mánudagur, 30. ágúst 2010

Okur hjá internetþjónustu

Mér langaði til þess að benda á algjört okur hjá internetþjónustunni www.len.is
Sé keypt hýsing hjá lén.is (Netvistun) gefa þeir sig út fyrir það að það fylgi með frítt .is lén í 1 ár.
Jújú allt gott og blessað og kann að hljóma mjög góður díll fyrir suma en þegar farið er í saumana á þessu má sjá alveg hrikalegt okur.
Isnic.is er eini söluaðili léna á íslandi og þurfa ALLAR lénaskráningar hvaða sem þær virðast keypta að fara í gegnum isnic. Gott og blessað. Árgjaldið er 7.982 krónur fyrir lénið sem www.len.is segist gefa með hýsingum sínum.
Mánaðargjald á hýsingu hjá lén.is er fyrir 500mb hýsingu er 3.990 krónur, ef það er margfaldað með 12 kemur út talan 47.880 krónur
Þá fer fólk að spyrja sig, er ekki tæplega 48 þúsund kall á ári bara sanngjarnt verð fyrir hýsingu með .is léni.
Svarið er Nei.
Tökum annað dæmi með aðra internetþjónustu, hýsingarþjónustan 1984.is rukkar einungis 672 krónur á mánuði fyrir 5 GB hýsingu.
Það kostar semsagt á ári hjá 1984.is 8.064 krónur, vissulega fylgir ekki .is lén með þeirri hýsingu og bætast því við 7.982.
Sem segir okkur það að 500 mb hýsing hjá lén.is kostar 47.880 krónur á ári.
En 5 GB hýsing hjá 1984.is kostar þegar búið er að versla sér lénið aukalega 16.046 krónur á ári.
Hérna sést mjög auðveldlega þetta hriklega okur sem www.len.is lætur viðgangast og vona ég innilega að ekki nokkur lifandi maður (né kona) versli sér hýsingu á þessum okurprís þarna hjá lén.is.
Það hljómar miklu betur að borga 16.046 krónur á ári fyrir 5 GB hýsingu og lén heldur en að borga 47.880 krónur á ári fyrir 500 mb hýsingu og lén (sem sagt er að sé frítt, ekki er nú aldeilis).
Finnst svona okur alveg óþolandi og vildi ég því láta aðra vita af þessu
Kveðja, G.Á.

8 ummæli:

 1. Í öllum lýðræðislöndum er það ríkið sem úthlutar þessum lénum. En í einkavinavæðingunni á Íslandi var þetta fært í hendur einkaaðila.

  SvaraEyða
 2. Hr. Nafnlaus.
  Vinsamlegast lestu greinina betur, öll skráning léna fer í gegnum Isnic.is
  Það var engin einkavinavæðing í gangi þar.
  http://www.isnic.is/about/isnic.php

  Aftur á móti mega fyrirtæki að selja lén en þau þurfa sjálf að kaupa lénin frá Isnic. Þetta er því bara endursala hjá þeim. Svo er auðvitað mismunandi hvað viðkomandi aðilar smyrja á.

  SvaraEyða
 3. Mig langaði. Þágufallssýki er svo ofboðslega ljót,

  SvaraEyða
 4. Ég vek athygli á okri á bæjarhátíð Mosfellsbæjar ,,Í túninu heima". Þar voru í boði 3 spennandi leiktæki fyrir börn á aðal hátíðarsvæðinu aðgangur að þeim seldur á okurverði. Það þurfti að kaupa miða í tækin. Einn miði kostaði 100 krónur. Það kostaði 5 miða í fallturninn eða 500 krónur, 4 miða í hringekjuna eða 400 krónur og 2 miða í hoppukastalann. Það var ömurlegt að upplifa stéttaskiptinguna og mismunina börnum fátæka fólksins sem að ekki komust í tækin og stóðu sorgmædd og horfðu á félaga sína sem fengu að fara. Mikið þótti mér óþolandi að horfa upp á þetta og einstaklega eitthvað svo óviðeigandi í þeim þjóðfélagsaðstæðum sem að við erum í nú.

  SvaraEyða
 5. Þetta fyrirtæki var líka hérna í Hveragerði og var með tækin til taks á laugardegi. Svo gerði leiðinlegt veður á sunnudegi og þá var ekki nein tæki að sjá en krakkarnir mínir 500kr fátækari og með miða sem ekki var hægt að nota. Tækin auglýst í dagskrá á sunnudeginum líka.

  SvaraEyða
 6. Spurning að gera nýjan þráð með þetta okur!! Frekar leiðinlegt að lesa 2 okurgreinar í sömu greininni.

  SvaraEyða
 7. Leiðinlegt? Er þetta ekki bara gott dæmi - tveir fyrir einn?

  SvaraEyða
 8. Það má líka bæta við að þetta árgjald af léninu sem greitt er til IsNic er aðeins innifalið fyrsta árið! = Enn meira okur ef þú ert lengur í viðskiptum við þá.

  SvaraEyða