þriðjudagur, 24. ágúst 2010

Ánægður með Nings

Ég gerði mér ferð á Nings um daginn, eftir að hafa lesið misjafna gagnrýni
um staðinn á okursíðunni þinni. Ég ákvað að fara á Suðurlandsbrautina.
Pantaði ég mér nautakjöt með grænmeti og hnetusósu, man ekki númer
réttsins. Svo fékk ég mér eggjanúðlur. Verð ég að segja að ég varð ekki
fyrir vonbrigðum og bæði maturinn og þjónustan sem ég fékk á staðnum fór
langt fram úr væntingum mínum. Broshýrar og kurteisar afgreiðslustelpur,
frábær matur og gott andrúmsloft, er hægt að biðja um meira? Mæli með
Nings fyrir alla.
NAFNLEYSINGI

18 ummæli:

  1. Engin verð ? kemur þetta frá blaðafulltrúa Nings ?

    SvaraEyða
  2. Ef maturinn þarna væri nú bara ætur...

    SvaraEyða
  3. Segi það nú. Og þó maður lendi á ætum mat þá er hægt að fá betri mat annarsstaðar fyrir sama eða lægra verð. Ég trúi svo ekki öðru en að viðkomandi sé eitthvað tengdur fyrirtækinu annað væri bara kraftarverk.

    SvaraEyða
  4. Sammála öllum hér að ofan. Ég hef samt tekið eftir því í gegnum tíðina að fólk sem finnst maturinn á Nings vera fínn er fólk sem hefur einfaldlega ekki samanburð. Fólk sem þekkir kannski bara Nings og hefur aldrei prófað góða staði. Lenti einmitt í því síðast þegar ég fór á Nings að fá kaldar, semiupphitaðar kjúklinganúður. Þá ákvað ég að stíga ekki fæti inn á Nings aftur og það eru meira en tvö ár síðan. Síðan þá hef ég prófað flesta staði í Rvk sem bjóða upp á kínverskan eða tælenskan mat og finnst það nú augljóst að gæðin á Nings eru varla samanburðarhæf við þessa staði.

    SvaraEyða
  5. ATH!
    Ég vil láta eftirfarandi koma fram. Ég sem skrifaði þennan pistil um Nings er ekki tengdur fyrirtækinu á einn eða annan hátt! Það er gjörsamlega óþolandi að mega ekki mæla með veitingastað eða verslun sem manni finnst gott að versla í, þá er maður strax orðinn tengdur aðili!
    Ég hef prófað marga aðra kínverska staði og verð að segja fyrir mína parta að Nings stenst víst samanburð við aðra veitingastaði.

    SvaraEyða
  6. Ég persónulega er ekki ánægð með Nings, en það er eitthvað sem að þeir gera rétt, þar sem að það er alltaf fullt hjá þeim ;)

    SvaraEyða
  7. Ég hætti að borða Nings þegar ég uppgötvaði Krua Thai. Þurrar núðlur, með þurrum kjúkling og grænmeti er ekki eitthvað sem ég vil greiða fyrir.

    SvaraEyða
  8. Þetta er einmitt málið, fólk virðist ekki hafa samanburð. Einn nafnlaus sagði hér fyrir ofan að Nings hljóti að vera að gera e-ð rétt því það sé alltaf fullt hjá þeim. Nings auglýsir margfalt meira en litlu góðu staðirnir sem gleymast í skugga hins illræmda Nings-risa. Fólk þyrpist á Nings og gleymir að prófa aðra staði og lifir í þeirri trú um að þetta sé góður matur því lítill sem enginn er samanburðurinn. Ég kíkti á matseðilinn á heimasíðu Nings og sá að kjötréttir voru á 1800 og 1900 kr sem í mínum augum er okur miðað við gæðin á þessum réttum. Ég ákvað að prófa Núðluhúsið á Laugavegi fyrir skömmu en þar eru flestir réttir í kringum 1300 kr og gosið ekki nema 200 kr. Mæli eindregið með þessum stað ásamt Krua Thai að sjálfsögðu. Að lokum: Nings býður upp á lélegra hráefni á hærra verði. Hvað verður fyrir valinu? Að mínu mati er þessari spurningu auðsvarað.

    SvaraEyða
  9. Ég mæli með thai matstofunni, einn skammtur þar af kjúklinganúðlum dugar fyrir tvo og kostar ekki mikið. Og þar eru alvöru kjúklingabitar og bestu núðlur í bænum, fer bara þangað. Nings er rusl miðað við þann stað.

    SvaraEyða
  10. Mér finnst Nings mjööög gott! Elska heilsuréttina þeirra, ódýrir og vel útilátnir! :)
    Ég fer alltaf á staðinn á Stórhöfðanum og get ekki sagt annað en þar fæ ég alltaf frábæra þjónustu og ekkert nema jákvæðni í starfsfólkinu þar.

    Áfram Nings!

    SvaraEyða
  11. Ef þú ferð alltaf á Stórhöfðan prófaðu að fara í næsta hús fyrir ofan(þar sem Dominos er). Þar er staður sem heitir Kókos og Karrý(ef ég man rétt), ódýrara verð og talsvert betri matur.

    Nings voru mjög fínir í "gamla daga" en á seinni árum hafa þeir því miður fallið mikið.

    SvaraEyða
  12. Þar sem ég þekki manneskju sem hefur unni á Nings í fjölda ára, þá veit ég að þeir gera strangar kröfum um grænmetið og hafa hafnað grænmeti sem birgjar koma með ef það stenst ekki þeirra kröfur.
    Það er fullt af góðum austurlenskum matstöðum á Íslandi í dag og að mínu mati er Nings svo sannarlega einn af þeim.
    Ég hef engin hagsmunatengsl við Nings. Við hjónin elskum austurlenskan mat, borðum hann víða og eldum sjálf og höfum því góðan samanburð.
    Mér finnst djúpsteiktar rækjur of segja heilmikið um staðina, því rækjur eru viðkvæm vara og ef olían er ekki í lagi, þá finnst það á bragðinu.

    SvaraEyða
  13. Það er ágætt að fólk viðurkenni að það láti bjóða sér hvað sem er.

    SvaraEyða
  14. Ég er matreiðslumaður , félagsmaður í Matvís sem er fyrir þá sem ekki vita félag matreiðslumanna á Íslandi og Nings er eini austurlenski veitingarstaðurinn sem er með lærða kokka í vinnu og eru í félaginu.
    það dugar mér að vita af því að það eru lærðir kokkar þarna í vinnu,svo heyrði ég að Nings er eini asíustaðurinn sem er með Gámes kerfi sem er gæðavottunarkerfi .þetta dugar mér.

    SvaraEyða
  15. Eins og matur sé eitthvað betri á skyndibitastað bara af því að kokkurinn sé lærður???!!!
    Gott hráefni er ekki ávísun á góðan mat ef illa er með það farið !!

    SvaraEyða
  16. Nings er í mínum huga hræðilegasti, dýrasti, nískasti og allt annað sem ég gleymi að nefna staður í bænum og það getur enginn hafa skrifað þessa lofræðu um hann nema eigandinn sjálfur, Mér er gjörsamlega óskiljanlegt að þessi staður skuli enn vera til, hef ekki farið síðastliðin 2 ár og mér skilst að þetta hafi nú bara versnað síðan og var nú slæmt fyrir.

    SvaraEyða
  17. Hef prófað þó nokkra austurlenska staði en mér finnst Nings alltaf standa upp úr.

    En merkilegt hvað fólk nennir að tuða og röfla þó einhver sé ósammála þeim.

    SvaraEyða