara segja að hann væri betri og einhvern veginn mildari á tungunni. Verðið kom svo skemmtilegast á óvart, 115 kr. dósin (25 cl) í Kosti. Ég mæli með þessum ef fólki vantar smá búst.
Dr. Gunni

fimmtudagur, 15. júlí 2010

Ekki okur á bjór

House of Guinness, Lækjargötu 10 Rvk, býður landsmönnum uppá Fimm Tuborg í Fötu alla daga frá 19:00 til 23:00 á litlar 1500 krónur, nánast sama verð og í vínbúðinni. Það þarf að styrkja svona fyrirtæki.
Kv,
Rikhard Johannsson