miðvikudagur, 4. ágúst 2010

Stóra Kókkippusvindlið

Ég fann mig knúna til þess að koma þessu á framfæri.
Ég kaupi af og til kippu af 2ja lítra gosi í Bónus. Ég hef lent í því að
afgreiðslufólkið notar ekki strikamerkið sem er utan á plastumbúðunum,
heldur rennir strikamerki af flöskunni í skannann og margfaldar með 6. Þá
borgar maður fullt verð fyrir hverja flösku og þá eru það tæpar 1600 kr.
fyrir kippuna. Ef rétta strikamerkingin er notuð, þá fær maður kippuna á
um 998 kr. Ég lenti í þessu núna síðast í dag í Bónus á Selfossi. Afgreiðslustúlkan
skannaði inn flösku og margfaldaði með 6. Ég spurði hana hvort hún ætti
ekki að nota strikamerkið sem væri utan á plastumbúðunum utan um kippuna,
en hún svaraði því að það strikamerki virkaði ekki alltaf og því væri þeim
(starfsfólkinu) sagt að nota bara strikamerki af flöskunni.
Þar sem Íslendingar eiga heimsmet í kókdrykkju, tel ég víst að ansi margir
hafi lent í þessu og borgi því tæpum 600 krónum of mikið fyrir kippuna.
Ég bið því fólk að vera vakandi yfir þessu og passa sig á þessu með
strikamerkin.
Með bestu kveðju,
Björk Konráðsdóttir.

8 ummæli:

 1. Strikamerkið ofan á kippunni er haft óvirkt af þeirri einföldu ástæðu að eitt sinn var það ein algengasta leiðin til að stela í matvöruverslunum að raða nokkrum kippum af tveggja lítra gosi í innkaupakerru en undir kippunum og í kring, svo ekki sást var ýmsum öðrum varningi raðað, oftast dýrum vörum eins og konfektkössum, bókum, dvd myndum eða bara hverju sem er. Þjófarnir komu svo á kassa, rifu miðann af kippunum og réttu afgreiðslumanneskunni í staðinn fyrir að taka kippurnar upp úr. Límmiðinn efst er því látinn vera óvirkur svo fólk neyðist til að taka kippurnar upp úr og afgreiðslufólkið þurfi ekki að standa í stappi við fólk sem neitar. Afgreiðslufólkið segir bara kippan þarf að koma upp á borðið því það er eina leiðin til að skanna vöruna inn. Þegar ég vann í verslun á sínum tíma gerðist það oft í viku að fólk reyndi þessa aðferð og oft var það með í felum vörur fyrir tugi þúsunda.

  SvaraEyða
 2. Stendur einhvers staðar á verðmerkingum að kippan eigi að vera ódýrari en að kaupa þetta í lausu?

  SvaraEyða
 3. Gildir ekki hin almenna þumalputtaregla um magninnkaup, að þá fái maður vöruna aðeins ódýrari ef maður kaupir hana í meira magni/stærri umbúðum?

  SvaraEyða
 4. Það er engin "almenn þumalputtaregla um magninnkaup". Þú færð sárasjaldan afslátt út á fleiri stykki keypt nema um sé að ræða sérstök tilboð, þótt stærri innri pakkningar eigi vitaskuld að vera ódýrari, enda umbúða- og vinnukostnaður minni. Enginn slíkur sparnaður í gangi þegar þú kaupir 6 flöskur í kippu frekar en eina staka. Almennt er þetta strikanúmer óvirkt af öryggisástæðum, en gjarnan virkjað fyrir sérstök tilboð sem þá eru auglýst. Maður myndi reikna með að þá vissi starfsfólkið af því (eða kippurnar sjálfar sérmerktar, "4 fyrir 3" eða "6 fyrir 4", hefur maður verið að sjá svolítið oft undanfarið), en svo sem um að gera að minna á það, kassafólk er mannlegt eins og við hin. Ef ytra strikamerkið á venjulegri kippu skannast, og það mikið ódýrar en 6 stykki, er pottþétt um að ræða mistök á skrifstofu fyrirtækisins, nema annað hafi komið fram á merkingum inni í búðinni.

  SvaraEyða
 5. Skv. verðmerkingu í hillu, þá er kippa af kók yfirleitt í kringum þúsundkall. Glatað að verðið hækki um meira en 500 kall bara þegar maður labbar frá hillunni að afgreiðslukassanum.

  SvaraEyða
 6. Ég hef aldrei séð hillumerkingu á kippu af kók eða öðru gosi, ekki nema um sé að ræða tilboð stillt upp úti á gólfi..

  SvaraEyða
 7. kanski er það bara ég, en ef manneskja myndi neita að láta kippuna upp á borð þá myndi ég klárlega neita að afgreiða hana

  SvaraEyða
 8. Ég var að vinna í Bónus í nokkur ár, ég stimplaði bara fyrst inn miðann, svo sex stykki, og seldi kúnnanum bara það sem var ódýrara.

  SvaraEyða