fimmtudagur, 12. ágúst 2010

Okurvín á veitingahúsum

Í ÁTVR kostar flaska af Criollo Cabernet Shiraz rauðvíni frá Argentínu 1.449 krónur.
Á Vínbarnum, sem er ekki ódýr staður, kostar þessi flaska 3.800 krónur. Á Tapas barnum kostar sama flaska litlar 5.690 krónur. Það má segja að veitingastaðir geti verðlagt hluti á það sem þeim sýnist svo lengi sem einhver vill borga uppsett verð. En er fólk meðvitað um svona okur þegar það leyfir sér að fara út að borða?
Ingibjörg

7 ummæli:

 1. Ég get ekki talað fyrir hönd allra veitingahúsa en ég veit að sum þeirra selja áfengi á svona háu verði til þess að bjóða á móti upp á ódýrari mat.

  SvaraEyða
 2. Þvílík röksemdafærsla. Okrað á víni til að geta boðið ódýran mat???

  SvaraEyða
 3. nafnlaus! Auðvitað eru mörg veitingahús sem hafa matinn í lægri kantinumk en á móti drykkjarföng í dýrari kantinum,þetta er bara staðreynd!

  SvaraEyða
 4. Maturinn er nú ekki ódýr þarna, það er ekki afsökunin. Það er hægt að skoða alla seðla með verði á heimasíðunni þeirra.
  Hrein græðgi sem treystir á að fólk viti ekki hvað Ríkið selur á.

  SvaraEyða
 5. Ekki fara út að borða, það kostar að reka veitingastað, sæll!

  SvaraEyða
 6. Þú ert ekki bara að borga fyrir vínið, það kostar að hafa fólk í vinnu sem er að þjóna þér, það kostar að kaupa innréttingar, áhöld, dúka, borðbúnað, það kostar að leigja/kaupa húsnæði. Hvaðan eiga peningarnir að koma sem borga fyrir þetta alltsaman ef ekki frá mismuninum á innkaups og söluverði. Ef einhver er tilbúin að borga þá er það í lagi, um leið og enginn vill kaupa þá er verðið of hátt.

  SvaraEyða
 7. Rekstrarkostnaður er örugglega svipaður á flestum veitingahúsum.
  En það eru ekki allir svona grófir á okrinu.
  Álagning að vissu marki er í lagi en það eru nú til takmörk.
  Já, alveg satt - þegar enginn vill kaupa er verðið of hátt.
  Það mun gerast með haustinu þegar útlendingarnir fara.

  SvaraEyða