þriðjudagur, 10. ágúst 2010

Síminn hækkar í kreppunni!

Þessi skilaboð fann ég á símareikninginum í heimabankanum mínum:

"Verðhækkun
Síminn mun frá og með 1. október nk. breyta verði á þjónustu sinni. Nákvæmar upplýsingar verður að finna á vefsíðu Símans 1. september nk. undir fréttir og hjá
þjónustuveri í síma 800 7000. Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér þessar breytingar vel."

Það er greinilega ekki bara Orkuveitan sem ætlar sér að hækka gjaldskrána sína á næstunni.

með kveðju
J.K.

4 ummæli:

  1. Ég hef greinilega fundið þetta á mér því ég er búin að hafa gsm-inn frá upphafi hjá Símanum en mér blöskraði grunngjaldið miðað við aðra aðila og skipti um!

    SvaraEyða
  2. tal hækkaði líka 1. júlí

    SvaraEyða
  3. Tal var að hækka í fyrsta skipti síðan 2008, mæli með því að þið skoðið hversu oft síminn og vodafone hafa hækkað á þessu tímabili ?

    Og síminn og vodafone hækkuðu líka 1 júlí

    SvaraEyða
  4. Ekki rétt, tal hefur hækkað sína verðskrá tvisvar á þessu ári og Vodafone einu sinni, Síminn bara einu sinni og var síðastur til þess að gera það.

    Skoðið mínútuverð allra fyrirtækjanna, Síminn er lægstur í nánast öllum tilvikum.

    SvaraEyða