föstudagur, 20. ágúst 2010

Okur í Húsasmiðjunni

Nú langar mig að benda þér á okur sem viðgengst í hinni ríkisreknu Húsasmiðju.
Ég þurfti að kaupa mér ryðfríar skrúfur eins og notaðar eru í sólpalla og fl. (græna efnið) og algengasta stærðin er 4,5x60 mm. og kostar hún 34 kr.stk. í Húsasm. eða 6.800.- pakkinn með 200 stk. Ég kannaði verðið hjá Ísól í Ármúlanum og þar kostaði pakkinn af sömu stærð rúmar 2.300.- Er hægt annað en að kalla þetta okur?!
Hlynur

6 ummæli:

 1. Þarna er Húsasmiðunni rétt lýst. OKURBÚLLA

  SvaraEyða
 2. það er rétt,vantaði svo kallaða kústahöldur um daginn,1 stk 929-kr,fékk 5 stk í pk á hjá Byko á 1940- kr pk.

  SvaraEyða
 3. þetta verð á þessum skrúfum er einhver misskilningur,ég fór í Húsasmiðjuna og ath þetta sjálfur,sk kostar ekki 34 kr stk,stk kostar rétt rúmar 13 kr.!

  SvaraEyða
 4. Verðið var 34 kr. stóð á hillumiðanum en vonandi eru þeir búnir að "leiðrétta" þetta :)

  SvaraEyða
 5. þeir hafa skammast sín bölvaðir!

  SvaraEyða
 6. Keypti lamir í skáp um daginn, þurfti svo að skila þeim því þær pössuðu ekki, fór skv. ráði í Hegas á Smiðjuvegi 1 og þar kostuðu þær aðeins þriðjung af verðinu í Húsasmiðjunni. Sannkallað OKUR!

  SvaraEyða