laugardagur, 7. ágúst 2010

Hofland-setrið í Hveragerði fær góða dóma!

Við vorum á ferð fjölskyldan núna í vikunni fyrir austan í bústað og ákváðum að skreppa í smá ferð og gefa eldamennskunni frí eitt kvöld og var ákveðið að fara með familíuna út að borða. En allavega þá enduðum við í Hveragerði og í rauninni duttum þar niður á stað sem heitir Hofland-setrið. Get sagt að við fórum ekki illa svikin út úr þeim viðskiptum. Pöntuðum eina 16" pizzu með 4 áleggstegundum (ekki matseðilspizza) fyrir manninn minn og elsta son sem þeir skiptu á milli sín, yngri sonurinn var með 12" hvítlaukspizzu og ég var með borgara með öllu, frönskum og tilheyrandi. 3 stórar gos og svali fyrir guttann. Alls var þetta 5.590 kr. Fín þjónusta, kósí staður og hreinlegur og við vorum í alla staði alveg stóránægð og tókum með okkur restina heim í boxi sem náðist ekki að klára á staðnum og var það étið upp til agna líka... þannig að við fórum ánægð frá þessu. Sjaldan sem maður er sáttur við verð og gæði.
Kærar kveðjur,
Lilja Líndal Sigurðardóttir.

3 ummæli:

 1. Hofland-setrið er mjög góður staður og ég hvet fólk eindregið til þess að kíkja þangað á leiðinni í eða úr fríinu á suðurlandi.

  Var að vinna á Selfossi síðastliðinn vetur og við vinnufélagarnir kíktum alltaf við þarna á föstudögum. Mjög góð þjónusta, góður matur og maður borgar ekkert alltof mikið fyrir þetta(þetta er veitingastaður og maður fær þetta ekki á sama verði og McDonalds í USA, við verðum að gera okkur grein fyrir því). :)

  Kv. Einn ógeðslega sáttur :D

  SvaraEyða
 2. Sammála, fórum þangað í sumar og fengum frábæra þjónustu, maturinn var mjög góður og alls ekki dýr.
  Förum þangað aftur!

  SvaraEyða
 3. Þetta er með þeim bestu pizzum sem hægt er að fá á landinu. Ég og yngri bróðir minn stoppum oft sér í Hveragerði bara til að fá okkur eina pizzu þarna. Frábær þjónusta og kózý staður.

  SvaraEyða