Við hjónin skelltum okkur á Inception í Kringlubíói í kvöld. Miðarnir á 650 kr.
stk (Þriðjudagstilboð). Fór síðan og keypti 1/2 ltr. af Topp og 1/2 ltr. af Coke Zero. Fyrir þetta mátti ég reiða fram 720 kr! Miðstærð af poppi, 10 karamellur og 1 lítið súkkulaði, samtals 1650 kr. Er ekki í lagi með þetta lið? Hversu mikið þarf það að græða á fólki? Bíóferðin á þriðjudagskvöldi endaði semsagt í 3000 kr.! Maður er hættur að skilja, eru engin mörk á græðgi fólks. Hvernig stendur á því að það þarf að leggja fleiri hundruð prósent á þessar vörur? Læt mér nægja í framtíðinni að fara í Krambúðina á Skólavörðustíg og leigja þar nýjustu spólurnar á 300 kr. stk. og kaupi svo gos og snakk í Bónus. Þannig fer bíókvöldið ekki yfir 1000 kr. Fólk á ekki að versla við svona lið. Ég mæli með því að fólk kaupi sér gos, popp og nammi áður en það fer í bíó, þetta er bara rugl.
Kveðja,
Jakob Aðils og Guðrún H.A. Eyþórsdóttir
Sammála, ótrúlegt að þeir geti ekki haft þetta aðeins ódýrara og þá kaupir fólk meira. Ég reyni að kaupa nammi áður en ég fer í bíó. Manni svíður sérstaklega í óæðriendann þegar maður kaupir gosið hjá þeim...
SvaraEyðaég er farinn byrgja mig upp áður en ég fer í bióið, fara bara á nammibarinn í einhverjum stórmarkaðinum
SvaraEyðaEr ekki spurning um að hætta bara að fara í bíó? Þá fyrst myndu eigendurnir kannski taka við sér. Ég er allavega löngu hættur að láta bjóða mér þetta, kaupi bara myndirnar eða tek á leigu.
SvaraEyðaÁstæðan fyrir þessu er sú að bíóin þurfa að greiða mjög háa prósentu af miðaverði til dreifingaraðila. Fyrir vinsælar A-myndir erum við jafnvel að tala um 110% af miðaverði. Þess vegna er álagningin sett á sjoppuna svo það sé einhver rekstrargrundvöllur.
SvaraEyðaEinhverm tímann heyrði ég að framleiðslukostnaður á stórum popp væri í kring um 3 kr. Ekki ómyndarleg álagning það.
Miklu betra að leigja bara myndir, eða kaupa þær á amazon. Niður með bíóin!