fimmtudagur, 12. ágúst 2010

Ódýrir smokkar - öruggt og hraðvirkt frá Amazon

Hjá Amazon má ná stykkinu af Durex smokkum niður í 32 krónur.
Pantaði 2 x 100 stk til að ná sendingarkostnaðinum niður þar sem ég var ekki að
panta neitt annað með.
Það tók innan við 5 sólarhringa að fá þetta sent á næsta pósthús.

Sjá nánar á http://www.amazon.com/gp/product/B000BH26LI/

Vegna eldri færslur um smokka á Okur-blogginu vil ég taka eftirfarandi fram:
- Hjá Skeljungi/Select er Atlasinn ekki lengur til.
- Hjá Megastore voru þeir uppseldir og afgreiðslumaður vissi ekki um framhaldið.
- Hjá vefverslunum sem kalla sig íslenskar sé ég enga leið til að ná þessu niður
fyrir 32 kr stykkið.

Svo er verið að rukka um 150 kr fyrir þetta hérna heima í smásölu, stk. Það er okur!
Að lækka vsk úr 25% í 7% dugar ekki til að einu sinni nálgast verðið frá Amazon.
Svo eru þægindin við að versla við Amazon óumdeild og Durex er vandað merki.

Nafnlaus smokkakaupandi

16 ummæli:

  1. Það er ekki alveg sanngjarnt að bera saman verð í stykkjatali hér heima við magnkaup á netinu. 200 stykki er dálítið annað en 1 stykki.

    SvaraEyða
  2. Þegar talað er um 150 kr stk er í flestum tilfellum er verið að kaupa 12 stk í pakka sem kostar um 1800 kr.
    Samt er það auðvitað sitthvort magnið en á móti kemur að þessi vara geymist í nokkur ár.

    SvaraEyða
  3. Hvernig veistu að varan sem þú ert að kaupa á Amazon sé ekki eftirlíking?

    SvaraEyða
  4. Ég var að reyna að panta og fékk alltaf að ekki væri hægt að senda þessa vöru til Íslands þegar ég ætlaði að tékka mig út. Svo fann ég einn söluaðila sem sú melding kom ekki og kláraði pöntunina, hann sendi mér síðan póst um að hann mætti ekki senda Durex til Íslands.

    SvaraEyða
  5. Skrýtnar athugasemdir hér, gekk smurt hjá mér.
    Amazon gefur upp seller og seller rating, engar eftirlíkingar enda Amazon einn virtasti seljandinn á netinu.

    SvaraEyða
  6. Það er fullt af seljendum á Amazon sem selja ekki til ýmissa landa, td Íslands.

    SvaraEyða
  7. Pantaði smokkana í tenglinum hér að ofan, gekk fínt, ekkert vesen. Er með reikning á Amazon og þetta tók aðeins nokkrar sek.

    SvaraEyða
  8. er með reikning hjá amazon og allt gekk vel þangað til ég fékk póst frá seljandandum og þar stóð að durex bannaði þeim að senda til íslands!

    SvaraEyða
  9. Þetta var stutt gaman, búið að loka á þessa leið.
    Hér er formlegt svar frá seljanda við fyrirspurn minni vegna Durex:

    "We would like to notify you that we can no longer
    ship Durex condoms to your country due to the restrictions that have put on
    us by Durex."

    Engar skýringar eru gefnar.

    SvaraEyða
  10. Á Amazon eru bæði aðrir söluaðilar og önnur merki, leitið og þér munuð finna!

    Hér er dæmi um aðra tegund sem fær hæstu einkun:
    http://www.amazon.com/OKAMOTO-Crown-100-Count-Pack/dp/B0029XFWPE

    SvaraEyða
  11. Ebay
    http://shop.ebay.com/?_from=R40&_trksid=m570&_nkw=condoms

    SvaraEyða
  12. Betra að passa sig á e-bay það er rosalega mikið um eftirlíkingar þar.

    kv.
    GK

    SvaraEyða
  13. Já vá. Þegar maður svona skimar yfir þetta finnst manni nú ekki kannast við pakningarnar eins og þær eru hér heima og mjög traustvekjandi að pakningar séu t.d. með kynversku táknletri eða þannig.

    SvaraEyða
  14. Sendi pöntun á http://www.freewebs.com/smokkagaldur/ fyrir 10 dögum en ekkert svar fengið þrátt fyrir að hafa ítrekað.

    Þeir eru þá væntanlega hættir...

    kv. S

    SvaraEyða
  15. Virkar flott!
    http://www.amazon.com/OKAMOTO-Crown-100-Count-Pack/dp/B0029XFWPE

    SvaraEyða
  16. þetta kallast á góðri íslensku "einokunarverslun" sem er gert til þess að halda verðinu eins háu og mannlega mögulegt er

    SvaraEyða