Okkur er tíðrætt um okur á veitingastöðum úti á landi og varð ég áþreifanlega vör við það núna síðastliðinn sunnudag að Skógum. Þar eru reknir a.m.k. tveir veitingastaðir og á þessum tveimur stöðum er gríðarlegur verðmunur.
Annarsvegar er það veitingastaður nálægt fossinum sjálfum Skógarfossi en þar kostar súpa dagsins kr. 1400, sem er að sjálfsögðu algert rán og til að bæta gráu ofaná svart þá er matseðill sem hangir uppi með álímdum verðmiðum og þegar kíkt er undir þessa álímdu veðmiða þá er verð næstum tvöfalt lægra þar undir. Algerlega óforskammað að sjá ekki sóma sinn í það minnsta að fela gamla verðið.
Hinsvegar er einnig veitingahús eða cafeteria við Byggðasafnið og þar kostar súpa dagsins kr. 900.00 sem er mun ásættanlegra verð auk þess staðurinn langtum huggulegri en sá fyrrnefndi, einnig var hægt að fá fínasta smurt brauð á kr. 700,00, grillaðar samlokur á kr. 500.00 og fleira og fleira og mun skaplegra verð. Gef þessum stað mín bestu meðmæli og þá sérstaklega fyrir nokkuð sanngjarnt verð og ferskan mat.
Hef litið farið útá land í sumar en blöskraði þetta verð á fyrrnefnda staðnum, en sjálfsagt eru svona staðir til um allt land. Það verður að varast að þegar er um fleiri en einn staða að ræða að fólk kynni sér verð og gæði áður en það velur hvar það borðar.
Með kveðju,
Ingveldur Gunnarsdóttir
Af hverju öll verð með ,00. Það er löngu búið að fella aura úr gildi.
SvaraEyðaÞú minnist ekkert á það hvernig súpa þetta var og í hvernig gæðaflokki hún var. Það er sko munur t.d. á McDonald's,3 Frökkum eða Grillinu og allir staðirnir endurspegla það í verðinu.
SvaraEyðaSmáatriði dauðans hér á ferð. Fer það virkilega svona mikið í taugarnar á fyrsta að hún hafi gert ,00 að hann varð að setja út á þetta (eins og ég að gera núna við þínu commenti). Svo hinn, hún segist gefa þessum stað sín bestu meðmæli þá hlýtur þetta að hafa verið mjög góð súpa að hennar mati, hvort að hún hefið átt að taka fram tegund, þykkt og magn er annað mál og spurning hvort að menn pæli mikið í því þegar snætt er þ.e.a.s. ef menn eru sáttir. Ég veit þetta er smámunasemi í mér, en menn virðast bara ekki getað lesið svona lýsingu á þessari fínu síðu án þess að setja út á allt sem hægt er og er einhver dirfist að hæla stað eða þjónustu hérna þá er alltaf spurt/skotið á viðkomandi hvort þetta sé auglýsing
SvaraEyðaHún talaði um hvernig maturinn á öðrum staðnum með skaplega verðinu hefði verið en talaði ekkert um matinn á hinum staðnum annað en að henni hafi þótt hann dýr. Dýr m.v. hvað ? Maður sættir sig nokkurn veginn við verðið í Ikea því maður veit hvaða gæði maður er að fá og að hönnunin er ekker stórfengleg. En að borga verð eins og í Epal og fá vörur í Ikea gæðum væri náttúrulega hið mesta okur dauðans. Gefið forsendur fyrir því sem þið eruð að bera saman. Ingveldur hvernig væri að segja okkur hvernig maturinn á stað num nálægt fossinum hafi verið í samanburði við hinn staðinn. Þú ferð t.d. ekkert út í búð og berð saman verðið á Euroshoper vöru og vöru frá Blue Dragon og segir að Blue Dragon sé algjört okur því þú ert náttúrulega að fá meiri gæði í vörunni frá Blue Dragon.
SvaraEyðaSammála hinum tveimur, það er ekkert í póstinum sem segir manni að verðmunurinn geti ekki verið réttlætanlegur ..
SvaraEyða