miðvikudagur, 9. desember 2009

Dýr dráttur

Cialis er töflur fyrir karla sem ná honum ekki upp lengur. Þetta er sannkallað hjálpræði fyrir mörg hjón. Hlutur trygginga er núll krónur. Ég fékk alveg sjokk þegar ég keypti síðasta skammt, átta töflur á 19.346 kr. Þetta var í Lyf og heilsu í Hamraborg. Ég hef riðið frítt alla æfi en nú er drátturinn kominn í 2.500 kall! Veit einhver hvar töflurnar fást ódýrar?
Gulli gamli

10 ummæli:

 1. Hætta að reykja kannski....? Nei segi svona...
  *ranghvolfiaugunum*

  Einn af fylgifiskum tóbaksreykinga er getuleysi eða seinkun á því að ná honum upp...

  Þú þarft væntanlega töflur til að fá bót af því...

  af hverju á ég sem skattgreiðandi sem btw. reykir ekki, af hverju á ég að borga fyrir það að þú fáir það?

  Af hverju andskotast þú ekki til að hætta að reykja og athuga hvort þú getir breytt lífi þínu!

  SvaraEyða
 2. Þú sem ert með fyrsta commentið ertu alveg þroskaheftur. Það gætu verið tugi annara ástæða fyrir vandamáli hans en reykingar. Hann var heldur ekkert að byðja þig að borga, bara að spyrja hvar hann gæti mögulega fengið þetta á betra verði !

  SvaraEyða
 3. Æji, hvað sumir eru fastir upp á sínum stalli...

  SvaraEyða
 4. Það er kannski sniðugt að hringja í fleiri apótek og athuga hvað þetta kostar þar? Margir hafa talað um að Lyfjaver og Rimaapótek séu ódýrari t.d.. Það er svo sannanlega dýrt að missa heilsuna (þó það sé kannski bara á einu sviði). En bjarta hliðin er þó að þú færð þá allavega að ríða, það er til fólk sem getur bara ekkert fengið, nema þá mögulega að borga mörg þúsund jafnvel tugþúsundir króna fyrir.

  SvaraEyða
 5. HÆTTIÐI AÐ VERSLA VIÐ LYF OG HEILSU OG ÖNNUR APÓTEK Í EIGU WERNERSSONA. AF HVERJU LÆTUR FÓLK ALLTAF VAÐA YFIR SIG Á SKÍTUGUM SKÓNUM?

  SvaraEyða
 6. Það er frekar erfitt að versla við önnur apótek en þau þegar þau eru oft eina apótekið í minni bæjum út á landi... Nema þú Herra eða frú caps lock, stofnir apótek út á landi á þessum stöðum þar sem bara eru wernerssonaapótek eða takir að þér að senda lyf samdægurs án þess að þau verði dýrari með sendingarkostnaði til þessa fólks sem ekki kemst í önnur apótek þá hafa margir ekkert annað val en að láta vaða yfir sig.

  SvaraEyða
 7. Nema þú Herra eða frú caps lock,
  Hahaha, snilld!

  Gangi þér vel Gulli, ég vona að þú finnir þetta á betra verði.

  SvaraEyða
 8. Ég er farinn að halda að kona einhvers dyggs lesanda (hr. Caps Lock) hér hafi haldið fram hjá honum með Wernerssyni.. mér finnst ég allavega sjá mynstur, finnst sem það birtist 2-3 útrásarkomment á alla apótekaþræði, sem maður sér t.d. mikið sjaldnar á þráðum tengdum Baug/Högum sem þó eru síst færri, og síst minni sök þar á hruninu..

  SvaraEyða
 9. Come on gott fólk. Þið hljótið að sjá þetta í hendi ykkar.

  Ef alkólistinn væri skikkaður til að hætta að drekka eiginlega bara neyddur til þess, hvað myndi sparast mikið í heilbrigðiskerfinu við það?

  En ef offitusjúklingurinn væri neyddur í megrun eða reykingamaðurinn neyddur til að hætta að reykja......

  Það sjá það allir að neyslu áfengis, tóbaks og ofneysla matar og sælgætis fylgja ýmsir kvillar eins og sykursýki, hjarta og æðasjúkdómar, skorpulifur, heilablóðfall, þunglyndi o.sfrv o.sfrv.

  Ef fólk væri neytt til að hætta að borða, drekka og reykja myndi það spara okkur hinum helvítis helling af peningum.

  Pælið í því

  Ég sjálfur er 150 kg. Ég hef verið í ströngu aðhaldi síðustu mánuði. Búinn að missa 25 kg. Ætla að fara niður fyrir 100 kg. Ég ætla ekki að láta aðra taka ábyrgð á minni heilsu heldur gera það sjálfur.

  SvaraEyða
 10. alls ekki versla við apótek í "eigu Wernersbræðra"

  SvaraEyða