miðvikudagur, 4. ágúst 2010

Ódýr og góður orkudrykkur

Ég fæ mér orkudrykki endrum og eins. Prófaði í gær X Ray Energy drink, sem mun víst keppa stíft við Red Bull í mörgum löndum. Hann smakkast álíka og blár Magic, ég myndi bara segja að hann væri betri og einhvern veginn mildari á tungunni. Verðið kom svo skemmtilegast á óvart, 115 kr. dósin (25 cl) í Kosti. Ég mæli með þessum ef fólki vantar smá búst.
Dr. Gunni

3 ummæli:

  1. Þessi kostar 98 kr. í Krónunni!

    SvaraEyða
  2. Barþjónar í miðbænum eru farnir að hella þessu í glösin hjá þeim sem biðja um Magic. Þessi drykkur bragðast ekkert í líkingu við Magic heldur frekar eins og ógeðisdrykkurinn Cult.

    SvaraEyða
  3. Euroshopper kostar 98 í Bónus og 108 í Hagkaup (af öllum stöðum). Öllu skárri á bragðið líka, þótt lítill munur sé oft á þessum orkudrykkjum, þá er þessi alveg hrikalega væminn.

    SvaraEyða