miðvikudagur, 4. ágúst 2010

Dýrt nammi í (Sam)bíóum

Við hjónin skelltum okkur á Inception í Kringlubíói í kvöld. Miðarnir á 650 kr.
stk (Þriðjudagstilboð). Fór síðan og keypti 1/2 ltr. af Topp og 1/2 ltr. af Coke Zero. Fyrir þetta mátti ég reiða fram 720 kr! Miðstærð af poppi, 10 karamellur og 1 lítið súkkulaði, samtals 1650 kr. Er ekki í lagi með þetta lið? Hversu mikið þarf það að græða á fólki? Bíóferðin á þriðjudagskvöldi endaði semsagt í 3000 kr.! Maður er hættur að skilja, eru engin mörk á græðgi fólks. Hvernig stendur á því að það þarf að leggja fleiri hundruð prósent á þessar vörur? Læt mér nægja í framtíðinni að fara í Krambúðina á Skólavörðustíg og leigja þar nýjustu spólurnar á 300 kr. stk. og kaupi svo gos og snakk í Bónus. Þannig fer bíókvöldið ekki yfir 1000 kr. Fólk á ekki að versla við svona lið. Ég mæli með því að fólk kaupi sér gos, popp og nammi áður en það fer í bíó, þetta er bara rugl.
Kveðja,
Jakob Aðils og Guðrún H.A. Eyþórsdóttir

4 ummæli:

  1. Sammála, ótrúlegt að þeir geti ekki haft þetta aðeins ódýrara og þá kaupir fólk meira. Ég reyni að kaupa nammi áður en ég fer í bíó. Manni svíður sérstaklega í óæðriendann þegar maður kaupir gosið hjá þeim...

    SvaraEyða
  2. ég er farinn byrgja mig upp áður en ég fer í bióið, fara bara á nammibarinn í einhverjum stórmarkaðinum

    SvaraEyða
  3. Er ekki spurning um að hætta bara að fara í bíó? Þá fyrst myndu eigendurnir kannski taka við sér. Ég er allavega löngu hættur að láta bjóða mér þetta, kaupi bara myndirnar eða tek á leigu.

    SvaraEyða
  4. Ástæðan fyrir þessu er sú að bíóin þurfa að greiða mjög háa prósentu af miðaverði til dreifingaraðila. Fyrir vinsælar A-myndir erum við jafnvel að tala um 110% af miðaverði. Þess vegna er álagningin sett á sjoppuna svo það sé einhver rekstrargrundvöllur.

    Einhverm tímann heyrði ég að framleiðslukostnaður á stórum popp væri í kring um 3 kr. Ekki ómyndarleg álagning það.

    Miklu betra að leigja bara myndir, eða kaupa þær á amazon. Niður með bíóin!

    SvaraEyða