Sonur minn ætlaði að láta skipta um vatnskassa í bílnum sínum - kassann fékk hann í Stjörnublikk, verð c/ 19.000.-...? - hlýtur að vera í lagi, hvað veit maður?. En þegar átti að setja hann í, var hringt víða og Kvikk þjónustan bauðst til að setja hann í bílinn fyrir 18.000.-, enga stund gert, var sagt. Ég hringdi á 2 aðra staði og komst að því að þetta er klukkutími til 1 og hálfur en tíminn á bílaverkstæði er kominn í 9.500.-. Mér finnst stutt síðan að tíminn á verkstæði var 4-5.000.- kall, en þvílík hækkun! Laun okkar, kaupmáttur og kaupgeta nær þessu aldrei. Ég held að verkstæði / bifvélavirkjar séu að notfæra sér ástandið í þjóðfélaginu og hækkað uppúr öllu valdi. OKUR! OKUR! OKUR!
Már
Já, þessi geiri er búinn að fá að svínhækka sig undanfarin ár án þess að nokkur segi eitthvað.
SvaraEyðaKlukkustundin á 8-15 þúsund.
Svo er sagt að tölvufólk og iðnaðarmenn séu dýrir.
Bifreiðaverkstæði Hafnarfjarðar... þeir eru mjög sanngjarnir mun lægri en annars staðar.
SvaraEyða