Sýnir færslur með efnisorðinu hækkun. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu hækkun. Sýna allar færslur

laugardagur, 2. júlí 2011

Of mikil hækkun hjá Te og kaffi

Ég er sólginn í kaffið og kaffidrykkina frá Te og Kaffi en mér blöskraði um daginn þegar ég sá að þeir höfðu hækkað verðið á frappó úr 450 í 590 krónur. Minn drykkur einfaldur lítill latte kostar 470 krónur eftir hækkun og í honum er eitt „skot“ af espresso kaffi og tveir desilítrar af mjólk. Það tekur um það bil 2 mínútur að útbúa þennan drykk. Ég fékk þær útskýringar að það væru hækkanir á heimsmarkaðsverði á kaffi og hækkunin á mjólk væri þar líka inni. Samt sem áður finnst mér 120 krónur á einföldum latte skuggaleg hækkun og ég mun þessvegna beina viðskiptum eitthvað annað.
Kveðja,
K. Helgi

miðvikudagur, 22. júní 2011

Lúmskur laumupúkaháttur MS

Hafa menn tekið eftir því að smurostur frá MS er kominn í nýjar pakkningar, að sumu leyti flottari? Gallinn er bara sá að innihaldið í nýju umbúðunum er 200 gr. í stað 250 gr. í gömlu umbúðunum, en á sama verði, eða 25% dýrari en áður. Þetta er lúmskt bragð og engar skýringar gefna. Greinilega ætlast framleiðandi til þess að neytandi taki ekki eftir neinu, enda líklegt að forsendurnar fyrir hækkun séu á veikum grunni. Hefur mjólkurverð til bænda hækkað? Þetta var fyrir kjarasamninga, þannig að hærri launakostnaðar er ekki til að dreifa. Forvitnilegt væri að fá svör við þessum laumupúkahætti.

Kveðja,
Helgi Jóhannsson

laugardagur, 4. desember 2010

Soda stream-hylki - mikil hækkun

Ég fór í Krónuna í dag, 3. desember og keypti mér nýtt kolsýruhylki í Sódastream tækið mitt. Ég fékk 594 krónur fyrir tóma hylkið og borgaði 3.354 krónur fyrir nýja kolsýruhylkið. Ég á ekki orð yfir álagningunni. Fyrir um það bil tveim mánuðum borgaði ég um það bil 1.800 krónur fyrir sama hylkið.
Kveðja,
Guðrún Sólveig Högnadóttir

miðvikudagur, 1. desember 2010

Ótrúleg verðhækkun á kaffi

Mig langaði að segja þér frá ótrúlegri verðhækkun á kaffi á kaffihúsum Súfistans. Ég hef heyrt af umræðu um yfirvofandi hækkun á kaffi og að kaffihúsin myndu þurfa að hækka kaffi sitt verulega vegna hækkana á heimsmarkaðsverði og bjóst því við einhverjum hækkunum. Ég er vön að kaupa mér latte og taka hann með mér og borga fyrir það 380 kr (var um 300 kallinn lengi vel) á meðan hinir sem drukku á staðnum og notuðu sætin og borðin og bollana á kaffihúsinu borguðu 430 kr. Nú hefur verðið á sama lattebollanum hækkað í 480 kr og sama verð er á kaffinu hvort þú takir með þér eða drekkir á staðnum. Hækkunin er 26% á einu bretti. Ég er fastgestur á Súfistanum en mér finnst rosalegt að borga næstum 500 kall fyrir kaffibolla, svo því verður líklega kippt út núna.
Kaffikarlinn

þriðjudagur, 10. ágúst 2010

Síminn hækkar í kreppunni!

Þessi skilaboð fann ég á símareikninginum í heimabankanum mínum:

"Verðhækkun
Síminn mun frá og með 1. október nk. breyta verði á þjónustu sinni. Nákvæmar upplýsingar verður að finna á vefsíðu Símans 1. september nk. undir fréttir og hjá
þjónustuveri í síma 800 7000. Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér þessar breytingar vel."

Það er greinilega ekki bara Orkuveitan sem ætlar sér að hækka gjaldskrána sína á næstunni.

með kveðju
J.K.

föstudagur, 11. desember 2009

Sara hækkar v/ gengisins

Smá ath frá mér, gengið er nokkuð stöðugt þessa dagana (sem betur fer)
Í dag fór ég í Söru í Smáralind.... hækkun hjá þeim um 12% frá því á þriðjudaginn...
Á þriðjudaginn fór í í Söru og sá trefil voða fínana og lét taka hann frá kostaði 3.990,- fannst hann að vísu dálítið dýr....
Í dag fimmtudag fór dóttir mín og keypti trefilinn og borgaði 4.500,-. ég sendi hana til baka og sagði að hann ætti að kosta 3.990,-
Þær í Söru könnuðust við þetta, það passar hann kostaði 3.990,- á þriðjudaginn en kostar núna 4.500,-
ástæða.
Vörur eru greiddar eftir á og v/ hækkunar á gengi ???? (veit ekki til þess að mikil hækkun hafi verið þessa dagana )
urðum þær að hækka verðið.... Vá.....já um 12%..
Bestu kveðjur. Ásta

föstudagur, 4. desember 2009

Verðhækkanir á 1944 réttum SS o fl.

Vildi benda á að nú virðast innlendir framleiðendur keppast við að hækka verð á
vörum sínum áður en hækkun virðisaukaskatts skellur á.
Ég tók eftir að SS grjónagrautur, úr 1944 línunni, var að hækka úr 310 í 360 pakkinn
eða um tæp 17%. Síðan hækkar virðisaukaskatturinn efalaust um áramótin á flestum
vörum þannig að um gríðarlegar hækkanir verður að ræða þegar upp verður staðið.
Það heyrist lítið sem ekkert frá Samkeppnisstofnum um þessa holskeflu hækkana sem virðist vera að eiga sér stað. En svo munu allir bölva og skella skuldinni á ríkistjórnina fyrir að skattahækkanir/breytingar.
Neytendur vaknið! Við getum og eigum að láta óánægju okkar í ljós. Þá spyrja flestir. Hvernig? Við getum ekkert gert! Við eru svo vön að láta allt yfir okkur ganga og aðhöfumst aldrei neitt, því að breyta út af vananum núna?
Fylgjumst með vöruverði og breytingum á því. Þegar að við sjáum að verð eru að hækka þá getum við, og eigum, að bregðast við eins og aðrir velvakandi vitibornir neytendur í nágrannalöndum okkar gera. Þeir efna til mótmæla sem oftast eru fólgin í því einu og jafnframt því áhrifaríkasta sem er að HÆTTA að kaupa tiltekna vöru og þannig þrýsta á framleiðendur jafnt sem innflytjendur á að halda slíku aðgerðum í lágmarki og innan skynsamlegra/nauðsynlegra marka.
kveðja,
Steinar

miðvikudagur, 2. desember 2009

Holskefla hækkana framundan

Vildi benda á að nú virðast innlendir framleiðendur keppast við að hækka verð á
vörum sínum áður en hækkun virðisaukaskatts skellur á.
Ég tók eftir að SS grjónagrautur, úr 1944 línunni, var að hækka úr 310 í 360 pakkinn
eða um tæp 17%. Síðan hækkar virðisaukaskatturinn efalaust um áramótin á flestum
vörum þannig að um gríðarlegar hækkanir verður að ræða þegar upp verður staðið.
Það heyrist lítið sem ekkert frá Samkeppnisstofnum um þessa holskeflu hækkana sem virðist vera að eiga sér stað. En svo munu allir bölva og skella skuldinni á ríkistjórnina fyrir að skattahækkanir/breytingar. Neytendur vaknið! Við getum og eigum að láta óánægju okkar í ljós.
Þá spyrja flestir. Hvernig? Við getum ekkert gert! Við eru svo vön
að láta allt yfir okkur ganga og aðhöfumst aldrei neitt, því að breyta út af vananum núna?
Fylgjumst með vöruverði og breytingum á því. Þegar að við sjáum að verð eru að hækka þá getum við, og eigum, að bregðast við eins og aðrir velvakandi vitibornir neytendur í nágrannalöndum okkar gera. Þeir efna til mótmæla sem oftast eru fólgin í því einu og jafnframt því áhrifaríkasta sem er að HÆTTA að kaupa tiltekna vöru og þannig þrýsta á framleiðendur jafnt sem innflytjendur á að halda slíku aðgerðum í lágmarki og innan skynsamlegra/nauðsynlegra marka.
kveðja,
Steinar

mánudagur, 12. október 2009

Verðlag á barnavörum

Bara smá hugleiðing varðandi barnavörur. Núna er að fara að koma nýr krakki á heimilið og því þarf að kaupa margt varðandi það. Ég hef nú lúmskan grun um að þeir sem stunda verzlun með þær vörur notfæri sér viðvarandi ástand sem afsökun fyrir okurverði á öllum sköpuðum hlutum hvað varðar vörur á þessu sviði. Ég keypti hlífðarkant á barnarúmið sem kostaði mig 2990 kr árið 2004 þegar eldri sonur minn fæddist en af því að sá gamli eyðilagðist, þá neyddist ég kil að kaupa mér nýjan. Og núna árið 2009 þegar sama draslið er keypt kostaði það mig 10.999 krónur!
Þetta er bara lítið dæmi um alla skapaða hluti. Eins og bleyjurpoki sem kostaði að mig minnir 700-1000 krónur eru nú á 2.300 krónur. Blautþurkurnar kosta í dag 500 eða 600 kall en áður kostaði þetta í kring um 300 eða 400 kall. Barnabílstóll sem kostaði 20.000 kostar í dag 40.000 og allt upp í 60.000 krónur og allt er þetta í nafni kreppunnar. Svo eins með barnavagna sem fyrr á tímum kostuðu 40.000 kosta orðið upp í hundraðþúsund kall eða meira. Þetta er bara rugl.