Vildi benda á að nú virðast innlendir framleiðendur keppast við að hækka verð á
vörum sínum áður en hækkun virðisaukaskatts skellur á.
Ég tók eftir að SS grjónagrautur, úr 1944 línunni, var að hækka úr 310 í 360 pakkinn
eða um tæp 17%. Síðan hækkar virðisaukaskatturinn efalaust um áramótin á flestum
vörum þannig að um gríðarlegar hækkanir verður að ræða þegar upp verður staðið.
Það heyrist lítið sem ekkert frá Samkeppnisstofnum um þessa holskeflu hækkana sem virðist vera að eiga sér stað. En svo munu allir bölva og skella skuldinni á ríkistjórnina fyrir að skattahækkanir/breytingar.
Neytendur vaknið! Við getum og eigum að láta óánægju okkar í ljós. Þá spyrja flestir. Hvernig? Við getum ekkert gert! Við eru svo vön að láta allt yfir okkur ganga og aðhöfumst aldrei neitt, því að breyta út af vananum núna?
Fylgjumst með vöruverði og breytingum á því. Þegar að við sjáum að verð eru að hækka þá getum við, og eigum, að bregðast við eins og aðrir velvakandi vitibornir neytendur í nágrannalöndum okkar gera. Þeir efna til mótmæla sem oftast eru fólgin í því einu og jafnframt því áhrifaríkasta sem er að HÆTTA að kaupa tiltekna vöru og þannig þrýsta á framleiðendur jafnt sem innflytjendur á að halda slíku aðgerðum í lágmarki og innan skynsamlegra/nauðsynlegra marka.
kveðja,
Steinar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli