miðvikudagur, 4. ágúst 2010

Allt sama símafyrirtækið?

hérna er smá efni fyrir okursíðuna að vísu ekki okur en smá svona neytendapæling samt sem áður.
Ég fór um daginn í verslun vodafone og lét verða af því að kaupa mér 3G netlykil eftir nokkurra mánaða umhugsun. Félagi minn var með mér (hélt hann væri í vodafone) og var í vandræðum með að netið hjá sér væri svo hægt þannig hann bað afgreiðslustúlkuna um að fletta upp nettengingunni hjá sér og gaf upp heimasímann hjá sér því hann hélt að það gæti verið að hann væri búinn að niðurhala of mikið, nettengingin er skráð á móður hanns. Jæja afgreiðslustúlkann lætur hann vita af því að internetið hjá honum væri skráð hjá Tal og hann væri þar eingöngu með 60gb limit á mánuði og væri kominn uppí 124gb.
Jæja gott og vel hann komst þá að þessu að það hafi verið vandamálið. En svo fórum við félagara að hugsa, hvernig í ósköpunum getur afgreiðslustúlka hjá Vodafone séð allar upplýsingar um viðkomandi tengingu sem er ekki einusinni skráð í þeirra fyrirtæki? Hún sá að hann væri bara með 60gb limit og væri kominn uppí 124gb. Þannig maður spyr sig, er kerfið hjá símafyrirtækjunum svona rosalega samtengt að Vodafone getur bara skoðað eins og það vill allar upplýsingar um nettenginguna hjá fólki í viðskiptum við önnur fyrirtæki?
Þetta var nú bara svona smá pæling.
Kveðja, G.Á.

6 ummæli:

  1. Tal notar kerfi Vodafone sem útskýrir væntanlega afhverju Vodafone sér allt um viðskiptavina Tals.

    En það að starfsfólk Vodafone geti séð allt verður að teljast á gráu svæði.

    SvaraEyða
  2. Tal og vodafone er sama fyrirtækið öll skrifstofu starfssemi fer fram i sama husi og með sama fólki

    SvaraEyða
  3. Það er ekkert leyndarmál að Tal og Vodafone sama fyrirtækið.

    SvaraEyða
  4. Snillingar !

    Tal og Vodafone eru ekki sama fyrirtækið og hafa aldrei verið: Teymi, móðurfélag Vodafone sem er reyndar farið á hausinn átti 51% í Tali en núna hefur Landsbankinn sem tók Teymi yfir selt Tal og Tal því á engan máta tengt Vodafone lengur nema að því leiti að Tal kaupir aðgang að kerfi Vodafone í heildsölu þar sem að Tal á ekki sín eigin dreifikerfi.

    Það eitt og sér að nota kerfi annnarra er ekkert hættulegt eða eitthvað sem ber að varast, það er alþekkt í hinum stóra heimi að fjarskiptafélög kaupi aðgang hjá öðrum félögum.

    SvaraEyða
  5. Sammála fyrri ræðumanni.

    Ég er fyrrverandi starfsmaður Vodafone og Tal og get sagt ykkur hvernig þetta allt er.

    Vodafone er skrifstofur sínar í Skútuvogi 2 en Tal með sínar skrifstofur á Suðurlandsbraut 28 svo það sé á hreinu að það er ekki um sama fyrirtækið að ræða.

    Teymi, móðurfélag Vodafone átti 51% hlut í Tal en það hefur verið selt til Auðar Capital(ég er 95% viss á því að það hafi verið Auður Capital en ekki ehv annað fyrirtæki).

    Tal og Vodafone hafa alltaf verið rekin sem sitthvort fyrirtækið enda er um sitthvort fyrirtækið að ræða. Gamla Tal og Íslandssími urðu að Og Vodafone (Því fyrirtækið uppfyllti ekki öll skilyrðin til þess að heita Vodafone) en síðar náði fyrirtækið að uppfylla þessi skylirði og varð þá að Vodafone.

    Lággjaldafyrirtækið Tal varð til við sameiningu Hive og Sko. Hive sérhæfði sig í internetþjónustu en var einnig með heimasímaþjónustu á meðan Sko var í gsm þjónustunni.

    Tal leigir kerfi Vodafone í heildsölu og þess vegna sér starfsfólk Vodafone það sem tengist heimasíma og net þjónustu fólksins en sér ekkert með GSM símana. Starfsfólk Vodafone MÁ ekki gefa upp upplýsingar um viðskiptavini Tals. Sama hver spyr að þeim (nema að lögreglan hafi réttarheimild fyrir því). En í þessu tilfelli hefur afgreiðslumaðurinn/stúlkan bara bent þér á þetta.

    SvaraEyða
  6. Það er einkennilegt að starfsfólk Vodafone skuli sjá hver notkun fólks er hjá Tali. Það er algjörlega bannað og m.a. var Síminn sektaður fyrir 4 vikum fyrir að láta Mílu lesa upplýsingar um kúnna Vodafone. Þær upplýsingar eru trúnaðarmál og koma engum við nema viðskiptavininum.

    SvaraEyða